Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Betri samskipti við Tyrkland vegna landsliðsins en Hauks: „Bara um að ræða mannslíf“

Eva Hauks­dótt­ir, móð­ir Hauks Hilm­ars­son­ar, seg­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið telja mik­il­væg­ara að miðla mál­um vegna tyrk­neska lands­liðs­ins en að kom­ast að hinu sanna um af­drif Hauks eft­ir loft­árás tyrk­neska hers­ins.

Betri samskipti við Tyrkland vegna landsliðsins en Hauks: „Bara um að ræða mannslíf“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, innan við tveimur sólarhringjum eftir að deila kom upp vegna meintrar móðgunar við tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu við komu þess til landsins. Eva Hauksdóttir segir þetta sýna að ráðuneytið telji málið mikilvægara en mál sonar síns, Hauks Hilmarssonar, sem talinn er hafa látist í loftárásum Tyrkja í Afrin í norðurhluta Sýrlands.

„Þegar fréttist að Haukur hefði farist í loftárás Tyrkja fór ég fram á að utanríkisráðuneytið hefði samband við ráðamenn í Tyrklandi til að fá það staðfest eða hrakið,“ skrifar Eva á Facebook. „Ég fékk þau svör að það væri „ekki hægt“, „þannig væru slík mál ekki unnin“, að allt yrði að fara „eftir diplómatískum kanölum“. Þegar bróðir Hauks, pabbi hans, systkini mín og fleiri úr hópi ættingja og vina sættu sig ekki við þau svör og neituðu að yfirgefa ráðuneytið fyrr en utanríkisráðherra fengist til að funda með fjölskyldunni var það svo skyndilega hægt.“

Eva segir að seinna hafi komið í ljós að samtal Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við varnarmálaráðherra Tyrklands hafi ekki verið að hans undirlagi, heldur hafi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, séð til þess að varnarmálaráðherrann hefði samband.

„En við skulum athuga að í því tilviki var líka bara um að ræða mannslíf,“ skrifar Eva. „Ekki eitthvað mikilvægt eins og það að láta tyrknesk stjórnvöld vita að ráðherra vildi alls ekki að menn væru að móðga landsliðið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár