Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Sjálfstæðismenn vilja „darwinisma fyrir sjúklinga en dúnmjúkan velferðarsósíalisma fyrir einkabílinn“

Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, gagn­rýndi Sjálf­stæð­is­menn harð­lega á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag. Ey­þór Arn­alds sagði ræðu henn­ar hlægi­lega.

Segir Sjálfstæðismenn vilja „darwinisma fyrir sjúklinga en dúnmjúkan velferðarsósíalisma fyrir einkabílinn“

„Það er alveg magnað með Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé flokkurinn sem tali fyrir ábyrgð einstaklings. Auka skal kostnaðarvitund hjá sjúklingum, umhverfisváin er eitthvað sem á að leysa með því að versla hluti eins bambustannbursta en þegar kemur að bílnum er talað fyrir gríðarlegum sósíalisma.“

Þetta sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðismanna um snjallvæðingu í umferðar- og ljósastýringu á borgarstjórnarfundi í dag. Hún sagði að slík áætlun væri þegar á dagskrá í borginni að frumkvæði meirihlutans og gert væri ráð fyrir fjármunum til innleiðingar snjalltækni í samgöngum í fjarhagsáætlun 2019.

Dóra sagði Sjálfstæðismenn töluðu aldrei fyrir persónulegri ábyrgð og einstaklingsbundnum lausnum í umræðu um einkabílinn. „Þá á hið opinbera alltaf að redda málunum,“ sagði hún. „Grimm einstaklingshyggja og Darwinismi fyrir sjúklinga en dúnmjúkur velferðarsósíalismi fyrir einkabílinn. Mislæg gatnamót hér, slaufu þar, jarðgöng og hraðbrautir sama hvað þær kosta fyrir einkabílinn og ef einhver vogar sér að leggja til skynsemi í fjármálum þar þá er slíkt stríðsyfirlýsing gegn fjölskyldum í borginni.“

Eyþór Arnalds gaf lítið fyrir málflutning Dóru og sagði ræðuna hennar aðhlátursefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár