Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, velti því upp á Al­þingi að kenna ætti sjón­ar­mið þeirra vís­inda­manna sem ef­ast um lofts­lags­breyt­ing­ar af manna­völd­um í grunn- og fram­halds­skól­um. Börn hafi áhyggj­ur af um­ræð­unni eins og hún er í dag.

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum verði kennd í grunn- og framhaldsskólum landsins.

Birgir ræddi um fréttir af því að umræðan um loftslagsmál væri að valda börnum áhyggjum í umræðum á Alþingi í dag. „Þá er svona spurning hvort það sé kannski eðlilegt að það fari fram fræðsla um þessi mál og eflaust eru þessi mál rædd í grunnskólum og framhaldsskólum. En það er svona spurning á hvaða forsendum sú fræðsla er,“ sagði Birgir.

„Nú er það þannig að það er hægt að nálgast langan lista af vísindamönnum sem telja til dæmis að þær loftslagsbreytingar sem við erum nú að upplifa séu af náttúrulegum orsökum,“ sagði Birgir. „Það er einnig hægt að nálgast langan lista af vísindamönnum sem telja að það sé ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um áhrif mannsins á loftslagsbreytingarnar. Og það er einnig hægt að nálgast langan lista af vísindamönnum sem telja að það séu óþekktar ástæður að baki þessum loftslagsmálum.“

Birgir nefndi könnun meðal barna sem hefði sýnt að þau hefðu áhyggjur af loftslagsbreytingum. „Það sem ég er einfaldlega að segja hér, herra forseti, er að í þessari umræðu og þá sérstaklega innan skólastigsins þá sé nú kannski mikilvægt að allir þessir þættir séu skoðaðir og öll rök skoðuð fyrir ástæðum þess að hér hefur hitastig á jörðinni hækkað og hækkað nokkuð hratt síðastliðin þrjátíu ár.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár