Lúsmý hefur herjað á landsmenn í auknum mæli undanfarin ár, sér í lagi á Suðurlandi. Eftir því sem loftslag hlýnar verður auðveldara fyrir skordýr að setjast að á Íslandi og hætta á að mannfólk þurfi að þola bit með tilheyrandi kláða og óþægindum.
Flugurnar heita ceratopogonidae á latínu og eru stundum kallaðar „no-see-ums“ á ensku vegna smæðar sinnar. Hver fluga er einungis um 1,5 millimetrar að stærð og eru þær illræmdar blóðsugur sem ráðast á mannfólk í hópum, en fæstir verða varir við bitin fyrr en eftir á.
Til að halda lúsmý frá er best að passa að vatn standi ekki kjurt við híbýli manns eða í blómapottum, glösum og öðrum ílátum við opna glugga. Hægt er að gera aðgengi flugnanna að líkamanum erfiðara með því að ganga í síðerma fötum, síðum buxum, sokkum og skóm. Einnig er mögulegt að bera á líkamann ýmsar tegundir krema sem fæla burt flugur, …
Athugasemdir