Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Áhrif loftslagsáætlunar á losun háð mikilli óvissu

Eng­in rík­is­stjórn hef­ur sett sér jafn há­leit markmið í lofts­lags­mál­um og rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. En mark­mið­in eru fjar­læg og helsta stefnuplagg­ið, Að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um 2018–2030, hef­ur sætt harðri gagn­rýni um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka sem segja stefnumið­in óljós og ill­mæl­an­leg. Af 34 boð­uð­um að­gerð­um eru 28 of óskýr­ar og lítt út­færð­ar til að unnt sé að fram­reikna vænt­an­leg­an ávinn­ing í formi sam­drátt­ar í los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Áhrif loftslagsáætlunar á losun háð mikilli óvissu
Stefnt að kolefnishlutleysi Katrín Jakobsdóttir leiðir ríkisstjórn sem hefur sett sér háleit markmið í loftslagsmálum. En duga boðaðar aðgerðirnar til? Mynd: Heiða Helgadóttir / Shutterstock

Aðeins lítill hluti aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hefur verið útfærður með nógu skýrum og skilgreindum hætti til að hægt sé að áætla hvaða ávinningi aðgerðirnar munu skila að því er varðar samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Umhverfisstofnunar þar sem losun Íslendinga næstu árin er framreiknuð með hliðsjón af yfirlýstum áformum ríkisstjórnarinnar.

Óhætt er að fullyrða að engin ríkisstjórn hafi sett sér jafn háleit markmið í loftslagsmálum og sú sem nú situr. En markmiðin eru fjarlæg og helsta stefnuplaggið, Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018–2030, hefur sætt harðri gagnrýni umhverfisverndarsamtaka sem segja stefnumiðin óljós og illmælanleg.

„Áætlunin er hvorki magnbundin né tímasett,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við Stundina. „Hún nær til þröngra og einangraðra sviða, og þar er jafnvel sneitt hjá sviðum sem ríkið gæti auðveldlega stigið inn á, til dæmis að því er varðar landbúnað og fjármálakerfið.“

Unnt að spá fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár