Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi Hrafns­son fékk 34,3 millj­ón­ir króna í árs­laun í fyrra, en fyr­ir­tæki sem hann kom að lentu í al­var­leg­um fjár­hags­vanda. Hann stofn­aði vef­mið­il­inn Vilj­ann í nóv­em­ber.

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórinn hækkaði í launum frá fyrra ári um 400 þúsund á mánuði. Mynd: Skjáskot af ÍNN

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, var með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði í laun samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Hafa mánaðarlaun hans hækkað frá 2017 þegar þau voru 2,5 milljónir króna, en þá rak Björn Ingi fjölmiðla Vefpressunnar.

Björn Ingi stofnaði Viljann í nóvember á síðasta ári og því ólíklegt að tekjur hans hafi að mestu komið frá því starfi. Var hann alls með 34,3 milljónir króna í árslaun í fyrra. Á tímabili átti hann félagið BOS ehf. sem rak Argentínu steikhús. Hefur það síðan verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Síðasta ár var stormasamt hjá Birni Inga. Hann var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókninni í byrjun árs 2019 og taldi ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. „En allt er gott sem endar vel,“ skrifaði Björn Ingi á Facebook þegar málinu var lokið. „Dag er farið að lengja og landið er að rísa.“

Þá greindi eiginkona Björns Inga, Kolfinna Von Arnardóttir, frá því í byrjun árs í færslu á Facebook að Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður hafi farið fram á persónulegt gjaldþrot hennar. Deilur hafa staðið á milli þeirra vegna fjárfestingar í fatamerkinu JÖR.

Nú síðast krafði Ríkisskattstjóri Björn Inga um tæpar 8 milljónir króna samkvæmt gerðarbók fjárnáms hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 12. júní. Gert var fjárnám í fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár