Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa

Með­lim­ir Norð­ur­víg­is reyna að fela slóð sína á net­inu. Yngsti virki þátt­tak­and­inn er 17 ára, en hat­ursorð­ræða er kynnt ung­menn­um með gríni á net­inu. Að­ild­ar­um­sókn­ir fara með tölvu­pósti til dæmds of­beld­is­manns sem leið­ir nýnas­ista á Norð­ur­lönd­un­um. Nor­ræn­ir nýnas­ist­ar dvöldu í þrjá daga í skíða­skála í Bláfjöll­um fyrr í mán­uð­in­um.

Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Mótmæltu við sendiráðið Hér sjást nýnasistar mótmæla við sendiráð Finnlands við Túngötu í Reykjavík um síðustu jól. Norræna mótstöðuhreyfingin hefur verið bönnuð í Finnlandi.

Íslenskir nýnasistar nota netspjallborð til að sigta út nýja meðlimi og eru yngstu virku þátttakendurnir á táningsaldri. Meðlimir mótmæltu við finnska sendiráðið í Reykjavík eftir að Norræna mótstöðuhreyfingin var bönnuð í Finnlandi í fyrra og áttu þriggja daga fund í skíðaskála í Bláfjöllum nú í september. Leiðtogar hreyfingarinnar á Norðurlöndum gera kröfur til aðildarfélaganna um afköst, en margir þeirra hafa verið dæmdir fyrir hatursorðræðu og ofbeldi.

Eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar í samstarfi við sænska fjölmiðilinn Expo voru leiðtogar Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar frá Svíþjóð staddir á Íslandi í byrjun september. Embætti ríkislögreglustjóra taldi enga hættu vofa yfir vegna hópsins, en hreyfingin var nefnd í skýrslu embættisins um hryðjuverk. Íslandsdeild hennar kallar sig Norðurvígi.

Starfsemi nýnasista fer að miklu leyti fram á netinu og reyna þeir að fela slóð sína með ýmsum ráðum. Sumarið 2017 notuðu sumir meðlimir hópsins spjallborðið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Íslenskir nýnasistar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár