Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki minn­ast um­ræðu um ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands vegna um­sókn­ar um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008. Ís­land var ekki kerf­is­lega mik­il­vægt sam­kvæmt við­töl­um í bók Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra.

Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
Svein Harald Øygard og Timothy Geithner Í viðtali vegna bókar Svein kemur fram að Bandaríski seðlabankinn hafi tekið umsókn Íslands um gjaldeyrisskiptasamning alvarlega.

Timothy Geithner, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að í bankahruninu 2008 hafi Ísland aldrei átt möguleika á gjaldeyrisskiptasamningi við Seðlabanka Bandaríkjanna, þrátt fyrir söguleg tengsl ríkjanna í utanríkismálum. „Segja má að ef einhver hringir frá ríki þar sem bankakerfið nemur nífaldri vergri landsframleiðslu og fer fram á gjaldeyrisskipti sé líklega aðeins eitt svar sem kemur til greina, segir Geithner. „Því miður, skakkt númer. Hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.““

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra, sem kemur út í íslenskri þýðingu á morgun. Bókin ber titilinn „Í víglínu íslenskra fjármála“ og inniheldur fjölda frásagna af samskiptum Øygard við stjórnmálamenn og aðila í fjármálaheiminum um orsakir og afleiðingar bankahrunsins 2008.

Øygard er norskur hagfræðingur sem gegndi embætti seðlabankastjóra á Íslandi frá febrúar til ágúst 2009. Hann var kallaður til af minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í ársbyrjun 2009 til að fylla skarð Davíðs Oddssonar eftir að honum var ýtt úr Seðlabanka Íslands með lagabreytingu.

„Fyrir hrunið 2008 bentu allir á Ísland þegar stórar fjármálabólur komu til tals“

Í bókinni er viðtal við Geithner, sem var bankastjóri Seðlabankans í New York þegar íslensku bankarnir hrundu, en tók við sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Barack Obama í janúar 2009. „Fyrir hrunið 2008 bentu allir á Ísland þegar stórar fjármálabólur komu til tals,“ er haft eftir Geithner. „Reyndar voru þær víða annars staðar. Við vorum ekki með neitt Íslandsteymi.“

Í hringiðu hrunsins var mikið rætt um ástæður þess að Bandaríkin höfnuðu því að gera gjaldeyrisskiptasamning við Ísland, þrátt fyrir sterk tengsl í utanríkismálum frá Seinni heimsstyrjöld. „Ég minnist ekki neinnar umræðu um stefnu í utanríkismálum þegar Ísland var tekið til skoðunar,“ segir Geithner. „Þegar beiðni er studd röksemdum sem varða markmið stefnu í utanríkismálum vísum við á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Slík rök stuðla vissulega að stuðningi okkar með milligöngu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en duga ekki í gjaldeyrisskiptum.“

Geir Haarde og Davíð OddssonHaustið 2008 leituðu stjórnvöld til vinaþjóða um aðstoð við að leysa úr vanda fjármálakerfisins.

Seðlabanki Bandaríkjanna gerði slíka samninga við Danmörku, Noreg og Svíþjóð í lok september 2008. Geithner segir Norðurlöndin ekki hafa talist til miðstöðva fjármála og því ekki verið í forgangi vegna slíkra samninga, en þó hafi þessi þrjú komist á blað í greiningunni. „Hugmyndin var að búa til úrvalslista yfir ríki. Þau væru flokkuð eftir grundvallarstyrkleika. Maður skoðaði svo áhættuþætti í tilteknu ríki og hugsanleg áhrif þeirra á fjármálakerfið í heild og á Bandaríkin og myndaði sér skoðun á því hvort þetta gæti mögulega gengið.“

Misstu trúna á íslenska hagkerfinu

Samkvæmt þeim viðtölum sem Øygard tók var beiðni Íslendinga tekin alvarlega. Starfsfólk Seðlabanka Bandaríkjanna segir hana hafa verið greinda með tilliti til skilyrða bankans. „Ísland kom ekki vel út,“ segir háttsettur starfsmaður. „Ísland þurfti á lánsheimildum að halda en ekki gjaldeyrisskiptum.“

„Þetta er eitthvert það flóknasta kerfi sem ég hef nokkurn tíma séð.“

„Teikning var gerð af innbyrðis tengslum eigenda íslensku bankanna,“ segir Terrence Checki, yfirmaður nýrra markaða og alþjóðamála hjá Bandaríska seðlabankanum, en hann annaðist undirbúning málsins. „Þetta er eitthvert það flóknasta kerfi sem ég hef nokkurn tíma séð.“

Talið var að ákvörðun um að veita Íslandi fyrirgreiðslu hefði aldrei staðist skoðun gagnvart Bandaríkjaþingi þar sem landið hafi ekki verið kerfislega mikilvægt. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að 1 til 2 milljarða bandaríkjadollara gjaldmiðilsskipti yrðu að litlu gagni við að koma í veg fyrir að menn misstu trúna á þessu 170 milljarða dollara efnahagskerfi,“ var haft eftir Nathan Sheets, hagfræðingi við Bandaríska seðlabankann. „Af þeirri ástæðu mæltum við starfsmennirnir gegn því að komið yrði á gjaldeyrisskiptum við Ísland.“

Málstofa um bók Øygard fer fram kl. 16 á morgun, þriðjudaginn 1. október, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Að loknum fyrirlestri Øygard verða pallborðsumræður með Gunnari Haraldssyni, formanni fjármálaráðs, Gylfa Magnússyni, dósent og fyrrverandi ráðherra, Kristrúnu Heimisdóttur, lögfræðingi og fyrrverandi aðstoðarmanni ráðherra, og Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fyrrverandi alþingismanni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hrunið

Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
FréttirHrunið

Orð Geit­hner á skjön við hrun­skýrslu Hann­es­ar

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands aldrei hafa ver­ið rædda þeg­ar hug­mynd­um um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008 var hafn­að. Í skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar sagði hann ástæð­una vera að Ís­land hefði ekki leng­ur ver­ið hern­að­ar­lega mik­il­vægt í aug­um Banda­ríkj­anna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár