Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi Hrafns­son fékk 34,3 millj­ón­ir króna í árs­laun í fyrra, en fyr­ir­tæki sem hann kom að lentu í al­var­leg­um fjár­hags­vanda. Hann stofn­aði vef­mið­il­inn Vilj­ann í nóv­em­ber.

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórinn hækkaði í launum frá fyrra ári um 400 þúsund á mánuði. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, var með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði í laun samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Hafa mánaðarlaun hans hækkað frá 2017 þegar þau voru 2,5 milljónir króna, en þá rak Björn Ingi fjölmiðla Vefpressunnar.

Björn Ingi stofnaði Viljann í nóvember á síðasta ári og því ólíklegt að tekjur hans hafi að mestu komið frá því starfi. Var hann alls með 34,3 milljónir króna í árslaun í fyrra. Á tímabili átti hann félagið BOS ehf. sem rak Argentínu steikhús. Hefur það síðan verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Síðasta ár var stormasamt hjá Birni Inga. Hann var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókninni í byrjun árs 2019 og taldi ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. „En allt er gott sem endar vel,“ skrifaði Björn Ingi á Facebook þegar málinu var lokið. „Dag er farið að lengja og landið er að rísa.“

Þá greindi eiginkona Björns Inga, Kolfinna Von Arnardóttir, frá því í byrjun árs í færslu á Facebook að Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður hafi farið fram á persónulegt gjaldþrot hennar. Deilur hafa staðið á milli þeirra vegna fjárfestingar í fatamerkinu JÖR.

Nú síðast krafði Ríkisskattstjóri Björn Inga um tæpar 8 milljónir króna samkvæmt gerðarbók fjárnáms hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 12. júní. Gert var fjárnám í fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár