Konur sem beittar hafa verið ofbeldi í sambandi upplifa framhald af ofbeldinu þegar þeim er gert að mæta kvalara sínum í sáttameðferð hjá sýslumanni.
„Kvöldið áður, þá gat ég ekki sofið, bara fyrir kvíða og stressi og vanlíðan. Ég nötraði og skalf öll innan í mér og mér fannst öll líffæri mín einhvern veginn riða.“
Þetta segir ein þeirra kvenna sem Jenný Kristín Valberg kynjafræðingur ræddi við í meistararitgerð sinni um upplifun brotaþola heimilisofbeldis af skilnaðarferli og sáttameðferð hjá sýslumanni. Samkvæmt íslenskum lögum er foreldrum sem skilja skylt að leita sátta hjá sýslumanni eða sáttamiðlara áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili eða umgengni.
„Þær þurftu ítrekað að mæta ofbeldismönnum sínum og ekki var tekið tillit til þess að ekki ríkti jafnræði …
Athugasemdir