Eyþór Arnalds, fjárfestir og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, eignaðist hlutabréf í orkufyrirtækinu Íslenskri vatnsorku ehf. sem fjárfestingarfélag forstjóra Samherja, Traðarsteinn ehf., hafði átt samhliða því að hann keypti hlutabréf útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Félagið Traðarsteinn ehf., sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu S. Guðmundsdóttur, átti rúmlega 23 prósenta hlut í Íslenskri vatnsorku ehf., félagi sem meðal annars vinnur að því að koma virkjunarkostinum Hagavatnsvirkjun við Langjökul í nýtingarflokk rammaáætlunar í lok árs 2016 en í árslok 2017 átti félag Þorsteins Más engin hlutabréf í félaginu.
Fjórir hluthafar voru í Íslenskri vatnsorku ehf. árið 2016, þar á meðal félög Eyþórs Arnalds og Þorsteins Más Baldvinssonar, en í lok árs 2017 hafði félag Þorsteins horfið úr hluthafahópnum. Samhliða þessu hafði eignarhlutur hinna tveggja annarra hluthafa aukist til muna, meðal annars hlutur Ramsesar ehf., eignarhaldsfélags Eyþórs Arnalds, sem …
Athugasemdir