Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Engar vísbendingar um neikvæð áhrif CBD

Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in seg­ir ýms­ar vís­bend­ing­ar um nota­gildi efn­is­ins CBD úr kanna­bis, en eng­ar um mis­notk­un eða lýð­heilsu­vanda. Lækn­ir var­ar í Frétta­blað­inu við lög­leið­ingu þess.

Engar vísbendingar um neikvæð áhrif CBD
Kannabis Engar vísbendingar eru um neikvæð áhrif CBD, samkvæmt WHO.

Lára G. Sigurðardóttir læknir varar við því að fólk „deyfi sig með CBD“ í grein í Fréttablaðinu í dag. Efnið er ólöglegt á Íslandi, en það er selt erlendis án efnisins THC sem er vímugjafi í kannabisplöntunni. Engar vísbendingar eru um neikvæðar afleiðingar neyslu CBD samkvæmt skýrslu alþjóðastofnunar.

Í greininni segir Lára að eina óumdeilanlega notagildi kannabidíól (CBD), sem unnið er úr kannabisplöntum, sé samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) að draga úr áhrifum sjaldgæfrar flogaveiki og þar þurfi læknir að vera með í ráðum. „Það eru reyndar vísbendingar um að CBD geti hjálpað við kvíða, svefnleysi og verkjum en þetta hefur enn ekki verið staðfest á óumdeilanlegan hátt,“ skrifar hún.

Þá segir hún CBD vera umdeilanlegt og að Íslendingar verði að stíga varlega til jarðar. Umræða um lögleiðingu þess hefur farið fram á Alþingi. „Og í stað þess að reyna að normalísera kannabisneyslu á Íslandi væri virðingarverðara ef umræddir þingmenn legðu púður sitt í að auðvelda fólki aðgang að sjúkraþjálfurum, læknum og sálfræðingum til að ráðast að rótum vandans í stað þess að hvetja fólk til að deyfa sig með CBD,“ skrifar hún.

„Til þessa eru engar vísbendingar um notkun CBD sem vímugjafa eða lýðheilsutengd vandamál sem tengjast notkun hreins CBD“

Í skýrslu WHO frá júní í fyrra, sem Lára vísar líklega í, kemur fram að neysla mannfólks á CBD hafi ekki sýnt að hún leiði til misnotkunar eða fíknar. Vísbendingar séu um að það nýtist sem meðferð gegn fjölda heilsufarslegra kvilla. CBD sé almennt án alvarlegra hliðarverkana og notkun þess sé örugg. „Mörg lönd hafa breytt stefnu sinni til að koma CBD að sem heilsuvöru,“ segir í skýrslunni. „Til þessa eru engar vísbendingar um notkun CBD sem vímugjafa eða lýðheilsutengd vandamál sem tengjast notkun hreins CBD.“

Lára segir skynsamlegra að markaðssetja CBD sem lyf, ef það eigi að leyfa það til að meðhöndla sjúkdómskvilla. „Vissulega er kannabisdíól ekki vímugefandi en við megum ekki gleyma því að það er framleitt úr kannabisplöntu sem skaðar heila ungs fólks,“ skrifar hún. „Það er því ekki hægt að líkja því saman við lýsi eða önnur fæðubótarefni sem hafa engin tengsl við svo skaðleg efni. Í Bandaríkjunum er ekkert eftirlit með innihaldi CBD-neysluvara og eru næstum 70% þeirra rangmerkt. Auk þess hefur vímugjafinn THC mælst oftar en ekki í fólki sem taldi sig einungis vera að neyta CBD. Hver ætlar að sjá um eftirlitið á Íslandi – enginn!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lýðheilsa

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis
FréttirLýðheilsa

Ís­lensk­ir „Olíu­vin­ir“ í keðju um­deilds fyr­ir­tæk­is

Yf­ir 800 manns eru í sölu­keðju Young Li­ving ilm­kjarna­ol­íu á Ís­landi. Fyr­ir­tæk­ið sæt­ir hóp­mál­sókn í Banda­ríkj­un­um fyr­ir pýra­mída­s­vindl og sögðu sölu­menn vör­urn­ar geta lækn­að Ebóla-smit. Ís­lensk­ar kon­ur sem dreifa vör­un­um segja tengslamark­aðs­setn­ingu nauð­syn­lega til að kenna fólki um virkni ilm­kjarna­ol­íu.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
5
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár