Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa

Með­lim­ir Norð­ur­víg­is reyna að fela slóð sína á net­inu. Yngsti virki þátt­tak­and­inn er 17 ára, en hat­ursorð­ræða er kynnt ung­menn­um með gríni á net­inu. Að­ild­ar­um­sókn­ir fara með tölvu­pósti til dæmds of­beld­is­manns sem leið­ir nýnas­ista á Norð­ur­lönd­un­um. Nor­ræn­ir nýnas­ist­ar dvöldu í þrjá daga í skíða­skála í Bláfjöll­um fyrr í mán­uð­in­um.

Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Mótmæltu við sendiráðið Hér sjást nýnasistar mótmæla við sendiráð Finnlands við Túngötu í Reykjavík um síðustu jól. Norræna mótstöðuhreyfingin hefur verið bönnuð í Finnlandi.

Íslenskir nýnasistar nota netspjallborð til að sigta út nýja meðlimi og eru yngstu virku þátttakendurnir á táningsaldri. Meðlimir mótmæltu við finnska sendiráðið í Reykjavík eftir að Norræna mótstöðuhreyfingin var bönnuð í Finnlandi í fyrra og áttu þriggja daga fund í skíðaskála í Bláfjöllum nú í september. Leiðtogar hreyfingarinnar á Norðurlöndum gera kröfur til aðildarfélaganna um afköst, en margir þeirra hafa verið dæmdir fyrir hatursorðræðu og ofbeldi.

Eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar í samstarfi við sænska fjölmiðilinn Expo voru leiðtogar Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar frá Svíþjóð staddir á Íslandi í byrjun september. Embætti ríkislögreglustjóra taldi enga hættu vofa yfir vegna hópsins, en hreyfingin var nefnd í skýrslu embættisins um hryðjuverk. Íslandsdeild hennar kallar sig Norðurvígi.

Starfsemi nýnasista fer að miklu leyti fram á netinu og reyna þeir að fela slóð sína með ýmsum ráðum. Sumarið 2017 notuðu sumir meðlimir hópsins spjallborðið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Íslenskir nýnasistar

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár