Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Að­il­ar á bak við þjóð­ern­is­hyggju­sam­tök­in Vak­ur standa að fyr­ir­lestri ný-íhalds­manns­ins Douglas Murray í Hörpu á fimmtu­dag. „Við ætl­um ekki að taka okk­ur dag­skrár­gerð­ar- eða rit­skoð­un­ar­vald þeg­ar kem­ur að við­burð­um þriðja að­ila,“ seg­ir for­stjóri Hörpu.

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
Douglas Murray Forstjóri Hörpu segir að húsið sé opinn vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og tjáningarfrelsi.

Þjóðernissinnar sem beita sér gegn komu múslima til Íslands standa að fyrirlestri rithöfundarins Douglas Murray í Kaldalóni í Hörpu á fimmtudag. Murray mun kynna bók sína „Dauði Evrópu: Innflytjendur, sjálfsmynd, íslam“ en Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þýddi á íslensku. Félagið Tjáningarfrelsið gefur út bókina og heldur viðburðinn, en félagið er nátengt þjóðernissinnasamtökunum Vakur.

Jón Magnússon

Murray er breskur rithöfundur og ný-íhaldsmaður (e. neoconservative), sem skrifar um innflytjendamál, trúarbrögð og „misheppnaða fjölmenningarstefnu“. Í nýju bókinni fjallar hann um að Evrópa sé við það að „fremja sjálfsmorð“ vegna aðgerðaleysis gagnvart straumi innflytjenda. Verið sé að skipta út „evrópskum mannfjölda“ fyrir aðra í slíku magni að hlutar borga líti meira út eins og Pakistan en Evrópa. Leggur hann mikla áherslu á húðlit og kristin trúarbrögð í lýsingum sínum á Evrópubúum.

Einn af aðdáendum Murray er Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem rekið hefur harða innflytjendastefnu síðan hann tók við völdum árið 2010. Birti hann mynd af sér á Facebook við lestur bókarinnar.

Viktor Orbán

Sögðu íslam „mesta vandamál“ sem steðjar að heiminum

Valdimar H. Jóhannesson

Félag sem kallar sig Tjáningarfrelsið stendur að viðburðinum í Hörpu og útgáfu bókarinnar. Formaður þess er Valdimar H. Jóhannesson, en aðrir stofnaðilar Arndís Hauksdóttir og Edith Alvarsdóttir. Í stjórn félagsins hafa einnig verið Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, og Margrét Friðriksdóttir, sem hefur látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendur.

Árið 2016 sendi félagið þúsund útskriftarnemum úr háskólum landsins bókina „Þjóðarplágan íslam“ eftir norsku blaðakonuna Hege Storhaug að gjöf. Í bréfi sem fylgdi bókinni sagði að ósk félagsins væri að þeir sem fengju bókina að gjöf gæfu hana áfram eftir að hafa lesið hana „svo að sem flestum gefist kostur á því að kynna sér efni hennar“. Bókin ætti erindi til allra sem vildu ástunda upplýsta umræðu um „eitt helsta vandamál, sem steðjar að heiminum nú um stundir“. Um ástæður þess að bókin væri gefin í stóru upplagi, sagðist Valdimar hafa fengið styrk frá nafnlausum hópi. 

Samtökin Vakur, sem á vef sínum og samfélagsmiðlum ganga hart fram gegn múslimum og fjölmenningarsamfélagi, hafa kynnt viðburðinn að undanförnu. Á sérstakri vefsíðu sem samtökin hafa sett upp vegna fyrirlestursins er Murray sagður meðal eftirsóttustu fyrirlesara heims um íslam, fjölmenningu og innflytjendamál. „Íslendingum er sérstaklega hollt að hlusta á hann á þeim tímamótum þegar við getum enn komist hjá því að fara þá óheillabraut sem margar nágrannaþjóðir okkar hafa gengið.“

Samtökin fluttu áður inn umdeildan fræðimann, Robert Spencer, sem gagnrýndur hefur verið fyrir hatursáróður gegn múslimum. „Vakur vill upplýsta umræðu um hvort við viljum breytast úr evrópsku og lýðræðislegu þjóðríki í eitthvað óskilgreint fjölmenningarríki?“ segir á vefsíðu samtakanna.

5000 krónur kostar inn á viðburðinn og með miðanum fylgir réttur til að kaupa bók Murray á 50 prósent afslætti.

Ritskoða ekki nema sérstakt tilefni sé til

Svanhildur Konráðsdóttir

„Almennt má segja að Harpa er opinn vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og tjáningarfrelsi,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. „Það er gríðarlegur fjöldi viðburða í húsinu og við erum ekki að mynda okkur skoðun á innihaldinu nema eitthvað sérstakt tilefni sé til.“

Svanhildur segir stefnumótun fara fram í Hörpu um þessar mundir hvað þetta varðar. „Þetta er eitt af því sem við viljum draga skýrari línur um,“ segir hún. „Það er að segja hvers konar viðburðir eru einhverra hluta vegna þess lags að við viljum ekki setja þá upp hér í húsi. En það er ekki alveg búið að fullmóta það og eins og þú getur ímyndað þér er það viðkvæmt og umdeilanlegt mál. Við ætlum ekki að taka okkur dagskrárgerðar- eða ritskoðunarvald þegar kemur að viðburðum þriðja aðila. Nema eitthvað sérstakt tilefni sé til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár