Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Kon­ur, ungt fólk, líf­eyr­is­þeg­ar og íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa mest­ar áhyggj­ur af hlýn­un jarð­ar, sam­kvæmt könn­un MMR. Stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins hef­ur ólík við­horf til máls­ins.

Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Aðeins 11 prósent segjast hafa litlar áhyggjur, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Í niðurstöðunum kemur fram að 35 prósent aðspurðra segjast hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar, en 33 prósent sögðu áhyggjur sínar frekar miklar. Konur hafa meiri áhyggjur af hlýnun en karlar. 76 prósent kvenna hafa miklar áhyggjur, samanborið við 60 prósent karla.

Yngstu og elstu aldurshóparnir hafa mestar áhyggjur af vandanum. 77 prósent aðspurðra á aldrinum 18 til 29 ára hafa miklar áhyggjur og 70 prósent þeirra sem eru 68 ára og eldri. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. 40 prósent þeirra hafa mjög miklar áhyggjur, miðað við 26 prósent íbúa á landsbyggðinni.

Stuðningsfólk Samfylkingarinnar hefur mestar áhyggjur af hlýnun jarðar, en á eftir fylgir stuðningsfólk Vinstri grænna. Af stuðningsfólki Miðflokksins kveðst 39 prósent hafa miklar áhyggjur, en 36 prósent litlar áhyggjur.

Könnunin var framkvæmd 23. til 29. maí og voru svarendur 932 talsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár