Hruni íslensku bankanna hefði mátt afstýra þegar bankastjórar þeirra funduðu á heimili Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra vorið 2006. Seðlabankinn hefði þá getað gripið til aðgerða og Landsbankinn hefði ekki getað stofnað til Icesave-reikninganna.
Þetta er mat Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra, í nýútkominni bók hans. „Sumir segja að stjórnvöld, Seðlabankinn og viðskiptabankar hefðu lítið getað aðhafst 2006 og 2007,“ skrifar Øygard. „Það er einfaldlega ekki rétt.“
Bókin Øygard ber titilinn „Í víglínu íslenskra fjármála“ og inniheldur fjölda frásagna af samskiptum hans við stjórnmálamenn og aðila í fjármálaheiminum um orsakir og afleiðingar bankahrunsins 2008. Øygard er norskur hagfræðingur sem gegndi embætti seðlabankastjóra á Íslandi frá febrúar til ágúst 2009. Hann var kallaður til af minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í ársbyrjun 2009 til að fylla skarð Davíðs Oddssonar eftir að honum var ýtt úr Seðlabanka Íslands með lagabreytingu.
Athugasemdir