Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mótmælir hækkun leikskóla- og frístundagjalda á Seltjarnarnesi

Hækk­un gjald­skrár fer gegn lífs­kjara­samn­ing­un­um og er til kom­in vegna ta­prekst­urs og skulda­söfn­un­ar að sögn bæj­ar­full­trúa.

Mótmælir hækkun leikskóla- og frístundagjalda á Seltjarnarnesi

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkti að hækka gjaldskrár leikskóla og frístundar um 10 prósent á fundi sínum í dag. Bæjarfulltrúi í minnihluta segir hækkunina koma verst við fólk í viðkvæmri stöðu.

Halli var á rekstri Seltjarnarnesbæjar upp á 264 milljónir króna í fyrra, eða um 324 milljónum frá áætlun. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir gjaldskrárhækkunina vera viðbrögð við taprekstri og stóraukinni skuldsetningu undanfarin ár.

„Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og þær tillögur sem kynntar hafa verið snúa að því að hækka gjaldskrár eldri borgara, barnafjölskyldna og húsaleigu í félagslegu húsnæði bæjarins,“ segir Guðmundur Ari.

„Staðan á rekstri bæjarins er ekki ákjósanleg en þetta er staða sem Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á að koma öllum Seltirningum í. Það væri því mun manneskjulegri pólítík að allir bæjarbúar tækju þátt í viðsnúningi bæjarins í samræmi við tekjur sínar frekar en að hækka aðeins gjöld hjá hópum í viðkvæmri stöðu.“

Guðmundur Ari SigurjónssonBæjarfulltrúi segir hækkunina koma verst við fólk í viðkvæmri stöðu.

Guðmundur Ari segir hækkunina vera skýrt brot á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga. „Sambandið mæltist til þess að sveitarfélögin myndu ekki hækka gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda,“ segir hann. „Einnig mæltist Sambandið til þess að á árinu 2020 hækki gjaldskrár sveitarfélaga um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga verður lægri. Hækkun sem þessi er skýrt brot á þessari yfirlýsingu og er líkleg til að setja kjaraviðræður í enn meiri hnút.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár