Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra úti­lok­ar ekki sam­ein­ingu Ari­on banka og Ís­lands­banka, en seg­ir að flók­ið væri ef rík­ið ætti eign­ar­hlut í banka með einka­að­il­um.

Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill að ríkið dragi úr umsvifum sínum á fjármálamarkaði. Hún telur hugmyndir um sameiningu Arion banka og Íslandsbanka mögulega stangast á við samkeppnissjónarmið.

„Við útilokum það ekki en höfum að sama skapi ekki skoðað kostinn sérstaklega,“ segir hún í viðtali við Morgunblaðið í dag. „Þetta eru hugmyndir sem komið hafa upp og eru því ekki nýtilkomnar. Það hefur verið bent á að hægt sé að ná fram aukinni hagræðingu í bankakerfinu með sameiningum.“

Morgunblaðið hefur að undanförnu fjallað um möguleikann á að auka megi verðmæti eignarhluta ríkisins í bönkunum tveimur með 40% hlut í sameinuðum banka. Katrín segir hins vegar að erfitt geti reynst að sameina banka sem eru bæði í eigu ríkisins og einkaaðila.

„Það þyrfti að greina slíkt mjög vandlega enda getur það verið afar vandasamt fyrir ríkið að vera meðeigandi í áhættusömum fjármálarekstri. Þess utan eykur það mjög á flækjustigið að vera með bæði einkaaðila og ríkið í rekstri á einum og sama bankanum,“ segir Katrín.

Þá telur hún mögulegt að sameining Íslandsbanka og Arion banka stangist á við samkeppnissjónarmið. Hagsmunir landsmanna verði hafðir að leiðarljósi við ákvarðanir, en til dæmis komi til greina að heimila bönkunum að vinna saman að innviðaþróun að undangengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins.

„Ríkisstjórnin er sammála um að draga verði úr eignarhaldi á bönkunum,“ segir Katrín. „Að okkar mati er mikilvægast að tryggja að kostnaður og áhætta almennings verði lágmörkuð. Þetta er ákveðin áhætta fyrir ríkið þó að ekkert bendi til þess núna að eignarhlutur ríkisins í bönkunum rýrni. Það er samt ekki að ástæðulausu sem við teljum skynsamlegt fyrir ríkið að vera ekki eins umsvifamikið á bankamarkaði og raun ber vitni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur
FréttirFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samn­ing­ur Rík­is­kaupa við Rapyd verði fram­lengd­ur

Ramma­samn­ing­ur um færslu­hirð­ingu ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd fyr­ir A-hluta stofn­an­ir renn­ur út 19. fe­brú­ar næst­kom­andi. Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir að ekki sé bú­ið að ákveða hvort samn­ing­ur­inn verði fram­lengd­ur en sam­kvæmt skil­mál­um er Rík­is­kaup­um heim­ilt að fram­lengja samn­ing­inn um eitt ár í við­bót.
Kapítalisminn á breytingaskeiði
ViðtalFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Kapí­tal­ism­inn á breyt­inga­skeiði

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í við­skipta­fræði og full­trúi í fjár­mála­ráði, seg­ir að líta verði til sam­fé­lags- og um­hverf­is­sjón­ar­miða í rekstri fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Hann tel­ur að reyna muni á Ís­land vegna al­þjóð­legr­ar efna­hags­þró­un­ar en að þjóð­in hafi tæki­færi til að inn­leiða nýj­ar hug­mynd­ir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár