Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi Hrafns­son fékk 34,3 millj­ón­ir króna í árs­laun í fyrra, en fyr­ir­tæki sem hann kom að lentu í al­var­leg­um fjár­hags­vanda. Hann stofn­aði vef­mið­il­inn Vilj­ann í nóv­em­ber.

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórinn hækkaði í launum frá fyrra ári um 400 þúsund á mánuði. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, var með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði í laun samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Hafa mánaðarlaun hans hækkað frá 2017 þegar þau voru 2,5 milljónir króna, en þá rak Björn Ingi fjölmiðla Vefpressunnar.

Björn Ingi stofnaði Viljann í nóvember á síðasta ári og því ólíklegt að tekjur hans hafi að mestu komið frá því starfi. Var hann alls með 34,3 milljónir króna í árslaun í fyrra. Á tímabili átti hann félagið BOS ehf. sem rak Argentínu steikhús. Hefur það síðan verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Síðasta ár var stormasamt hjá Birni Inga. Hann var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókninni í byrjun árs 2019 og taldi ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. „En allt er gott sem endar vel,“ skrifaði Björn Ingi á Facebook þegar málinu var lokið. „Dag er farið að lengja og landið er að rísa.“

Þá greindi eiginkona Björns Inga, Kolfinna Von Arnardóttir, frá því í byrjun árs í færslu á Facebook að Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður hafi farið fram á persónulegt gjaldþrot hennar. Deilur hafa staðið á milli þeirra vegna fjárfestingar í fatamerkinu JÖR.

Nú síðast krafði Ríkisskattstjóri Björn Inga um tæpar 8 milljónir króna samkvæmt gerðarbók fjárnáms hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 12. júní. Gert var fjárnám í fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu