Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Séreignarsparnaðarleiðin kostar Reykjavíkurborg um 750 milljónir á ári

Út­svar­s­tekjutap Reykja­vík­ur­borg­ar vegna sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ar­inn­ar á tíma­bil­inu 2014 til 2021 er met­ið á um fimm millj­arða króna. Sér­fræð­inga­hóp­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar lagð­ist gegn fram­leng­ingu úr­ræð­is­ins, enda nýt­ist það helst þeim tekju­hærri.

Séreignarsparnaðarleiðin kostar Reykjavíkurborg um 750 milljónir á ári

Alls gæti útsvarstekjutap Reykjavíkurborgar vegna skattfrjálsrar greiðslu séreignarsparnaðar inn á fasteignalán numið um fimm milljörðum króna á gildistíma úrræðisins, frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2021. 

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur metið kostnað sveitarfélaga vegna úrræðisins á 2 milljarða á ári, en þar af má gera ráð fyrir að borgin verði af útsvarstekjum sem nema um 700 til 750 milljónum króna. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 

Séreignarsparnaðarleiðin – heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst til að lækka höfuðstól húsnæðislána – var kynnt haustið 2013 sem hluti af skuldaleiðréttingunni svokölluðu. Þrátt fyrir að sérfræðingahópur og stýrihópur á vegum núverandi ríkisstjórnar hafi gagnrýnt leiðina og sagt hana einkum nýtast þeim tekjuhærri hefur ríkisstjórnin ákveðið að framlengja gildistíma úrræðisins til ársins 2021. Mun þetta rýra útsvarstekjustofn borgarinnar næstu árin.

Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, bendir á að með séreignarsparnaðarleiðinni hafi ríkið velt talsverðum kostnaði vegna húsnæðisstuðnings yfir á sveitarfélögin. 

„Árið 2017 fékk Reykjavíkurborg 244 m.kr. sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga til að bæta borgarsjóði þá tekjuskerðingu sem þau urðu fyrir þegar lög nr. 40/2014 um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána voru samþykkt á árinu 2014. Þetta sérstaka framlag bætti þó aðeins lítinn hluta af útsvarstekjustapi Reykjavíkurborgar, þ.e. 244 mkr af um 5.000 mkr,“ skrifar hann. „Gerð er krafa um það að Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum verði bætt það útsvarstekjutap að fullu sem hefur hlotist af ákvörðun Alþingis um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár