Maður á sextugsaldri sem áreitti þroskaskerta unga konu kynferðislega var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands árið 2017. Maðurinn játaði háttsemina að hluta, meðal annars að hafa strokið konunni og fengið við það holdris, kysst hana á beran maga og látið hana snerta lim sinn utan klæða. Þetta dugði ekki til sakfellingar.
Í gögnum málsins kemur fram að maðurinn hafi haldið áfram að umgangast konuna og heimsótt hana með leyfi móður hennar og stjúpföður meðan málið var til rannsóknar lögreglu. Upplýsingar sem Stundin hefur undir höndum benda til þess að hann hafi borið á þau lítils háttar gjafir. „Ekki segja pabba þínum og [stjúpmóður] að ég sé að kíkja til þín öðru hvoru í vinnuna, þeim kemur það sko ekkert við,“ skrifaði hann til konunnar og spurði jafnframt hvernig móður hennar hefði þótt klukkan sem hann gaf henni.
„Ekki segja pabba þínum“
Lögreglan krafðist nálgunarbanns á manninn í tvígang og taldi ómögulegt …
Athugasemdir