Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bakþankar Fréttablaðsins sagðir „móðgun við þolendur heimilisofbeldis“

„Af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eig­in­konu sinni?“ spyr bak­þanka­höf­und­ur Frétta­blaðs­ins, Lára G. Sig­urð­ar­dótt­ir, í pistli um skað­leg áhrif áfeng­is. Pist­ill­inn hef­ur ver­ið gagn­rýnd­ur fyr­ir að aflétta ábyrgð­inni af of­beld­is­mönn­um. „Það eru of­beld­is­menn beita of­beldi og engu ut­an­að­kom­andi er nokk­urn­tím­ann þar um að kenna,“ seg­ir María Lilja Þrast­ar­dótt­ir.

Bakþankar Fréttablaðsins sagðir „móðgun við þolendur heimilisofbeldis“
Gagnrýnin á skrif Láru María Lilja Þrastardóttir gagnrýnir pistil Láru harðlega og segir hættulegt að halda uppi slíkum hatursáróðri. Mynd: Kristinn Magnússon

„Af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni?“ spyr bakþankahöfundur Fréttablaðsins í dag, Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsufræðum. „Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. Flestir sem neyta áfengis tengja áfengi við slökun því etanól hægir á boðefnaskiptum í heilanum. Á sama tíma minnkar etanól dómgreind og athyglisgáfu, sem getur aukið árásarhneigð við minnsta tilefni.“

Pistill Láru, sem ber heitið Skaðvaldurinn, fjallar um skaðleg áhrif áfengis og tengsl neyslu þess við ofbeldi. „Það að maður gangi í skrokk á konu sinni eftir áfengisneyslu er einungis brot af birtingarmynd þessa mesta skaðvalds sem sögur fara af,“ segir Lára, sem lýsir atviki þar sem hún stendur við færiband á flugvelli í Evrópu og bíður eftir töskunni sinni þegar örvæntintarfull óp skera, þegar íslenskur karlmaður var að ganga í skrokk á eiginkonu sinni. „Ferðafélagar snúa manninn niður þar til öryggisverðir flytja hann á brott. Í nokkurra metra radíus við ofbeldismanninn liggja ótal litlar áfengisflöskur á víð og dreif.“

Pistil Láru má lesa í heild sinni á Vísi.

Móðgun við þolendur ofbeldis  

Pistillinn hefur vakið hörð viðbrögð kvenna sem hafa staðið framarlega í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, og gagnrýna þá nálgun að áfengi sé rót vandans. Sóley Tómasdóttir segir: „Fréttablaðið kaupir þennan pistil og birtir eins og ekkert sé sjálfsagðara árið 2017. Um að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Eins og ekkert sé athugavert við það. Drasl,“ segir Sóley.   

María Lilja Þrastardóttir bendir síðan á að þótt hún hafi oft orðið full hafi hún aldrei gengið í skrokk á maka sínum: „Það eru ofbeldismenn beita ofbeldi og engu utanaðkomandi er nokkurntímann þar um að kenna. Þar fyrir utan er líka snarundarlegt að Fréttablaðið hafi dælt út þessum skaðræðispósti í hvert hús, athugasemdalaust. Það er beinlínis hættulegt að halda uppi slíkum hatursáróðri. Þetta er victim-blaming af verstu sort. Við erum komin lengra en þetta,“ segir María Lilja á Facebook. 

„Það eru ofbeldismenn beita ofbeldi og engu utanaðkomandi er nokkurntímann þar um að kenna.“ 

Á femínískri Facebooksíðu KÞBAVD, sem stendur fyrir Konur þurfa bara að vera duglegri, var birt mynd af pistlinum, þar sem búið er að strika út hluta af setningu og skrifa yfir hana. Þar sem áður stóð „sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum,“ segir nú „sökudólgurinn er karlinn sem lemur konuna en ofbeldi karla gegn konum er heimsfaraldur sem yfirvöld hafa kerfisbundið horft framhjá alla tíð. Slíkt hefur þau áhrif að við höfum tilhneigingu til að horfa fram hjá honum raunverulega sökudólgi og reynum að afsaka hann og gjörðir hans með utanaðkomandi áhrifavöldum, svo sem áfengi, í stað þess að setja sökina þangað sem hún raunverulega á heima, hjá gerandanum og gerandanum einum.“ 

Með deilingu á myndinni segir að bakþankar Fréttablaðsins séu „móðgun við konur og móðgun við þolendur heimilisofbeldis.“

Ný útgáfaBúið er að breyta textanum á þá vegu að menn beri ábyrgð á ofbeldi sem þeir beita og ekkert afsaki það.

Um þriðjungur lýsti skaðlegum áhrifum áfengis 

Í rannsókn Ingibjargar Þórðardóttur á ofbeldi karla gegn konum í nánum parasamböndum var sérstaklega skoðað hvort tengsl séu á milli áfengisneyslu og ofbeldis. Rannsóknin var meistaraverkefni hennar í félagsráðgjöf og byggði á úttekt á gerendum sem hafa leitað í úrræðið Karlar til ábyrgðar, meðferðarrúræði fyrir karla sem beita ofbeldi. Þar lagði Ingibjörg upp með sex rannsóknarspurningar, meðal annars þessa: Eru karlar sem beita ofbeldi í parsamböndum líklegir til þess að eiga við áfengis og/eða vímuefnavanda að stríða?

Út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir við framkvæmd rannsóknarinnar var ekki unnt að draga ályktanir af áfengisvanda þátttakenda, en hins vegar var það persónulegt mat 28 prósent gerenda að undanfarið ár hefðu þeir hefðu notað áfengi eða aðra vímugjafa með skaðlegum hætti fyrir heilsufar þeirra eða samskipti. Þegar þeir lýstu ofbeldinu sem þeir höfðu beitt sögðust aðeins um 18 prósent gerenda hafa drukkið áfengi eða verið undir áhrifum vímuefna þegar þolandi varð hræddur við ofbeldið.

Reyndar töldu nokkrir gerendur að líkurnar á því að þeir beittu ofbeldi á ný myndu aukast ef þeir færu aftur að drekka áfengi og aðrir töldu áfengismeðferð lausn sinna mála.

Tengsl áfengis og ofbeldis  

Í ritgerð Ingibjargar er vísað í fyrri rannsóknir sem hafa gefið vísbendingar um að neysla áfengis og ofbeldis í parasamböndum tengist, þótt erfitt sé að meta hvort áfengisneysla auki líkur á ofbeldi eða öfugt.

Í úttekt frá árinu 2010 sem var gerð á útköllum lögreglunnar vegna heimilisofbeldis kom fram að rúmur helmingur gerenda var undir áhrifum vímuefna.

Í rannsókn sem var unnin fyrir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið árið 1997 kom fram að um 70 prósent kvenna töldu að áfengisneysla væri orsök ofbeldisins, en nánast jafn margar nefndu afbrýðissemi sem aðra ástæðu, auk þess sem beiðni um skilnað og ágreiningur um fjármál voru á meðal líklegra orsakaþátta.  

„Þeir sem beiti ofbeldi undir áhrifum áfengis telji sig frekar „komast upp með“ að beita því drukknir en þegar þeir eru ódrukknir“

Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á þessi tengsl, og bent hefur verið á að stærstur hluti þeirra sem glíma við alvarlegan áfengsisvanda beita konurnar sínar ekki ofbeldi.  „Jafnvel þó rannsóknir hafi sýnt að áfengi og ofbeldi tengist með einhverjum hætti, eru ekki allir á einu máli um hvernig þau tengsl séu. Bent hefur verið á að viðurkenning á ofbeldishegðun undir áhrifum áfengis sé lærð í samfélaginu og að þegar fólk er undir slíkum áhrifum slævist dómgreind manna til að meta aðstæður og hegðun, bæði sína og annarra.

Niðurstöður sumra rannsókna hafa gefið til kynna að þeir sem beiti ofbeldi undir áhrifum áfengis telji sig frekar „komast upp með“ að beita því drukknir en þegar þeir eru ódrukknir,“ segir í ritgerðinni.

Líklegri til þess að hafa þunglyndiseinkenni

Þá hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að karlar sem beita ofbeldi í nánum samböndum séu líklegri til að hafa þunglyndiseinkenni en karlar sem beita ekki slíku ofbeldi, óháð áfengisneyslu. Þunglyndi hefur mælst hærra hjá körlum sem beita konurnar sínar ofbeldi og eins körlum sem beita aðra ofbeldi en karla sem beita ekki ofbeldi.

Rannsóknir hafa líka gefið til kynna að karlar sem beiti konur sínar ofbeldi hafi lægra sjálfsmat en karlar sem gera það ekki. Aðrar rannsóknir hafa gefið til kynna að þeir sýni merki um meiri reiði og fjandskap heldur en karlar almennt, meiri árásargirni og andfélagslega hegðun en almennt. Í langtímarannsókn frá árinu 1994 kom fram að ósjálfstæði og árásargirni fyrir hjónaband juku líkur á andlegu ofbeldi eftir eitt og hálft ár í hjónabandi, sem auk síðan líkur á líkamlegu ofbeldi ári síðar.

Engin einföld leið til að útskýra ofbeldið

Niðurstaða Ingibjargar var sú að engin einföld leið væri til þess að útskýra af hverju menn beita konurnar sínar ofbeldi, heldur bendi niðurstöður rannsóknarinnar þvert á móti til þess að ofbeldi karla gegn konum í parasamböndum sé flókið ferli, sem í sumum tilfellum heldur áfram þótt gerandi fari úr einu sambandi í annað.

Vísbendingar séu um að gerendur beiti ofbeldi á fleiri sviðum lífsins, séu líklegir til að eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og séu líklegir til þess að hafa upplifað ofbeldi í æsku, hvort sem þeir hafi verið beittir því sjálfir eða orðið vitni að ofbeldi innan fjölskyldunnar.

Áhrif ofbeldisins voru víðtæk og höfðu neikvæð áhrif á líðan gerenda og samskipti þeirra við annað fólk, að þeirra sögn. Þeir upplifðu vanlíðan, skömm, sektarkennd og ótta, sem getur mögulega aukið líkurnar á endurteknu ofbeldi, þar sem lágt sjálfsmat, stjórnleysi og valdaleysi eru á meðal þeirra þátta sem eru taldir auka líkur á ofbeldi í parasamböndum. Gerendurnir sjálfir sögðust líta svo á að reiði þeirra, vanmáttur og léleg stjórn á skapinu væru ástæður þess að þeir beittu maka sinn ofbeldi.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
3
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
5
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár