Einar Sigfússon er þekktur veiðimaður og hefur síðustu ár rekið laxveiðiána Norðurá í Borgarfirði og einnig Haffjarðará á Snæfellsnesi. Einar seldi á síðasta ári helmingshlut sinn í Haffjarðará og jarðir sem liggja að ánni til félags í eigu Óttars Magnús Yngvasonar, sem átti Haffjarðará til móts við Einar. Kaupverðið var um tveir milljarðar króna. Það er af þeim sökum sem Einar trónir á toppi lista skattgreiðenda í Garðabæ, vegna hinna gríðarháu sölutekna sem hann fékk fyrir Haffjarðaránna.
Alls hafði Einar ríflega 920 milljónir króna í fjármagnstekjur á ári. Almennar tekjur hans á mánuði numu rúmum 630 þúsund krónum og heildartekjurnar voru því tæpar 931 milljón á síðasta ári.
Athugasemdir