Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Nauð­ung­ar­upp­boð á fjór­um eign­um Björns Inga Hrafns­son­ar, rit­stjóra Vilj­ans, hafa ver­ið aug­lýst. Fjár­nám var gert að beiðni Rík­is­skatt­stjóra vegna tæp­lega 8 millj­óna króna skuld­ar.

Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Ríkisskattstjóri krafði Björn Inga Hrafnsson ritstjóra Viljans um tæpar 8 milljónir króna samkvæmt gerðarbók fjárnáms hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 12. júní síðastliðinn. Gert var fjárnám í fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfirði.

Nauðungaruppboð á eignunum fjórum hefur verið auglýst 22. ágúst hjá sýslumannsembættinu á Vesturlandi, en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Gerðarbeiðendur eru auk sýslumannsembættisins, Ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og Vátryggingafélag Íslands.

Kröfurnar nema alls 40 milljónum króna, um tíu milljónir króna í hverja af eignum Björns Inga. Foreldrar hans seldu honum Másstaði 2, auk fasteigna við Másstaði 3, 4 og 5 í apríl 2015. Umsamið kaupverð voru 95,2 milljónir króna og greiddist það með yfirtöku áhvílandi skulda, greiðslum og búseturétti foreldranna. Greiða foreldrarnir 200 þúsund krónur í mánaðarlega leigu sem ráðstafast til greiðslu hluta kaupverðsins sem nemur um 25 milljónum króna.

Skattrannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot Björns Inga lauk í febrúar og taldi skattrannsóknarstjóri ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Lögmaður Björns Inga sagði liggja í augum uppi að farið yrði í mál við ríkið og bóta krafist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár