Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ljúfsárir kveðjutónleikar, fjölskrúðug blómaverk og Mozart

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 24. maí–6. júní.

Ljúfsárir kveðjutónleikar, fjölskrúðug blómaverk og Mozart

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Kveðjutónleikar Bagdad Brothers

Hvar? Húrra
Hvenær? 24. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög

Indírokksveitin Bagdad Brothers hefur með nostalgískum tónum komið sér fyrir í hjörtum ansi margra ungra sálna. Tónlistin er einstaklega viðkunnanleg og ljúf og flutningurinn einlægur og aðgengilegur, en sveitin heldur nú út á mánaðarlangan túr í Bandaríkjunum og því verða þetta síðustu tónleikar þeirra á næstunni. Þeim til stuðnings spila þrjár aðrar sveitir á þessum tónleikum; ungu rokkararnir í Gróu sem komust á úrslitakvöld Músíktilrauna 2017 og hafa haldið teitinu gangandi síðan þá, skeggprúði þjóðlagatöframaðurinn Teitur Magnússon heldur messur tileinkaðar draumum og góða lífinu á hverjum tónleikum, femíníska pönksveitin Hórmónar hefur fangað kvíða og ótta þúsaldarkynslóðarinnar og umbreytt henni í réttmæta reiði og uppreisn gegn ráðandi öflum.

ADHD – útgáfutónleikar

Hvar? Harpa
Hvenær? 24. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Djasshljómsveitin ADHD gaf á dögunum út sína sjöundu plötu, ADHD 7, og efnir því til útgáfutónleika. Platan kom út í mars og ættu aðdáendur því að vera vel kunnir efni hennar. Hljómsveitin var stofnuð í kringum blúshátíð Hafnar á Hornafirði fyrir tólf árum og hefur verið starfrækt síðan þá.

Raflost 2019

Hvar? Mengi
Hvenær? 24.–25. maí
Aðgangseyrir: 2.000 kr. 

Raflost er raflista- og miðlalistahátið sem færir saman listamenn, vísindamenn og hakkara – erlenda og innlenda – til að kanna tækni í nútíma menningu. Raflost hafnar því venjulega, helgar sig jaðarlistum og vegsamar þá sem ganga lengra. Fram koma meðal annars Jeffrey Scudder, Angela Rawlings, Kaðlín Sara Ólafsdóttir, Jóhann Eiríksson og Hallvarður Ásgeirsson. 

Hverra manna ertu?

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 24. maí til 29. september
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hulda Hákon hefur markað sér algjöra sérstöðu í íslenskri listasögu bæði í efnisvali og myndmáli, en þessi sýning er yfirlitssýning sem spannar næstum fjóra áratugi. Flest verka hennar eru lágmyndir og eru elstu verkin gerð úr spýtnabraki. Lágmyndirnar sem hún smíðaði þóttu frumleg viðbót við flóru Nýja málverksins og óvænt andsvar við hið ríkjandi taumleysi sem einkenndi listsköpun ungs fólks á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar.

Blómsturheimar

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 25. maí til 6. október
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Sölvi Helgason (1820–1895), eða Sólon Íslandus eins og hann kallaði sig, er tvímælalaust einn af áhugaverðustu alþýðulistamönnum sem þjóðin hefur alið, heillandi utangarðsmaður í lífshlaupi sínu og listsköpun. Fjölskrúðugt blómaflúr er aðaleinkenni mynda Sölva, en á sýningunni Blómsturheimar verða sýnd 16 áður óþekkt verk eftir Sölva Helgason sem varðveist hafa í Danmörku.

Get ekki teiknað bláklukku

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 25. maí til 5. janúar
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Listamaðurinn Eggert Pétursson (f. 1956) hefur sett saman sýningu á blómaverkum Jóhannesar S. Kjarvals. Eggert segir um blómaverk Kjarvals að þau séu yfirgripsmeiri heldur en verk hans sjálfs, að Kjarval fari út um víðan völl. Hann einskorði sig ekki við grasafræði heldur máli og teikni þau blóm sem eru í kringum hann, hvort sem það eru skrautblóm, pottaplöntur eða villt blóm, en ekki síst máli hann flóru hugans.

Sígildir sunnudagar – Brahms: Opus 120

Hvar? Harpa
Hvenær? 26. maí kl. 16.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Arngunnur Árnadóttir og Ben Kim leika tvær sónötur Johannesar Brahms fyrir klarínett og píanó. Sónöturnar eru með helstu perlum klassískrar kammertónlistar auk þess að vera hornsteinn í höfundarverki Brahms, en þær voru með síðustu tónverkunum sem hann samdi. Auk Brahms leika Ben og Arngunnur „Vier Stücke Op. 5“ eftir Alban Berg, þann lagrænasta úr tónskáldahópi Seinni Vínarskólans.

1001 Nótt Dansveisla

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 26. maí kl. 16.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Í þessari dansveislu, sem er uppskeruhátíð magadansmeyja, koma fram fjölbreyttir hópar sem allir dansa magadans um allt landið, en þar verður öllu tjaldað til. Einnig verða fjölmörg og skemmtileg gestaatriði úr öðrum dansstílum, til dæmis bollywood, salsa, burlesque, hula og jallabina, sem koma fram og auka enn á flóruna. Búast má við litríkri gleðisprengju á sviðinu.

Prjónabíó - Stella í orlofi

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 26. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Hin ógleymanlega Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðilla karla, tryllt börn, alkóhólista, flugmenn, Lionsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Myndin er nú komin á stafrænt form, rúmlega þrjátíu árum eftir frumsýningu. Húsið verður opnað klukkan 19.00 fyrir þá sem vilja prjóna eða hekla sig í gírinn, en einnig verður hægt að munda prjónana og heklunálar í salnum á meðan sýningunni stendur.

Tilvist mannsins: Skissa að íslenskri samtímalistasögu [III]

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 29. maí til 15. september
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Á sýningunni er úrval verka sem sýna ólíkar leiðir listamanna að því að kanna hvað felst í því að vera mannlegur. Í verkunum er staldrað við líkamlega og sálfræðilega eiginleika, viðburði og aðstæður sem segja má að séu grundvallarþættir tilverunnar. Á sýningunni má meðal annars sjá verk eftir Önnu Hallin, Ástu Ólafsdóttur, Björk Guðnadóttur, Gjörningaklúbbinn, Helga Þorgils Friðjónsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Kristleif Björnsson og fleiri.

Rið

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 29. maí til 15. september
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Á fjögurra áratuga ferli hefur Finnbogi Pétursson unnið með skynjun og lagt áherslu á mörk sjónar og heyrnar. Hann hefur þróað ótal leiðir til þess að gera hljóðbylgjur sýnilegar, dregið fram tíðni efnis og rýmis og unnið með eðlisfræði umhverfisins. Á sýningunni Rið eru hljóðbylgjur leiddar í stóra laug og gárur vatnsins endurkastast á veggi salarins í alltumlykjandi innsetningu. 

The Rebecca & Lóa Show

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 31. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Sviðslistakonurnar og grínistarnir Rebecca Scott Lord og Lóa Björk Björnsdóttir eru að eigin sögn röngum megin við 25 ára, geta notað barnamiða í strætó, elska hnífa, stráka og að „vera psycho“. Þær hafa áður haldið uppistand saman en frumflytja nýtt efni á þessari sýningu. Uppistandið hennar Rebeccu er á ensku en Lóu á íslensku.  

A Night at the Roxbury – Föstudagspartísýning!

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 31. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Tveir aulalegir bræður, Steve og Doug Butabi, eiga sér þann draum heitastan að stofna sinn eigin skemmtistað, þrátt fyrir að komast ekki sjálfir inn á Roxbury-klúbbinn sem er heitasti staðurinn í bænum. Ofurfyrirsætan og „gullgrafarinn“ Vivica og vinkona hennar, Cambi, reyna að svindla peninga út úr bræðrunum, en það er til lítils þegar þær komast að því að þeir eiga ekki bót fyrir boruna á sér.

Kirkjulistahátíð 2019

Hvar? Hallgrímskirkja og Ásmundarsalur
Hvenær? 1.–10. júní
Aðgangseyrir: 16.000 kr.

Um 200 listamenn munu koma fram á 20 viðburðum á tíu dögum á Kirkjulistahátíðinni. Nýsköpun í tónlist og myndlist verður stór þáttur hátíðarinnar, en auk tónleika og myndlistarsýninga verða líka listamannaspjöll og messur. Hátíðin verður sett 1. júní klukkan 15.00 þar sem erlendur orgelvirtúós leikur verk eftir J.S. Bach og Duruflé.

Richard Goode leikur Mozart

Hvar? Harpa
Hvenær? 6. júní
Aðgangseyrir: frá 2.500 kr.

Richard Goode hefur um áratuga skeið verið í hópi fremstu tónlistarmanna Bandaríkjanna. Hann hefur hlotið Grammy-verðlaunin fyrir hljóðritanir sínar og nýverið skrifaði tónlistarrýnir New York Times að tónleikar hans í Carnegie Hall hafi einkennst af „stórbrotinni og djúpri túlkun“. Hér leikur Goode einn af síðustu píanókonsertum Mozarts með Sinfóníuhljómsveit Íslands, saminn árið 1786 þegar tónskáldið stóð á hátindi ferils síns.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár