Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mótmælir hækkun leikskóla- og frístundagjalda á Seltjarnarnesi

Hækk­un gjald­skrár fer gegn lífs­kjara­samn­ing­un­um og er til kom­in vegna ta­prekst­urs og skulda­söfn­un­ar að sögn bæj­ar­full­trúa.

Mótmælir hækkun leikskóla- og frístundagjalda á Seltjarnarnesi

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkti að hækka gjaldskrár leikskóla og frístundar um 10 prósent á fundi sínum í dag. Bæjarfulltrúi í minnihluta segir hækkunina koma verst við fólk í viðkvæmri stöðu.

Halli var á rekstri Seltjarnarnesbæjar upp á 264 milljónir króna í fyrra, eða um 324 milljónum frá áætlun. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir gjaldskrárhækkunina vera viðbrögð við taprekstri og stóraukinni skuldsetningu undanfarin ár.

„Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og þær tillögur sem kynntar hafa verið snúa að því að hækka gjaldskrár eldri borgara, barnafjölskyldna og húsaleigu í félagslegu húsnæði bæjarins,“ segir Guðmundur Ari.

„Staðan á rekstri bæjarins er ekki ákjósanleg en þetta er staða sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á að koma öllum Seltirningum í. Það væri því mun manneskjulegri pólítík að allir bæjarbúar tækju þátt í viðsnúningi bæjarins í samræmi við tekjur sínar frekar en að hækka aðeins gjöld hjá hópum í viðkvæmri stöðu.“

Guðmundur Ari SigurjónssonBæjarfulltrúi segir hækkunina koma verst við fólk í viðkvæmri stöðu.

Guðmundur Ari segir hækkunina vera skýrt brot á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga. „Sambandið mæltist til þess að sveitarfélögin myndu ekki hækka gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda,“ segir hann. „Einnig mæltist Sambandið til þess að á árinu 2020 hækki gjaldskrár sveitarfélaga um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga verður lægri. Hækkun sem þessi er skýrt brot á þessari yfirlýsingu og er líkleg til að setja kjaraviðræður í enn meiri hnút.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár