Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki minn­ast um­ræðu um ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands vegna um­sókn­ar um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008. Ís­land var ekki kerf­is­lega mik­il­vægt sam­kvæmt við­töl­um í bók Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra.

Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
Svein Harald Øygard og Timothy Geithner Í viðtali vegna bókar Svein kemur fram að Bandaríski seðlabankinn hafi tekið umsókn Íslands um gjaldeyrisskiptasamning alvarlega.

Timothy Geithner, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að í bankahruninu 2008 hafi Ísland aldrei átt möguleika á gjaldeyrisskiptasamningi við Seðlabanka Bandaríkjanna, þrátt fyrir söguleg tengsl ríkjanna í utanríkismálum. „Segja má að ef einhver hringir frá ríki þar sem bankakerfið nemur nífaldri vergri landsframleiðslu og fer fram á gjaldeyrisskipti sé líklega aðeins eitt svar sem kemur til greina, segir Geithner. „Því miður, skakkt númer. Hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.““

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóra, sem kemur út í íslenskri þýðingu á morgun. Bókin ber titilinn „Í víglínu íslenskra fjármála“ og inniheldur fjölda frásagna af samskiptum Øygard við stjórnmálamenn og aðila í fjármálaheiminum um orsakir og afleiðingar bankahrunsins 2008.

Øygard er norskur hagfræðingur sem gegndi embætti seðlabankastjóra á Íslandi frá febrúar til ágúst 2009. Hann var kallaður til af minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í ársbyrjun 2009 til að fylla skarð Davíðs Oddssonar eftir að honum var ýtt úr Seðlabanka Íslands með lagabreytingu.

„Fyrir hrunið 2008 bentu allir á Ísland þegar stórar fjármálabólur komu til tals“

Í bókinni er viðtal við Geithner, sem var bankastjóri Seðlabankans í New York þegar íslensku bankarnir hrundu, en tók við sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Barack Obama í janúar 2009. „Fyrir hrunið 2008 bentu allir á Ísland þegar stórar fjármálabólur komu til tals,“ er haft eftir Geithner. „Reyndar voru þær víða annars staðar. Við vorum ekki með neitt Íslandsteymi.“

Í hringiðu hrunsins var mikið rætt um ástæður þess að Bandaríkin höfnuðu því að gera gjaldeyrisskiptasamning við Ísland, þrátt fyrir sterk tengsl í utanríkismálum frá Seinni heimsstyrjöld. „Ég minnist ekki neinnar umræðu um stefnu í utanríkismálum þegar Ísland var tekið til skoðunar,“ segir Geithner. „Þegar beiðni er studd röksemdum sem varða markmið stefnu í utanríkismálum vísum við á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Slík rök stuðla vissulega að stuðningi okkar með milligöngu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en duga ekki í gjaldeyrisskiptum.“

Geir Haarde og Davíð OddssonHaustið 2008 leituðu stjórnvöld til vinaþjóða um aðstoð við að leysa úr vanda fjármálakerfisins.

Seðlabanki Bandaríkjanna gerði slíka samninga við Danmörku, Noreg og Svíþjóð í lok september 2008. Geithner segir Norðurlöndin ekki hafa talist til miðstöðva fjármála og því ekki verið í forgangi vegna slíkra samninga, en þó hafi þessi þrjú komist á blað í greiningunni. „Hugmyndin var að búa til úrvalslista yfir ríki. Þau væru flokkuð eftir grundvallarstyrkleika. Maður skoðaði svo áhættuþætti í tilteknu ríki og hugsanleg áhrif þeirra á fjármálakerfið í heild og á Bandaríkin og myndaði sér skoðun á því hvort þetta gæti mögulega gengið.“

Misstu trúna á íslenska hagkerfinu

Samkvæmt þeim viðtölum sem Øygard tók var beiðni Íslendinga tekin alvarlega. Starfsfólk Seðlabanka Bandaríkjanna segir hana hafa verið greinda með tilliti til skilyrða bankans. „Ísland kom ekki vel út,“ segir háttsettur starfsmaður. „Ísland þurfti á lánsheimildum að halda en ekki gjaldeyrisskiptum.“

„Þetta er eitthvert það flóknasta kerfi sem ég hef nokkurn tíma séð.“

„Teikning var gerð af innbyrðis tengslum eigenda íslensku bankanna,“ segir Terrence Checki, yfirmaður nýrra markaða og alþjóðamála hjá Bandaríska seðlabankanum, en hann annaðist undirbúning málsins. „Þetta er eitthvert það flóknasta kerfi sem ég hef nokkurn tíma séð.“

Talið var að ákvörðun um að veita Íslandi fyrirgreiðslu hefði aldrei staðist skoðun gagnvart Bandaríkjaþingi þar sem landið hafi ekki verið kerfislega mikilvægt. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að 1 til 2 milljarða bandaríkjadollara gjaldmiðilsskipti yrðu að litlu gagni við að koma í veg fyrir að menn misstu trúna á þessu 170 milljarða dollara efnahagskerfi,“ var haft eftir Nathan Sheets, hagfræðingi við Bandaríska seðlabankann. „Af þeirri ástæðu mæltum við starfsmennirnir gegn því að komið yrði á gjaldeyrisskiptum við Ísland.“

Málstofa um bók Øygard fer fram kl. 16 á morgun, þriðjudaginn 1. október, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Að loknum fyrirlestri Øygard verða pallborðsumræður með Gunnari Haraldssyni, formanni fjármálaráðs, Gylfa Magnússyni, dósent og fyrrverandi ráðherra, Kristrúnu Heimisdóttur, lögfræðingi og fyrrverandi aðstoðarmanni ráðherra, og Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fyrrverandi alþingismanni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hrunið

Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
FréttirHrunið

Orð Geit­hner á skjön við hrun­skýrslu Hann­es­ar

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands aldrei hafa ver­ið rædda þeg­ar hug­mynd­um um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008 var hafn­að. Í skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar sagði hann ástæð­una vera að Ís­land hefði ekki leng­ur ver­ið hern­að­ar­lega mik­il­vægt í aug­um Banda­ríkj­anna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár