Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur

Fjórð­ung­ur af öll­um skuld­um heim­il­anna er nú óverð­tryggð­ur, sam­kvæmt nýju riti Seðla­bank­ans. Bú­ist er við væg­um efna­hags­sam­drætti á ár­inu, en fjár­mála­kerf­ið sagt þola áföll.

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur
Seðlabankinn Áhrifin af samdrætti í ferðaþjónustu hafa verið vægari en búist var við. Mynd: Davíð Þór

Skuldir heimilanna hafa hækkað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, í fyrsta sinn frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleika, sem birt var í dag.

Í ritinu kemur fram að þó töluverð óvissa ríki um efnahagshorfur næstu misserin sé von á bjartari tíð á næsta ári. Líklega verði vægur efnahagssamdráttur á þessu ári, en áföll í ferðaþjónustu muni hafa minni áhrif á þjóðarbúskapinn en búist var við. Þá sé ólíklegt að nýleg áföll muni ógna fjármálastöðugleika, að því gefnu að alþjóðlegar efnahagshorfur versni ekki mikið og fjármálafyrirtækin varðveiti viðnámsþrótt sinn.

Samkvæmt ritinu námu skuldir heimilanna 76 prósent af landsframleiðslu í lok júní. Hlutfallið hækkaði um rúma eina prósentu undanfarið ár eftir að hafa nánast staðið í stað frá árinu 2016. Er það rekið til hægari vaxtar landsframleiðslu undanfarið. Þá kemur fram að íbúðaskuldir heimilanna hafi aukist, en aðrar skuldir heimilanna hafi verið greiddar niður á móti.

„Staða heimilanna hefur styrkst verulega á liðnum árum og er mjög góð í sögulegu samhengi,“ segir í ritinu. „Að öðru óbreyttu munu lækkandi skammtímavextir létta greiðslubyrði miðlist þeir út í útlánavexti og draga úr líkum á vanskilum í náinni framtíð. Heimilin ættu því að vera vel undir það búin að takast á við minni vöxt ráðstöfunartekna, sérstaklega ef atvinnuleysi eykst ekki mikið.“

Hins vegar hafa skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hækkað milli áranna 2017 og 2018, en þær höfðu lækkað í þeim skilningi stöðugt frá árinu 2010 til 2017, að hluta til vegna aukinna ráðstöfunartekna. „Á fyrstu átta mánuðum ársins var hlutfall óverðtryggðra útlána um 76% af hreinum nýjum lánum heimilanna samanborið við 67% á árinu 2018. Þessi þróun hefur leitt til þess að nú er um fjórðungur af öllum skuldum heimilanna óverðtryggður. Um 40% af nýjum lánum heimilanna voru veitt af lífeyrissjóðunum á fyrstu átta mánuðum ársins sem er nánast sama hlutfall og á sama tíma fyrir ári.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár