Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjölmiðlafólk í boðsferð til Vopnafjarðar á kostnað James Ratcliffe

Full­trú­ar fjög­urra fjöl­miðla þáðu boð um flug frá Reykja­vík á blaða­manna­fund sem með­al ann­ars var hald­inn til að draga úr nei­kvæðri um­fjöll­un um fjár­fest­ing­ar Ratclif­fe.

Fjölmiðlafólk í boðsferð til Vopnafjarðar á kostnað James Ratcliffe
Brugðist við neikvæðri umfjöllun Fjölmiðlafólki var flogið austur á Vopnafjörð á kostnað James Ratcliffe í gær á blaðamannafund.

Fjölmiðlafólk frá í það minnsta fjórum fjölmiðlum þáði flug á kostnað James Ratcliffe frá Reykjavík austur á Vopnafjörð í gær þar sem haldinn var blaðamannafundur um áætlanir breska auðkýfingsins á svæðinu. Fundurinn var meðal annars haldinn með það í huga að draga úr neikvæðri umfjöllun um fjárfestingar Ratcliffe á Norðausturlandi.

Þau Aðalheiður Ámundadóttir blaðamaður og Ernir Eyjólfsson ljósmyndari frá Fréttablaðinu, Höskuldur Daði Magnússson blaðamaður og Haraldur Jónasson ljósmyndari frá Morgunblaðinu, Vilmundur Hansen blaðamaður á Bændablaðinu og Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður á Stöð 2 þáðu flugfarið austur á Vopnafjörð. Auk þeirra voru viðstaddir fréttamenn Ríkisútvarpsins og Austurfréttar, en hvorir tveggja komu á eigin vegum á fundinn. Blaðamannafundurinn var skipulagður af almannatengslafyrirtækinu KOM og sagði Óli Kr. Ármannsson, almannatengill þar, að boð á blaðamannafundinn hafi takmarkast af umfangi viðburðarins. Öllum stærstu fjömiðlum hafi verið boðið. Þegar bent var á að á Bændablaðinu starfi þrír blaðamenn auk ritstjóra, sagði Óli að vegna forfalla hefði blaðamanni Bændablaðsins boðist flugið.

Stundin fékk ekki tilkynningu um blaðamannafundinn

Stundinni barst ekki tilkynning um blaðamannafundinn og fékk ekki boð um að þiggja flug á Vopnafjörð á fundinn. Stundin hefur fjallað ítrekað og ítarlega um jarðakaup Ratcliffe og viðskiptafélaga hans en eins og þekkt er hefur hann keypt upp tugi jarða á Norðausturlandi síðustu ár, einkum í Vopnafirði og Þistilfirði. Hafa þau kaup vakið áhyggjur og umræðu, en frumvarp mun nú vera í vinnslu þar sem skilyrði fyrir jarðakaupum verða þrengd.

Stundin hlaut meðal annars verðlaun Blaðamannafélags Íslands í fyrra vegna rannsóknarblaðamennsku  fyrir umfjöllun um uppkaup auðmanna á íslenskum jörðum.

Fundurinn til að bregðast við neikvæðri umfjöllun

Umfjöllun MorgunblaðsinsFjallað var um áform James Ratcliffe um verndun laxastofna.

Umfjöllunarefni fundarins var að sögn uppbygging og verndun á villtum laxi á Íslandi. Ratcliffe sjálfur var ekki viðstaddur en stjórnarmenn í félögum hans sem eiga umræddar jarðir voru það. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Gísla Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Veiðfélagsins Strengs sem Ratcliffe á 87 prósenta hlut í, að neikvæð umfjöllun hafi dregið úr áhuga Ratcliffe og viðskiptafélaga á fjárfestingum. Spurður hvort verið væri að bregðast við slíkri neikvæðri umfjöllun með fundinum svaraði Gísli: „Já, meðal annars.“

„Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið““

Í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er fjallað um þátt fjölmiðla og niðurstaða skýrslunnar er sú að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist hlutverki sínu í aðdraganda hrunsins, þeir hafi ekki sýnt það aðhald sem krefjast megi af þeim. „Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið“. Þessi nánu tengsl sköpuðust sumpart með því að viðskiptafréttamenn tóku þátt í kynningarferðum þar sem „alls kyns menn úr viðskiptalífinu [...] voru með í för og það var hægt að spjalla við þá óformlega í einhverjum kokteilum“,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Boðsferðir fjölmiðlamanna hafa lengi tíðkast en þótt geta valdið hagsmunaárekstri hjá blaðamönnum. Þannig þótti Ríkisútvarpið brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands árið 2001 þegar fréttamaður ferðaðist á kostnað ísraelska ríkisins til Ísraels til að fjalla um deilu Ísraels og Palestínu. 

Ekki hefur komið fram að fjölmiðlafólk hafi þegið neinar gjafir eða fríðindi umfram frítt flug, ferð um svæðið og frían hádegisverð.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fréttamaður, undraðist á Twitter í gærkvöldi að fréttastofur og fréttamenn hefðu þegið flug austur á land á blaðamannafund fulltrúa Ratcliffe. Taldi hún að þeir fréttamenn sem það hefðu gert yrðu að skýra ástæður sínar fyrir því.  

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár