Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur

Fjórð­ung­ur af öll­um skuld­um heim­il­anna er nú óverð­tryggð­ur, sam­kvæmt nýju riti Seðla­bank­ans. Bú­ist er við væg­um efna­hags­sam­drætti á ár­inu, en fjár­mála­kerf­ið sagt þola áföll.

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur
Seðlabankinn Áhrifin af samdrætti í ferðaþjónustu hafa verið vægari en búist var við. Mynd: Davíð Þór

Skuldir heimilanna hafa hækkað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, í fyrsta sinn frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleika, sem birt var í dag.

Í ritinu kemur fram að þó töluverð óvissa ríki um efnahagshorfur næstu misserin sé von á bjartari tíð á næsta ári. Líklega verði vægur efnahagssamdráttur á þessu ári, en áföll í ferðaþjónustu muni hafa minni áhrif á þjóðarbúskapinn en búist var við. Þá sé ólíklegt að nýleg áföll muni ógna fjármálastöðugleika, að því gefnu að alþjóðlegar efnahagshorfur versni ekki mikið og fjármálafyrirtækin varðveiti viðnámsþrótt sinn.

Samkvæmt ritinu námu skuldir heimilanna 76 prósent af landsframleiðslu í lok júní. Hlutfallið hækkaði um rúma eina prósentu undanfarið ár eftir að hafa nánast staðið í stað frá árinu 2016. Er það rekið til hægari vaxtar landsframleiðslu undanfarið. Þá kemur fram að íbúðaskuldir heimilanna hafi aukist, en aðrar skuldir heimilanna hafi verið greiddar niður á móti.

„Staða heimilanna hefur styrkst verulega á liðnum árum og er mjög góð í sögulegu samhengi,“ segir í ritinu. „Að öðru óbreyttu munu lækkandi skammtímavextir létta greiðslubyrði miðlist þeir út í útlánavexti og draga úr líkum á vanskilum í náinni framtíð. Heimilin ættu því að vera vel undir það búin að takast á við minni vöxt ráðstöfunartekna, sérstaklega ef atvinnuleysi eykst ekki mikið.“

Hins vegar hafa skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hækkað milli áranna 2017 og 2018, en þær höfðu lækkað í þeim skilningi stöðugt frá árinu 2010 til 2017, að hluta til vegna aukinna ráðstöfunartekna. „Á fyrstu átta mánuðum ársins var hlutfall óverðtryggðra útlána um 76% af hreinum nýjum lánum heimilanna samanborið við 67% á árinu 2018. Þessi þróun hefur leitt til þess að nú er um fjórðungur af öllum skuldum heimilanna óverðtryggður. Um 40% af nýjum lánum heimilanna voru veitt af lífeyrissjóðunum á fyrstu átta mánuðum ársins sem er nánast sama hlutfall og á sama tíma fyrir ári.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár