Ratcliffe skoðar kaup á Manchester United

Breski auð­mað­ur­inn James Ratclif­fe sem á fjölda jarða og vatns­rétt­indi á Norð­aust­ur­landi á fyr­ir knatt­spyrnu­fé­lag í Sviss og hef­ur einnig reynt að kaupa Chel­sea.

Ratcliffe skoðar kaup á Manchester United
James Ratcliffe Auðkýfingurinn hefur sætt gagnrýni vegna fyrirhugaðra flutninga til Mónakó, til að sleppa undan skattgreiðslum. Mynd: Ineos.com

James Ratcliffe, þriðji ríkasti maður Bretlands að mati The Sunday Times og landeigandi á Norðausturlandi, hefur spurst fyrir um kaup á knattspyrnuliðinu sögufræga Manchester United.

Ratcliffe hefur verið stuðningsmaður liðsins frá æsku að eigin sögn, en hann hefur áður sóst eftir að kaupa liðið Chelsea af rússneska auðkýfingnum Roman Abramovich. Að því fram kemur á íþróttavefnum utdreport er verðið sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, vill fá fyrir liðið of hátt að mati Ratcliffe.

Ratcliffe á fyrir knattspyrnuliðið FC Lausanne-Sport í Sviss. Hann er eigandi efnaframleiðslurisans Ineos, en fyrirtækið flutti tímabundið höfuðstöðvar sínar til bæjarins Rolle í Sviss til að spara sér skattgreiðslur.

Hann hefur sjálfur haft áform um að flytja lögheimili sitt til Mónakó til þess að sleppa við 4 milljarða punda í skattgreiðslur. Fjöldi breskra þingmanna hefur gagnrýnt Ratcliffe fyrir að vilja sleppa við greiðslur, enda hafi hann sem forstjóri Ineos beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir lægri umhverfissköttum og veikari reglugerðum þegar kemur að gasvinnslu með vökvabroti (e. fracking).

Með kaupum Ratcliffe á jörðum og vatnsréttindum á Norðausturlandi er talið að hann og viðskiptafélagar hans eigi nú um 1 prósent alls landsvæðis Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár