Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
Tugmilljarða stækkun í kortunum Áætlanir Isavia í fyrra gerðu ráð fyrir að meira en 90 milljörðum yrði varið til uppbyggingar og stækkunar Keflavíkurflugvallar. Mynd: ISAVIA ohf.

Ríkisfyrirtækið Isavia mun að öllum líkindum verja tugum milljarða í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar næstu árin. Áætlanir Isavia í fyrra gerðu ráð fyrir samtals 91,4 milljarða fjárfestingum árin 2019 til 2022 en samkvæmt upplýsingum frá Isavia má ætla að fjárhæðirnar verði lægri og ekki verði farið jafn bratt í uppbygginguna og áður stóð til í ljósi samdráttar og óvissu í ferðaþjónustugeiranum.

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að 6,8 milljarðar renni til sérstakra aðgerða til að auka kolefnisbindingu og vinna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda næstu árin. Heildarútgjöld ríkisins vegna loftslagsmála eru þó mun hærri ef horft er til allra framlaga til loftslagsvænna samgöngu- og orkuverkefna. Til að mynda er fyrirséð að talsverður kostnaður vegna borgarlínuframkvæmda lendi á ríkissjóði. Nýlega undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um að leggja 800 milljónir króna í tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að borgarlínu á þessu ári og því næsta með fyrirvara um að sama framlag komi frá ríkinu. 

Losun frá 2013Hér má sjá upplýsingar sem Umhverfisstofnun tók saman um raunlosun flugfélaga á grundvelli uppgjörs rekstraraðila flugrekenda í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Einungis er horft til losunar innan EES svæðisins en ekki t.d. Ameríkuflugs.

Samtökin Landvernd telja að það skjóti skökku við að stækka Keflavíkurflugvöll og stefna að umtalsverðri fjölgun ferðamanna og flugferða á sama tíma og ríkisstjórnin setur sér háleit markmið í loftslagsmálum. 

Auður Önnu Magnúsdóttirframkvæmdastjóri Landverndar

„Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja sjö milljörðum króna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá mun ISAVIA, fyrirtæki í opinberri eigu, verja 93 milljörðum til að stækka Keflavíkurflugvöll um 45%,“ segir í greinargerð ályktunar sem aðalfundur Landverndar samþykkti þann 30. apríl síðastliðinn.

„Ljóst er að engin sérstök þörf er á þessari framkvæmd fyrir íslenskt samfélag, enda eru erlendir ferðamenn hér miklu fleiri en í öðrum löndum, eða um sjö á hvern Íslending. Auk þess hefur núverandi fjöldi ferðamanna aukið verulega álag á íslenska náttúru og reynt á helstu innviði.“

Telja samtökin að stækkun Keflavíkurflugvallar myndi „ganga þvert gegn því markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda“ og sé „í raun óskiljanleg í ljósi yfirlýsinga stjórnvalda um mikilvægi þess“.

Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum hefur aukist talsvert undanfarin ár. Losunin var 813.745 tonn af CO2 árið 2017 en 820.369 tonn í fyrra og Icelandair og Wow Air voru í hópi þeirra íslensku fyrirtækja sem menguðu mest.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár