Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjölmiðlafólk í boðsferð til Vopnafjarðar á kostnað James Ratcliffe

Full­trú­ar fjög­urra fjöl­miðla þáðu boð um flug frá Reykja­vík á blaða­manna­fund sem með­al ann­ars var hald­inn til að draga úr nei­kvæðri um­fjöll­un um fjár­fest­ing­ar Ratclif­fe.

Fjölmiðlafólk í boðsferð til Vopnafjarðar á kostnað James Ratcliffe
Brugðist við neikvæðri umfjöllun Fjölmiðlafólki var flogið austur á Vopnafjörð á kostnað James Ratcliffe í gær á blaðamannafund.

Fjölmiðlafólk frá í það minnsta fjórum fjölmiðlum þáði flug á kostnað James Ratcliffe frá Reykjavík austur á Vopnafjörð í gær þar sem haldinn var blaðamannafundur um áætlanir breska auðkýfingsins á svæðinu. Fundurinn var meðal annars haldinn með það í huga að draga úr neikvæðri umfjöllun um fjárfestingar Ratcliffe á Norðausturlandi.

Þau Aðalheiður Ámundadóttir blaðamaður og Ernir Eyjólfsson ljósmyndari frá Fréttablaðinu, Höskuldur Daði Magnússson blaðamaður og Haraldur Jónasson ljósmyndari frá Morgunblaðinu, Vilmundur Hansen blaðamaður á Bændablaðinu og Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður á Stöð 2 þáðu flugfarið austur á Vopnafjörð. Auk þeirra voru viðstaddir fréttamenn Ríkisútvarpsins og Austurfréttar, en hvorir tveggja komu á eigin vegum á fundinn. Blaðamannafundurinn var skipulagður af almannatengslafyrirtækinu KOM og sagði Óli Kr. Ármannsson, almannatengill þar, að boð á blaðamannafundinn hafi takmarkast af umfangi viðburðarins. Öllum stærstu fjömiðlum hafi verið boðið. Þegar bent var á að á Bændablaðinu starfi þrír blaðamenn auk ritstjóra, sagði Óli að vegna forfalla hefði blaðamanni Bændablaðsins boðist flugið.

Stundin fékk ekki tilkynningu um blaðamannafundinn

Stundinni barst ekki tilkynning um blaðamannafundinn og fékk ekki boð um að þiggja flug á Vopnafjörð á fundinn. Stundin hefur fjallað ítrekað og ítarlega um jarðakaup Ratcliffe og viðskiptafélaga hans en eins og þekkt er hefur hann keypt upp tugi jarða á Norðausturlandi síðustu ár, einkum í Vopnafirði og Þistilfirði. Hafa þau kaup vakið áhyggjur og umræðu, en frumvarp mun nú vera í vinnslu þar sem skilyrði fyrir jarðakaupum verða þrengd.

Stundin hlaut meðal annars verðlaun Blaðamannafélags Íslands í fyrra vegna rannsóknarblaðamennsku  fyrir umfjöllun um uppkaup auðmanna á íslenskum jörðum.

Fundurinn til að bregðast við neikvæðri umfjöllun

Umfjöllun MorgunblaðsinsFjallað var um áform James Ratcliffe um verndun laxastofna.

Umfjöllunarefni fundarins var að sögn uppbygging og verndun á villtum laxi á Íslandi. Ratcliffe sjálfur var ekki viðstaddur en stjórnarmenn í félögum hans sem eiga umræddar jarðir voru það. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Gísla Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Veiðfélagsins Strengs sem Ratcliffe á 87 prósenta hlut í, að neikvæð umfjöllun hafi dregið úr áhuga Ratcliffe og viðskiptafélaga á fjárfestingum. Spurður hvort verið væri að bregðast við slíkri neikvæðri umfjöllun með fundinum svaraði Gísli: „Já, meðal annars.“

„Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið““

Í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er fjallað um þátt fjölmiðla og niðurstaða skýrslunnar er sú að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist hlutverki sínu í aðdraganda hrunsins, þeir hafi ekki sýnt það aðhald sem krefjast megi af þeim. „Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið“. Þessi nánu tengsl sköpuðust sumpart með því að viðskiptafréttamenn tóku þátt í kynningarferðum þar sem „alls kyns menn úr viðskiptalífinu [...] voru með í för og það var hægt að spjalla við þá óformlega í einhverjum kokteilum“,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Boðsferðir fjölmiðlamanna hafa lengi tíðkast en þótt geta valdið hagsmunaárekstri hjá blaðamönnum. Þannig þótti Ríkisútvarpið brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands árið 2001 þegar fréttamaður ferðaðist á kostnað ísraelska ríkisins til Ísraels til að fjalla um deilu Ísraels og Palestínu. 

Ekki hefur komið fram að fjölmiðlafólk hafi þegið neinar gjafir eða fríðindi umfram frítt flug, ferð um svæðið og frían hádegisverð.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fréttamaður, undraðist á Twitter í gærkvöldi að fréttastofur og fréttamenn hefðu þegið flug austur á land á blaðamannafund fulltrúa Ratcliffe. Taldi hún að þeir fréttamenn sem það hefðu gert yrðu að skýra ástæður sínar fyrir því.  

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár