Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur

Fjórð­ung­ur af öll­um skuld­um heim­il­anna er nú óverð­tryggð­ur, sam­kvæmt nýju riti Seðla­bank­ans. Bú­ist er við væg­um efna­hags­sam­drætti á ár­inu, en fjár­mála­kerf­ið sagt þola áföll.

Skuldir heimilanna vaxa umfram tekjur
Seðlabankinn Áhrifin af samdrætti í ferðaþjónustu hafa verið vægari en búist var við. Mynd: Davíð Þór

Skuldir heimilanna hafa hækkað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, í fyrsta sinn frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleika, sem birt var í dag.

Í ritinu kemur fram að þó töluverð óvissa ríki um efnahagshorfur næstu misserin sé von á bjartari tíð á næsta ári. Líklega verði vægur efnahagssamdráttur á þessu ári, en áföll í ferðaþjónustu muni hafa minni áhrif á þjóðarbúskapinn en búist var við. Þá sé ólíklegt að nýleg áföll muni ógna fjármálastöðugleika, að því gefnu að alþjóðlegar efnahagshorfur versni ekki mikið og fjármálafyrirtækin varðveiti viðnámsþrótt sinn.

Samkvæmt ritinu námu skuldir heimilanna 76 prósent af landsframleiðslu í lok júní. Hlutfallið hækkaði um rúma eina prósentu undanfarið ár eftir að hafa nánast staðið í stað frá árinu 2016. Er það rekið til hægari vaxtar landsframleiðslu undanfarið. Þá kemur fram að íbúðaskuldir heimilanna hafi aukist, en aðrar skuldir heimilanna hafi verið greiddar niður á móti.

„Staða heimilanna hefur styrkst verulega á liðnum árum og er mjög góð í sögulegu samhengi,“ segir í ritinu. „Að öðru óbreyttu munu lækkandi skammtímavextir létta greiðslubyrði miðlist þeir út í útlánavexti og draga úr líkum á vanskilum í náinni framtíð. Heimilin ættu því að vera vel undir það búin að takast á við minni vöxt ráðstöfunartekna, sérstaklega ef atvinnuleysi eykst ekki mikið.“

Hins vegar hafa skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hækkað milli áranna 2017 og 2018, en þær höfðu lækkað í þeim skilningi stöðugt frá árinu 2010 til 2017, að hluta til vegna aukinna ráðstöfunartekna. „Á fyrstu átta mánuðum ársins var hlutfall óverðtryggðra útlána um 76% af hreinum nýjum lánum heimilanna samanborið við 67% á árinu 2018. Þessi þróun hefur leitt til þess að nú er um fjórðungur af öllum skuldum heimilanna óverðtryggður. Um 40% af nýjum lánum heimilanna voru veitt af lífeyrissjóðunum á fyrstu átta mánuðum ársins sem er nánast sama hlutfall og á sama tíma fyrir ári.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár