Vatn verður sífellt verðmætari auðlind eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga ágerast og mannskæðir þurrkar verða viðvarandi ástand víða í heiminum. Tæplega 800 milljónir manna hafa í dag ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og er því spáð að sú tala tvöfaldist á næstu árum. Á sama tíma eru stórfyrirtæki á borð við Nestlé og Coca-Cola að kaupa upp vatnslindir fyrir klink og mergsjúga þær til að geta selt vatnið aftur til skattborgara með mörg þúsund-faldri álagningu.
Eftir iðnbyltinguna í Evrópu og Norður-Ameríku á 19. öld flykktust milljónir frá sveitum til borganna þar sem atvinnu var að fá. Skortur á hreinlæti og vatni leiddi víða til hraðrar útbreiðslu skæðra sjúkdóma í mannmergðinni og þeir ríkustu kusu oft að kaupa lindarvatn í glerflöskum til að forðast að drekka úr menguðum brunnum.
Smám saman minnkaði þörfin, eftir því …
Athugasemdir