Um þúsund manns gengu með regnbogafána um miðbæ Bialystok-borgar í norð-austurhluta Póllands síðastliðinn laugardag og hrópuðu slagorð til stuðnings hinsegin fólki. Þetta var í fyrsta skipti sem gleðiganga var haldin í þessari borg, sem telur um þrjú hundruð þúsund íbúa og er sú tíunda fjölmennasta í Póllandi. Óhætt er að segja að gleðin hafi hins vegar verið af skornum skammti þennan daginn en göngumönnum var mætt af miklu ofbeldi og hörku.
Um það bil fjögur þúsund manns úr röðum öfga hægrimanna, fótboltabullna og annarra andstæðinga hinsegin fólks voru mætt á svæðið til þess eins að mótmæla göngunni. Létu þeir öllu lauslegu rigna yfir gönguna, þar á meðal steinum, glerflöskum og hveiti sem mátti sjá skvettast út um glugga nærliggjandi blokkabygginga og yfir göngumenn. Óeirðarlögreglumenn komu í veg fyrir að ofbeldisseggirnir kæmust að göngufólkinu en um tuttugu voru að lokum handteknir.
Árásin vekur spurningar …
Athugasemdir