Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráð­herra vegna brott­vís­un­ar þung­aðr­ar konu frá land­inu.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni
Segir reglum hafa verið fylgt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í fréttum í gærkvöldi að að reglum hefði verið fylgt þegar konu sem gengin er 36 vikur með barn sitt var vísað úr landi í gær. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um meðferð íslenskra yfirvalda á þungaðri albanskri konu sem flutt var úr landi í gær, þvert gegn mati heilbrigðisstarfsfólks á Kvennadeild Landspítala. Konan er gengin 36 vikur á leið og var hún tekin af lögreglu beint af spítala, þar sem hún hafði leitað sér aðstoðar, og flutt út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan var henni flogið ásamt manni sínum og tveggja ára syni þeirra til Þýskalands, síðan til Austurríkis og í nótt lentu þau loks í Albaníu, eftir nítján klukkustunda ferðalag.

Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala beinir sex spurningum til Áslaugar Örnu þar sem spurt er hver hafi tekið ákvörðunina um að vísa konunni úr landi. Þá spyr Helga Vala út í mat læknis Útlendingastofnunar á konunni og jafnframt hver hafi tekið ákvörðun um að byggja ákvörðun um að brottvísa konunni á vottorði umrædds læknis en ekki nýrra vottorðs frá fæðingalækni á Landspítala, sem lá fyrir.

Þá spyr Helga Vala einnig um hvort meðferð íslenskra yfirvalda á konunni sé í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd. Jafnframt óskar hún síðan eftir upplýsingum um fjölda þungaðra kvenna sem hefur verið vísað af landi brott síðustu tvö ár, og jafnframt á hvaða tíma meðgöngu þær hafi verið.

Fyrirspurnina má sjá hér að neðan.

1. Hver tók ákvörðun um að brottvísa skyldi þungaðri konu, á 36 viku meðgöngu úr landi ásamt tveggja ára barni hennar aðfararnótt 5.nóvember 2019?

2. Á hvaða grundvelli tók læknir Útlendingastofnunar ákvörðun um að gefa út svokallað „Fit to fly” eða „hæf til að fljúga” vottorð og heimila þannig brottvísun þungaðrar konu á 36. viku meðgöngu, úr landi þann 5. nóvember 2019. Hvenær fór mat umrædds læknis fram, hvenær var skoðun hans á umræddri konu framkvæmd og hvenær var vottorð er heimilaði brottvísun ritað?

3. Hver tók ákvörðun um að byggja ákvörðun um brottvísun á eldra vottorði trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar  dagsett 4. nóvember 2019 í stað yngra vottorðs fæðingarlæknis Landspítala dagsettu 5. nóvember 2019?

4. Tryggði Útlendingastofnun umræddri konu og væntanlegu barni hennar nauðsynlega heilbrigðisþjónustu við brottvísun svo sem á leið á flugvöll, í flugvél og við komu til móttökuríkis?

5. Er brottvísun sú sem framkvæmd var þann 5. nóvember 2019, á þungaðri konu á 36. viku meðgöngu í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd?

6. Hversu mörgum þunguðum konum hefur verið brottvísað frá Íslandi á árinu 2019 og 2018 og á hvaða tíma meðgöngu voru umræddar konur?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár