Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mótmælir hækkun leikskóla- og frístundagjalda á Seltjarnarnesi

Hækk­un gjald­skrár fer gegn lífs­kjara­samn­ing­un­um og er til kom­in vegna ta­prekst­urs og skulda­söfn­un­ar að sögn bæj­ar­full­trúa.

Mótmælir hækkun leikskóla- og frístundagjalda á Seltjarnarnesi

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkti að hækka gjaldskrár leikskóla og frístundar um 10 prósent á fundi sínum í dag. Bæjarfulltrúi í minnihluta segir hækkunina koma verst við fólk í viðkvæmri stöðu.

Halli var á rekstri Seltjarnarnesbæjar upp á 264 milljónir króna í fyrra, eða um 324 milljónum frá áætlun. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir gjaldskrárhækkunina vera viðbrögð við taprekstri og stóraukinni skuldsetningu undanfarin ár.

„Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og þær tillögur sem kynntar hafa verið snúa að því að hækka gjaldskrár eldri borgara, barnafjölskyldna og húsaleigu í félagslegu húsnæði bæjarins,“ segir Guðmundur Ari.

„Staðan á rekstri bæjarins er ekki ákjósanleg en þetta er staða sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á að koma öllum Seltirningum í. Það væri því mun manneskjulegri pólítík að allir bæjarbúar tækju þátt í viðsnúningi bæjarins í samræmi við tekjur sínar frekar en að hækka aðeins gjöld hjá hópum í viðkvæmri stöðu.“

Guðmundur Ari SigurjónssonBæjarfulltrúi segir hækkunina koma verst við fólk í viðkvæmri stöðu.

Guðmundur Ari segir hækkunina vera skýrt brot á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga. „Sambandið mæltist til þess að sveitarfélögin myndu ekki hækka gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda,“ segir hann. „Einnig mæltist Sambandið til þess að á árinu 2020 hækki gjaldskrár sveitarfélaga um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga verður lægri. Hækkun sem þessi er skýrt brot á þessari yfirlýsingu og er líkleg til að setja kjaraviðræður í enn meiri hnút.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár