Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ratcliffe skoðar kaup á Manchester United

Breski auð­mað­ur­inn James Ratclif­fe sem á fjölda jarða og vatns­rétt­indi á Norð­aust­ur­landi á fyr­ir knatt­spyrnu­fé­lag í Sviss og hef­ur einnig reynt að kaupa Chel­sea.

Ratcliffe skoðar kaup á Manchester United
James Ratcliffe Auðkýfingurinn hefur sætt gagnrýni vegna fyrirhugaðra flutninga til Mónakó, til að sleppa undan skattgreiðslum. Mynd: Ineos.com

James Ratcliffe, þriðji ríkasti maður Bretlands að mati The Sunday Times og landeigandi á Norðausturlandi, hefur spurst fyrir um kaup á knattspyrnuliðinu sögufræga Manchester United.

Ratcliffe hefur verið stuðningsmaður liðsins frá æsku að eigin sögn, en hann hefur áður sóst eftir að kaupa liðið Chelsea af rússneska auðkýfingnum Roman Abramovich. Að því fram kemur á íþróttavefnum utdreport er verðið sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, vill fá fyrir liðið of hátt að mati Ratcliffe.

Ratcliffe á fyrir knattspyrnuliðið FC Lausanne-Sport í Sviss. Hann er eigandi efnaframleiðslurisans Ineos, en fyrirtækið flutti tímabundið höfuðstöðvar sínar til bæjarins Rolle í Sviss til að spara sér skattgreiðslur.

Hann hefur sjálfur haft áform um að flytja lögheimili sitt til Mónakó til þess að sleppa við 4 milljarða punda í skattgreiðslur. Fjöldi breskra þingmanna hefur gagnrýnt Ratcliffe fyrir að vilja sleppa við greiðslur, enda hafi hann sem forstjóri Ineos beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir lægri umhverfissköttum og veikari reglugerðum þegar kemur að gasvinnslu með vökvabroti (e. fracking).

Með kaupum Ratcliffe á jörðum og vatnsréttindum á Norðausturlandi er talið að hann og viðskiptafélagar hans eigi nú um 1 prósent alls landsvæðis Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár