Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir Sjálfstæðismenn vilja „darwinisma fyrir sjúklinga en dúnmjúkan velferðarsósíalisma fyrir einkabílinn“

Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, gagn­rýndi Sjálf­stæð­is­menn harð­lega á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag. Ey­þór Arn­alds sagði ræðu henn­ar hlægi­lega.

Segir Sjálfstæðismenn vilja „darwinisma fyrir sjúklinga en dúnmjúkan velferðarsósíalisma fyrir einkabílinn“

„Það er alveg magnað með Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé flokkurinn sem tali fyrir ábyrgð einstaklings. Auka skal kostnaðarvitund hjá sjúklingum, umhverfisváin er eitthvað sem á að leysa með því að versla hluti eins bambustannbursta en þegar kemur að bílnum er talað fyrir gríðarlegum sósíalisma.“

Þetta sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðismanna um snjallvæðingu í umferðar- og ljósastýringu á borgarstjórnarfundi í dag. Hún sagði að slík áætlun væri þegar á dagskrá í borginni að frumkvæði meirihlutans og gert væri ráð fyrir fjármunum til innleiðingar snjalltækni í samgöngum í fjarhagsáætlun 2019.

Dóra sagði Sjálfstæðismenn töluðu aldrei fyrir persónulegri ábyrgð og einstaklingsbundnum lausnum í umræðu um einkabílinn. „Þá á hið opinbera alltaf að redda málunum,“ sagði hún. „Grimm einstaklingshyggja og Darwinismi fyrir sjúklinga en dúnmjúkur velferðarsósíalismi fyrir einkabílinn. Mislæg gatnamót hér, slaufu þar, jarðgöng og hraðbrautir sama hvað þær kosta fyrir einkabílinn og ef einhver vogar sér að leggja til skynsemi í fjármálum þar þá er slíkt stríðsyfirlýsing gegn fjölskyldum í borginni.“

Eyþór Arnalds gaf lítið fyrir málflutning Dóru og sagði ræðuna hennar aðhlátursefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár