Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Að­il­ar á bak við þjóð­ern­is­hyggju­sam­tök­in Vak­ur standa að fyr­ir­lestri ný-íhalds­manns­ins Douglas Murray í Hörpu á fimmtu­dag. „Við ætl­um ekki að taka okk­ur dag­skrár­gerð­ar- eða rit­skoð­un­ar­vald þeg­ar kem­ur að við­burð­um þriðja að­ila,“ seg­ir for­stjóri Hörpu.

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
Douglas Murray Forstjóri Hörpu segir að húsið sé opinn vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og tjáningarfrelsi.

Þjóðernissinnar sem beita sér gegn komu múslima til Íslands standa að fyrirlestri rithöfundarins Douglas Murray í Kaldalóni í Hörpu á fimmtudag. Murray mun kynna bók sína „Dauði Evrópu: Innflytjendur, sjálfsmynd, íslam“ en Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þýddi á íslensku. Félagið Tjáningarfrelsið gefur út bókina og heldur viðburðinn, en félagið er nátengt þjóðernissinnasamtökunum Vakur.

Jón Magnússon

Murray er breskur rithöfundur og ný-íhaldsmaður (e. neoconservative), sem skrifar um innflytjendamál, trúarbrögð og „misheppnaða fjölmenningarstefnu“. Í nýju bókinni fjallar hann um að Evrópa sé við það að „fremja sjálfsmorð“ vegna aðgerðaleysis gagnvart straumi innflytjenda. Verið sé að skipta út „evrópskum mannfjölda“ fyrir aðra í slíku magni að hlutar borga líti meira út eins og Pakistan en Evrópa. Leggur hann mikla áherslu á húðlit og kristin trúarbrögð í lýsingum sínum á Evrópubúum.

Einn af aðdáendum Murray er Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem rekið hefur harða innflytjendastefnu síðan hann tók við völdum árið 2010. Birti hann mynd af sér á Facebook við lestur bókarinnar.

Viktor Orbán

Sögðu íslam „mesta vandamál“ sem steðjar að heiminum

Valdimar H. Jóhannesson

Félag sem kallar sig Tjáningarfrelsið stendur að viðburðinum í Hörpu og útgáfu bókarinnar. Formaður þess er Valdimar H. Jóhannesson, en aðrir stofnaðilar Arndís Hauksdóttir og Edith Alvarsdóttir. Í stjórn félagsins hafa einnig verið Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, og Margrét Friðriksdóttir, sem hefur látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendur.

Árið 2016 sendi félagið þúsund útskriftarnemum úr háskólum landsins bókina „Þjóðarplágan íslam“ eftir norsku blaðakonuna Hege Storhaug að gjöf. Í bréfi sem fylgdi bókinni sagði að ósk félagsins væri að þeir sem fengju bókina að gjöf gæfu hana áfram eftir að hafa lesið hana „svo að sem flestum gefist kostur á því að kynna sér efni hennar“. Bókin ætti erindi til allra sem vildu ástunda upplýsta umræðu um „eitt helsta vandamál, sem steðjar að heiminum nú um stundir“. Um ástæður þess að bókin væri gefin í stóru upplagi, sagðist Valdimar hafa fengið styrk frá nafnlausum hópi. 

Samtökin Vakur, sem á vef sínum og samfélagsmiðlum ganga hart fram gegn múslimum og fjölmenningarsamfélagi, hafa kynnt viðburðinn að undanförnu. Á sérstakri vefsíðu sem samtökin hafa sett upp vegna fyrirlestursins er Murray sagður meðal eftirsóttustu fyrirlesara heims um íslam, fjölmenningu og innflytjendamál. „Íslendingum er sérstaklega hollt að hlusta á hann á þeim tímamótum þegar við getum enn komist hjá því að fara þá óheillabraut sem margar nágrannaþjóðir okkar hafa gengið.“

Samtökin fluttu áður inn umdeildan fræðimann, Robert Spencer, sem gagnrýndur hefur verið fyrir hatursáróður gegn múslimum. „Vakur vill upplýsta umræðu um hvort við viljum breytast úr evrópsku og lýðræðislegu þjóðríki í eitthvað óskilgreint fjölmenningarríki?“ segir á vefsíðu samtakanna.

5000 krónur kostar inn á viðburðinn og með miðanum fylgir réttur til að kaupa bók Murray á 50 prósent afslætti.

Ritskoða ekki nema sérstakt tilefni sé til

Svanhildur Konráðsdóttir

„Almennt má segja að Harpa er opinn vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og tjáningarfrelsi,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. „Það er gríðarlegur fjöldi viðburða í húsinu og við erum ekki að mynda okkur skoðun á innihaldinu nema eitthvað sérstakt tilefni sé til.“

Svanhildur segir stefnumótun fara fram í Hörpu um þessar mundir hvað þetta varðar. „Þetta er eitt af því sem við viljum draga skýrari línur um,“ segir hún. „Það er að segja hvers konar viðburðir eru einhverra hluta vegna þess lags að við viljum ekki setja þá upp hér í húsi. En það er ekki alveg búið að fullmóta það og eins og þú getur ímyndað þér er það viðkvæmt og umdeilanlegt mál. Við ætlum ekki að taka okkur dagskrárgerðar- eða ritskoðunarvald þegar kemur að viðburðum þriðja aðila. Nema eitthvað sérstakt tilefni sé til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár