Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Innri endurskoðun: Borgarstjóri vanrækti stjórnunarlega skyldu sína í Braggamálinu

Skrif­stofa eigna og at­vinnu­þró­un­ar var „sett á sjálfs­stýr­ingu“ og blekkti borg­ar­ráð. „Borg­ar­stjóri hefði átt að gegna þeirri stjórn­un­ar­legu skyldu að fara yf­ir veru­leg frávik í verk­efn­um skrif­stof­unn­ar,“ seg­ir í skýrslu innri end­ur­skoð­un­ar.

Innri endurskoðun: Borgarstjóri vanrækti stjórnunarlega skyldu sína í Braggamálinu

Engin gögn hafa fundist um samskipti milli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, um endurgerð bragga og samliggjandi húsa við Nauthólsveg 100. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið.  

Greint er frá því að þótt borgarritari sé næsti yfirmaður skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hafi mál skrifstofunnar farið beint til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Því hafi ekki verið unnið samkvæmt réttri umboðskeðju.

Þrátt fyrir að mikil samskipti hafi verið milli Hrólfs og Dags allt frá stofnun skrifstofunnar ber þeim saman um að Degi hafi „ekki verið kunnugt um framvindu framkvæmda að Nauthólsvegi 100“, framkvæmda sem voru á hendi skrifstofunnar.

Þá liggja engar skriflegar heimildir fyrir um upplýsingagjöf frá skrifstofunni til borgarstjóra. Eins og DV greindi frá í nóvember síðastliðnum var tölvupóstum Hrólfs eytt í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar og einungis þau tölvupóstsgögn geymd sem hann kaus sjálfur að vista hjá skjalasafni borgarinnar.

Skrifstofan á „sjálfsstýringu“

Innri endurskoðun telur að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant við endurgerð bragga og samliggjandi húsa við Nauthólsveg 100 auk þess sem innkaupareglum, starfslýsingum og verkferlum hafi ekki verið fylgt til hlítar. Skýrslan er þungur áfellisdómur yfir störfum Hrólfs Jónssonar, en fram kemur að hann hafi sett skrifstofu eigna og atvinnuþróunar „á eins konar sjálfstýringu“ sem hafi bitnað á innra eftirliti og verklagi. Þá hafi upplýsingagjöf skrifstofunnar verið í molum. 

„Framúrkeyrsla var meðal annars skýrð með því að bragginn hafi verið friðaður, sem er rangt“

„Villandi og jafnvel rangar upplýsingar hafa verið lagðar fyrir borgarráð varðandi verkefnið, til dæmis í viðauka við fjárfestingaráætlun sem lagður var fyrir borgarráð í september 2017,“ segir í skýrslunni. „SEA láðist að óska eftir fjármagni í fjárfestingaráætlun ársins 2018 en þegar sótt var um viðbótarfjármagn í viðauka í ágúst 2018 er framúrkeyrsla meðal annars skýrð með því að bragginn hafi verið friðaður, sem er rangt. Í minnisblaði SEA til borgarráðs 19. september 2018 er því enn haldið fram að um friðun hússins hafi verið að ræða og enn fremur lagðar fram rangar upplýsingar varðandi tilboðsgjafana frá 2014. Rangar upplýsingar til borgarráðs eru býsna alvarlegt mál þar eð borgarráð byggir ákvarðanir sínar á þeim upplýsingum sem fyrir það er lagt.“ 

Fram kemur að Hrólfur hafi ekki upplýst borgarritara, borgarstjóra, fjármálahóp eða borgarráð um stöðu framkvæmdanna að Nauthólsvegi 100. Hann hafi „ekki getað skýrt hvernig á því stóð“. Borgarritari, þ.e. Stefán Eiríksson, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi báðir staðfest við innri endurskoðun að „þeir hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá SEA varðandi verkefnið“. 

Stefán og Dagur samt ábyrgir

Innri endurskoðun bendir á að það að Hrólfur hafi ekki upplýst yfirmenn sína um stöðu mála leysi þá ekki undan þeirri ábyrgð að hafa heildarsýn yfir rekstur einingarinnar og verkefni hennar. 

„Borgarritara ber sem yfirmanni skrifstofustjóra SEA að fylgjast með því sem er að gerast þar innan veggja með því að kalla eftir skýrslum um framvindu mála. Ekki er gerð sú krafa til næsta stjórnanda að vera inni í öllum málum starfseininga sem undir þá heyra þar sem umsjón með daglegum rekstri er falin næstráðanda. Hins vegar þarf borgarritari að vera upplýstur um frávik frá settum markmiðum, bæði fjárhagslegum og faglegum.“ 

„Borgarstjóri hefði átt að gegna þeirri stjórnunarlegu skyldu að fara yfir
veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar.“

Um ábyrgð borgarstjóra segir innri endurskoðun: „Borgarstjóri, sem starfaði samkvæmt því sem að ofan er ritað sem næsti yfirmaður skrifstofustjóra SEA, hefði átt að gegna þeirri stjórnunarlegu skyldu að fara yfir veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Í viðtali við Innri endurskoðun kvaðst borgarstjóri engar upplýsingar hafa fengið um framvindu framkvæmdanna að Nauthólsvegi 100 eftir að hann undirritaði leigusamninginn við HR/Grunnstoð í september 2015, að öðru leyti en því sem upplýst var í borgarráði.“

Borgarfulltrúar virkjuðu ekki eftirlitshlutverk sitt

Þá er einnig vikið að eftirlitshlutverki borgarfulltrúa og bent á að lítið af upplýsingum hafi verið lagt fyrir borgarráð. „Svo virðist sem eftirlitshlutverk borgarráðs hafi ekki verið virkjað, að minnsta kosti kallaði ráðið ekki eftir neinum frekari upplýsingum.“

Í kafla um upphaf framkvæmdanna er bent á að verkefnisstjórn Braggaframkvæmdanna hafi verið útvistað til arkitekts hjá Arkibúllunni sem tekið hafði þátt í hönnun húsanna. „Það er óheppileg ráðstöfun því við það myndast hagsmunaárekstrar hjá aðila sem bæði gegnir eftirlitshlutverki og er jafnframt einn af hönnuðum bygginganna,“ segir í skýrslunni.

„Svo virðist sem arkitektinn hafi haft töluverð áhrif á ákvarðanatöku og verkefnastjóri SEA ekki verið ýkja meðvitaður um að gæta ítrustu hagkvæmni. Hvort verkefnastjóri SEA bar ákvarðanir varðandi endurbygginguna undir sinn yfirmann ber frásögn þeirra ekki saman.“

„Helst má álykta að það hafi verið vegna þess
að fyrrverandi skrifstofustjóri og verkefnastjóri SEA voru kunnugir arkitektinum“

Fram kemur að ekki liggi ljóst fyrir hvers vegna Arkibúllan var valin til að hanna endurbygginguna. „Helst má álykta að það hafi verið vegna þess að fyrrverandi skrifstofustjóri og verkefnastjóri SEA voru kunnugir arkitektinum sem síðar varð verkefnisstjóri á byggingarstað. Sá var fyrrverandi starfsmaður borgarinnar. Ekki var haft samband við aðrar arkitektastofur varðandi hönnun né haldin hönnunarsamkeppni eins og stundum er gert.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu