Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Trump gefur Tyrkjum skotleyfi á Norður-Sýrland

Banda­rísk stjórn­völd kúventu í gær af­stöðu sinni til inn­reið­ar tyrk­neska hers­ins í Norð­ur-Sýr­land. Hauk­ur Hilm­ars­son er tal­inn hafa fall­ið í árás­um Tyrkja á svæð­inu. Don­ald Trump hef­ur dreg­ið stuðn­ing Banda­ríkj­anna við her­sveit­ir Kúrda til baka.

Trump gefur Tyrkjum skotleyfi á Norður-Sýrland
Donald Trump og Haukur Hilmarsson Haukur er talinn hafa látið lífið í árásum Tyrkja.

Tyrkneski herinn mun að líkindum auka ítök sín í Norður-Sýrlandi og ráðast gegn hersveitum Kúrda eftir kúvendingu frá Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Haukur Hilmarsson er sagður hafa látist í slíkum hernaði í fyrra þar sem hann studdi sýrlenska Kúrda í baráttu við hryðjuverkasamtökin ISIS.

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gærkvöldi um meiriháttar stefnubreytingu gagnvart hernaðaraðgerðum Tyrkja í Norður-Sýrlandi. Eftir símtal við Recep Erdogan, forseta Tyrklands, hefur Trump ákveðið að draga herlið sín frá svæðinu, þar sem þau hafa í samvinnu við hersveitir sýrlenskra Kúrda hrakið ISIS frá svæðinu. Tyrkir líta á sveitir Kúrda sem hryðjuverkahópa og hafa lengi beitt sér fyrir því að Bandaríkin hætti stuðningi sínum við þær.

Hinn 6. mars 2018 bárust fréttir þess efnis að Haukur Hilmarsson hefði fallið í árás Tyrklandshers á Afrin-hérað í Norðvestur-Sýrlandi, en þangað var Haukur kominn til að leggja Rojava-byltingu sýrlenskra Kúrda lið. Mikil óvissa ríkir um afdrif hans og hafa vinir og fjölskylda ekki fengið svör um hvað raunverulega átti sér stað.

Í norðurhluta Sýrlands hafa íbúar stofnað til sjálfstjórnarríkis innan Sýrlands, sem kallað er Rojava. Stjórnarskrá ríkisins var samþykkt 2014 og vakti hún athygli fyrir áherslur á trúfrelsi, jafnrétti kynjanna, réttindi minnihlutahópa og beint lýðræði.

Hersveitir Kúrda á svæðinu kallast SDF og innihalda meðal annars hersveitina sem Haukur gekk til liðs við. Með stuðningi Bandaríkjahers hefur SDF tekist að sigra ISIS-hópa í Rojava, auk annarra hópa íslamista tengda Al-Qaeda og sýrlenska hópa sem studdir eru af Tyrkjum. Tyrknesk stjórnvöld telja hersveitirnar vera tengdar kúrdíska verkamannaflokknum PKK sem barist hefur fyrir sjálfstæði Kúrdistan og er skilgreindur sem hryðjuverkahópur af NATO.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur einnig fram að stjórnvöld hafi þrýst á Frakkland, Þýskaland og önnur Evrópuríki að taka aftur við ISIS hermönnum sem komu þaðan upphaflega, en að slíku hafi verið neitað. Bandaríkin muni ekki halda þeim fangelsuðum á kostnað skattborgara og því verði þeir afhentir tyrkneskum yfirvöldum, sem verði ábyrg fyrir öllum þeim sem handsamaðir voru síðustu tvö ár í átökunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár