Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ratcliffe skoðar kaup á Manchester United

Breski auð­mað­ur­inn James Ratclif­fe sem á fjölda jarða og vatns­rétt­indi á Norð­aust­ur­landi á fyr­ir knatt­spyrnu­fé­lag í Sviss og hef­ur einnig reynt að kaupa Chel­sea.

Ratcliffe skoðar kaup á Manchester United
James Ratcliffe Auðkýfingurinn hefur sætt gagnrýni vegna fyrirhugaðra flutninga til Mónakó, til að sleppa undan skattgreiðslum. Mynd: Ineos.com

James Ratcliffe, þriðji ríkasti maður Bretlands að mati The Sunday Times og landeigandi á Norðausturlandi, hefur spurst fyrir um kaup á knattspyrnuliðinu sögufræga Manchester United.

Ratcliffe hefur verið stuðningsmaður liðsins frá æsku að eigin sögn, en hann hefur áður sóst eftir að kaupa liðið Chelsea af rússneska auðkýfingnum Roman Abramovich. Að því fram kemur á íþróttavefnum utdreport er verðið sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, vill fá fyrir liðið of hátt að mati Ratcliffe.

Ratcliffe á fyrir knattspyrnuliðið FC Lausanne-Sport í Sviss. Hann er eigandi efnaframleiðslurisans Ineos, en fyrirtækið flutti tímabundið höfuðstöðvar sínar til bæjarins Rolle í Sviss til að spara sér skattgreiðslur.

Hann hefur sjálfur haft áform um að flytja lögheimili sitt til Mónakó til þess að sleppa við 4 milljarða punda í skattgreiðslur. Fjöldi breskra þingmanna hefur gagnrýnt Ratcliffe fyrir að vilja sleppa við greiðslur, enda hafi hann sem forstjóri Ineos beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir lægri umhverfissköttum og veikari reglugerðum þegar kemur að gasvinnslu með vökvabroti (e. fracking).

Með kaupum Ratcliffe á jörðum og vatnsréttindum á Norðausturlandi er talið að hann og viðskiptafélagar hans eigi nú um 1 prósent alls landsvæðis Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár