Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Innri endurskoðun: Borgarstjóri vanrækti stjórnunarlega skyldu sína í Braggamálinu

Skrif­stofa eigna og at­vinnu­þró­un­ar var „sett á sjálfs­stýr­ingu“ og blekkti borg­ar­ráð. „Borg­ar­stjóri hefði átt að gegna þeirri stjórn­un­ar­legu skyldu að fara yf­ir veru­leg frávik í verk­efn­um skrif­stof­unn­ar,“ seg­ir í skýrslu innri end­ur­skoð­un­ar.

Innri endurskoðun: Borgarstjóri vanrækti stjórnunarlega skyldu sína í Braggamálinu

Engin gögn hafa fundist um samskipti milli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, um endurgerð bragga og samliggjandi húsa við Nauthólsveg 100. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið.  

Greint er frá því að þótt borgarritari sé næsti yfirmaður skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hafi mál skrifstofunnar farið beint til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Því hafi ekki verið unnið samkvæmt réttri umboðskeðju.

Þrátt fyrir að mikil samskipti hafi verið milli Hrólfs og Dags allt frá stofnun skrifstofunnar ber þeim saman um að Degi hafi „ekki verið kunnugt um framvindu framkvæmda að Nauthólsvegi 100“, framkvæmda sem voru á hendi skrifstofunnar.

Þá liggja engar skriflegar heimildir fyrir um upplýsingagjöf frá skrifstofunni til borgarstjóra. Eins og DV greindi frá í nóvember síðastliðnum var tölvupóstum Hrólfs eytt í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar og einungis þau tölvupóstsgögn geymd sem hann kaus sjálfur að vista hjá skjalasafni borgarinnar.

Skrifstofan á „sjálfsstýringu“

Innri endurskoðun telur að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant við endurgerð bragga og samliggjandi húsa við Nauthólsveg 100 auk þess sem innkaupareglum, starfslýsingum og verkferlum hafi ekki verið fylgt til hlítar. Skýrslan er þungur áfellisdómur yfir störfum Hrólfs Jónssonar, en fram kemur að hann hafi sett skrifstofu eigna og atvinnuþróunar „á eins konar sjálfstýringu“ sem hafi bitnað á innra eftirliti og verklagi. Þá hafi upplýsingagjöf skrifstofunnar verið í molum. 

„Framúrkeyrsla var meðal annars skýrð með því að bragginn hafi verið friðaður, sem er rangt“

„Villandi og jafnvel rangar upplýsingar hafa verið lagðar fyrir borgarráð varðandi verkefnið, til dæmis í viðauka við fjárfestingaráætlun sem lagður var fyrir borgarráð í september 2017,“ segir í skýrslunni. „SEA láðist að óska eftir fjármagni í fjárfestingaráætlun ársins 2018 en þegar sótt var um viðbótarfjármagn í viðauka í ágúst 2018 er framúrkeyrsla meðal annars skýrð með því að bragginn hafi verið friðaður, sem er rangt. Í minnisblaði SEA til borgarráðs 19. september 2018 er því enn haldið fram að um friðun hússins hafi verið að ræða og enn fremur lagðar fram rangar upplýsingar varðandi tilboðsgjafana frá 2014. Rangar upplýsingar til borgarráðs eru býsna alvarlegt mál þar eð borgarráð byggir ákvarðanir sínar á þeim upplýsingum sem fyrir það er lagt.“ 

Fram kemur að Hrólfur hafi ekki upplýst borgarritara, borgarstjóra, fjármálahóp eða borgarráð um stöðu framkvæmdanna að Nauthólsvegi 100. Hann hafi „ekki getað skýrt hvernig á því stóð“. Borgarritari, þ.e. Stefán Eiríksson, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi báðir staðfest við innri endurskoðun að „þeir hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá SEA varðandi verkefnið“. 

Stefán og Dagur samt ábyrgir

Innri endurskoðun bendir á að það að Hrólfur hafi ekki upplýst yfirmenn sína um stöðu mála leysi þá ekki undan þeirri ábyrgð að hafa heildarsýn yfir rekstur einingarinnar og verkefni hennar. 

„Borgarritara ber sem yfirmanni skrifstofustjóra SEA að fylgjast með því sem er að gerast þar innan veggja með því að kalla eftir skýrslum um framvindu mála. Ekki er gerð sú krafa til næsta stjórnanda að vera inni í öllum málum starfseininga sem undir þá heyra þar sem umsjón með daglegum rekstri er falin næstráðanda. Hins vegar þarf borgarritari að vera upplýstur um frávik frá settum markmiðum, bæði fjárhagslegum og faglegum.“ 

„Borgarstjóri hefði átt að gegna þeirri stjórnunarlegu skyldu að fara yfir
veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar.“

Um ábyrgð borgarstjóra segir innri endurskoðun: „Borgarstjóri, sem starfaði samkvæmt því sem að ofan er ritað sem næsti yfirmaður skrifstofustjóra SEA, hefði átt að gegna þeirri stjórnunarlegu skyldu að fara yfir veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Í viðtali við Innri endurskoðun kvaðst borgarstjóri engar upplýsingar hafa fengið um framvindu framkvæmdanna að Nauthólsvegi 100 eftir að hann undirritaði leigusamninginn við HR/Grunnstoð í september 2015, að öðru leyti en því sem upplýst var í borgarráði.“

Borgarfulltrúar virkjuðu ekki eftirlitshlutverk sitt

Þá er einnig vikið að eftirlitshlutverki borgarfulltrúa og bent á að lítið af upplýsingum hafi verið lagt fyrir borgarráð. „Svo virðist sem eftirlitshlutverk borgarráðs hafi ekki verið virkjað, að minnsta kosti kallaði ráðið ekki eftir neinum frekari upplýsingum.“

Í kafla um upphaf framkvæmdanna er bent á að verkefnisstjórn Braggaframkvæmdanna hafi verið útvistað til arkitekts hjá Arkibúllunni sem tekið hafði þátt í hönnun húsanna. „Það er óheppileg ráðstöfun því við það myndast hagsmunaárekstrar hjá aðila sem bæði gegnir eftirlitshlutverki og er jafnframt einn af hönnuðum bygginganna,“ segir í skýrslunni.

„Svo virðist sem arkitektinn hafi haft töluverð áhrif á ákvarðanatöku og verkefnastjóri SEA ekki verið ýkja meðvitaður um að gæta ítrustu hagkvæmni. Hvort verkefnastjóri SEA bar ákvarðanir varðandi endurbygginguna undir sinn yfirmann ber frásögn þeirra ekki saman.“

„Helst má álykta að það hafi verið vegna þess
að fyrrverandi skrifstofustjóri og verkefnastjóri SEA voru kunnugir arkitektinum“

Fram kemur að ekki liggi ljóst fyrir hvers vegna Arkibúllan var valin til að hanna endurbygginguna. „Helst má álykta að það hafi verið vegna þess að fyrrverandi skrifstofustjóri og verkefnastjóri SEA voru kunnugir arkitektinum sem síðar varð verkefnisstjóri á byggingarstað. Sá var fyrrverandi starfsmaður borgarinnar. Ekki var haft samband við aðrar arkitektastofur varðandi hönnun né haldin hönnunarsamkeppni eins og stundum er gert.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár