Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, velti því upp á Al­þingi að kenna ætti sjón­ar­mið þeirra vís­inda­manna sem ef­ast um lofts­lags­breyt­ing­ar af manna­völd­um í grunn- og fram­halds­skól­um. Börn hafi áhyggj­ur af um­ræð­unni eins og hún er í dag.

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum verði kennd í grunn- og framhaldsskólum landsins.

Birgir ræddi um fréttir af því að umræðan um loftslagsmál væri að valda börnum áhyggjum í umræðum á Alþingi í dag. „Þá er svona spurning hvort það sé kannski eðlilegt að það fari fram fræðsla um þessi mál og eflaust eru þessi mál rædd í grunnskólum og framhaldsskólum. En það er svona spurning á hvaða forsendum sú fræðsla er,“ sagði Birgir.

„Nú er það þannig að það er hægt að nálgast langan lista af vísindamönnum sem telja til dæmis að þær loftslagsbreytingar sem við erum nú að upplifa séu af náttúrulegum orsökum,“ sagði Birgir. „Það er einnig hægt að nálgast langan lista af vísindamönnum sem telja að það sé ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um áhrif mannsins á loftslagsbreytingarnar. Og það er einnig hægt að nálgast langan lista af vísindamönnum sem telja að það séu óþekktar ástæður að baki þessum loftslagsmálum.“

Birgir nefndi könnun meðal barna sem hefði sýnt að þau hefðu áhyggjur af loftslagsbreytingum. „Það sem ég er einfaldlega að segja hér, herra forseti, er að í þessari umræðu og þá sérstaklega innan skólastigsins þá sé nú kannski mikilvægt að allir þessir þættir séu skoðaðir og öll rök skoðuð fyrir ástæðum þess að hér hefur hitastig á jörðinni hækkað og hækkað nokkuð hratt síðastliðin þrjátíu ár.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár