Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Tíu tekju­hæstu íbú­ar Seltjarn­ar­ness fengu rúm­lega 1,3 millj­arða króna í fjár­magn­s­tekj­ur í fyrra. Tveir starfs­menn þrota­bús Kaupþings og fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans í London eru á list­an­um.

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
Jóhann Pétur Reyndal Stjórnandi hjá þrotabúi Kaupþings var með hæstu launatekjurnar á Seltjarnarnesi. Mynd: mbl/Kristján Akureyri

Jóhann Pétur Reyndal, stjórnarformaður tískuvörumerkjanna Oasis, Warehouse og Karen Millen, var með hæstu mánaðarlaun Seltirninga í fyrra, 14 milljónir króna. Eru félögin öll í eigu þrotabús Kaupþings, þar sem Jóhann sinnir eignastýringu. Var hann með næsthæstar heildarárstekjur í sveitarfélaginu með 173 milljónir, en aðeins lítill hluti tekna hans voru fjármagnstekjur. Þetta kemur fram í álagningaskrá ríkisskattstjóra.

Fjármagnstekjur, þ.e. vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar, voru stærsta tekjulind þeirra tíu tekjuhæstu á Seltjarnarnesi. Námu þær í heild 1,3 milljörðum króna hjá þessum tíu aðilum. Tekjuhæstur var hins vegar Guðni Þórðarson, hinn áttræði stofnandi og framkvæmdastjóri Borgarplasts, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu í fyrra til fjárfestinasjóðsins Alfa framtaks. Numu fjármagnstekjur hans í fyrra 675 milljónum króna, en mánaðarlegar tekjur hans voru þar að auki 1,7 milljón króna. Sjöfn Guðmundsdóttir, kona Guðna og fyrrum hluthafi í Borgarplasti, er númer fimm á listanum með tæpar 112 milljónir í árstekjum, að líkindum mestmegnis vegna sölunnar.

Nafn Heildarárstekjur
Guðni Þórðarson 695.789.501
Jóhann Pétur Reyndal 173.027.979
Ingibjörg S Ásgeirsdóttir 165.927.348
Arnar Scheving Thorsteinsson 117.355.815
Sjöfn Guðmundsdóttir 111.713.103
Ragnheiður Lára Jónsdóttir 103.494.493
Ásbjörn Jónsson 98.749.998
Elmar Johnson 91.769.236
Róbert Vinsent Tómasson 91.612.496
Baldvin Valtýsson 91.246.950
Helgi Magnússon 89.843.717

Þriðja á listanum er Ingibjörg Svava Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi og áður lektor við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Launatekjur hennar námu aðeins 14 þúsund krónum á mánuði, en fjármagnstekjur 166 milljónum króna á árinu. Faðir hennar var Ásgeir Ásgeirsson lyfsali, sem var framkvæmdastjóri Pharmacho hf., sem seinna varð að Actavis.

Sá fjórði er annar starfsmaður þrotabús Kaupþings, Arnar Scheving Thorsteinsson. Námu launatekjur hans 9,6 milljónum króna á mánuði og heildarárstekjur 117 milljónum króna. Ragnheiður Lára Jónsdóttir er í sjötta sæti listans, en fjármagnstekjur hennar námu 102 milljónum króna á árinu. Eiginmaður hennar, Karl Harðarson, forstjóri ThorShip, lést á síðasta ári.

Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa og fleiri félaga í sjávarútvegi, kemur þar á eftir með rúmar 2,9 milljónir króna í mánaðarlaun. Auk þess námu fjármagnstekjur hans á árinu tæpum 64 milljónum króna. Elmar Johnson, læknir og einn af stofnendum ferðaþjónustunnar Guide to Iceland, fékk 80 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra, auk tæprar milljónar á mánuði í launatekjur.

Ásbjörn JónssonFramkvæmdastjóri Fiskkaupa, hér til hægri ásamt föður sínum Jóni Ásbjörnssyni, var sá sjöundi tekjuhæsti á Seltjarnarnesi.

Róbert Vinsent Tómasson, framkvæmdastjóri Cargo Express, fyrirtækis sem sérhæfir sig í loftflutningum, er í níunda sæti listans. Loks er Baldvin Valtýsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans í London og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Akrar Consult, sá tíundi tekjuhæsti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár