Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ratcliffe skoðar kaup á Manchester United

Breski auð­mað­ur­inn James Ratclif­fe sem á fjölda jarða og vatns­rétt­indi á Norð­aust­ur­landi á fyr­ir knatt­spyrnu­fé­lag í Sviss og hef­ur einnig reynt að kaupa Chel­sea.

Ratcliffe skoðar kaup á Manchester United
James Ratcliffe Auðkýfingurinn hefur sætt gagnrýni vegna fyrirhugaðra flutninga til Mónakó, til að sleppa undan skattgreiðslum. Mynd: Ineos.com

James Ratcliffe, þriðji ríkasti maður Bretlands að mati The Sunday Times og landeigandi á Norðausturlandi, hefur spurst fyrir um kaup á knattspyrnuliðinu sögufræga Manchester United.

Ratcliffe hefur verið stuðningsmaður liðsins frá æsku að eigin sögn, en hann hefur áður sóst eftir að kaupa liðið Chelsea af rússneska auðkýfingnum Roman Abramovich. Að því fram kemur á íþróttavefnum utdreport er verðið sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, vill fá fyrir liðið of hátt að mati Ratcliffe.

Ratcliffe á fyrir knattspyrnuliðið FC Lausanne-Sport í Sviss. Hann er eigandi efnaframleiðslurisans Ineos, en fyrirtækið flutti tímabundið höfuðstöðvar sínar til bæjarins Rolle í Sviss til að spara sér skattgreiðslur.

Hann hefur sjálfur haft áform um að flytja lögheimili sitt til Mónakó til þess að sleppa við 4 milljarða punda í skattgreiðslur. Fjöldi breskra þingmanna hefur gagnrýnt Ratcliffe fyrir að vilja sleppa við greiðslur, enda hafi hann sem forstjóri Ineos beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir lægri umhverfissköttum og veikari reglugerðum þegar kemur að gasvinnslu með vökvabroti (e. fracking).

Með kaupum Ratcliffe á jörðum og vatnsréttindum á Norðausturlandi er talið að hann og viðskiptafélagar hans eigi nú um 1 prósent alls landsvæðis Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár