Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður Laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, segir að umfjöllun Stundarinnar um meinta nauðgun sem lögregla kaus að rannsaka ekki valdi henni verulegum áhyggjum af stöðu kynferðisbrotamála í íslensku réttarvörslukerfi. Málið sýni hve brýnt sé að koma á sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglunnar.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað um að lögregla og ríkissaksóknari hafi ekki talið tilefni til að rannsaka hvort nauðgun ætti sér stað þegar maður setti lim sinn í endaþarm 17 ára stúlku meðan hún svaf. Maðurinn viðurkenndi verknaðinn í yfirheyrslu vegna annars máls og sagðist hafa vitað að stúlkan, þá kærasta hans, væri mótfallin endaþarmsmökum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hóf ekki rannsókn, meint brot var ekki skráð í málaskrá, stúlkunni ekki skipaður réttargæslumaður og hún ekki látin vita af framburði mannsins. Kvaðst maðurinn sjálfur hafa verið sofandi og taldi því lögregla að háttsemin gæti ekki talist nauðgun eða kynferðisbrot. Hefur nú ríkissaksóknari komist að sömu niðurstöðu en samkvæmt niðurstöðu embættisins frá 11. júní 2019 verður „ekki […] séð að sakborningurinn hafi með framangreindum framburði sínum verið að viðurkenna nauðgun eða lýsa ásetningsverki“. 

Þórhildur Sunna fjallar um málið í færslu á Facebook.„Rannsóknarvaldið og ákæruvaldið skýlir sér á bak við það að maðurinn segist hafa verið sofandi á meðan hann nauðgaði konunni í endaþarm (í hvaða veruleika búa þau eiginlega?) til þess að hvítþvo viðbragðsleysi lögreglu eftir að maðurinn játar brotið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna gruns um annað kynferðisbrot,“ skrifar hún. 

„Það er svo margt í þessari grein sem vekur hjá mér ugg, veldur mér reiði og áhyggjum af stöðu kynferðisbrotamála í réttarvörslukerfinu. Áttum við ekki að vera komin lengra en þetta? Allt í góðu að nauðga stelpu á meðan það er "óvart" og vegna þess að "hann hætti um leið og hann vaknaði”?“

Þórhildur Sunna segir augljóst að koma verði á sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu. „Þessi grein uppljóstrar um helsjúka meðvirkni réttarvörslukerfisins með starfsháttum lögreglu sem lýsir sér best í því að héraðssaksóknari bíður ekki einu sinni eftir skýringum lögreglu á því hvers vegna hún gerði ekkert með þessa játningu mannsins áður en hann vísar málinu frá. Lögreglan þarf semsagt ekkert að svara fyrir sína starfshætti, héraðssaksóknari sér bara um að finna upp afsakanir fyrir hana! Þetta eru starfshættir stofnunarinnar sem á að hafa eftirlit og aðhald með störfum lögreglu! Samtryggingin er víða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár