Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mótmælir hækkun leikskóla- og frístundagjalda á Seltjarnarnesi

Hækk­un gjald­skrár fer gegn lífs­kjara­samn­ing­un­um og er til kom­in vegna ta­prekst­urs og skulda­söfn­un­ar að sögn bæj­ar­full­trúa.

Mótmælir hækkun leikskóla- og frístundagjalda á Seltjarnarnesi

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkti að hækka gjaldskrár leikskóla og frístundar um 10 prósent á fundi sínum í dag. Bæjarfulltrúi í minnihluta segir hækkunina koma verst við fólk í viðkvæmri stöðu.

Halli var á rekstri Seltjarnarnesbæjar upp á 264 milljónir króna í fyrra, eða um 324 milljónum frá áætlun. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir gjaldskrárhækkunina vera viðbrögð við taprekstri og stóraukinni skuldsetningu undanfarin ár.

„Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og þær tillögur sem kynntar hafa verið snúa að því að hækka gjaldskrár eldri borgara, barnafjölskyldna og húsaleigu í félagslegu húsnæði bæjarins,“ segir Guðmundur Ari.

„Staðan á rekstri bæjarins er ekki ákjósanleg en þetta er staða sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á að koma öllum Seltirningum í. Það væri því mun manneskjulegri pólítík að allir bæjarbúar tækju þátt í viðsnúningi bæjarins í samræmi við tekjur sínar frekar en að hækka aðeins gjöld hjá hópum í viðkvæmri stöðu.“

Guðmundur Ari SigurjónssonBæjarfulltrúi segir hækkunina koma verst við fólk í viðkvæmri stöðu.

Guðmundur Ari segir hækkunina vera skýrt brot á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga. „Sambandið mæltist til þess að sveitarfélögin myndu ekki hækka gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda,“ segir hann. „Einnig mæltist Sambandið til þess að á árinu 2020 hækki gjaldskrár sveitarfélaga um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga verður lægri. Hækkun sem þessi er skýrt brot á þessari yfirlýsingu og er líkleg til að setja kjaraviðræður í enn meiri hnút.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár