Leynilegur hópur hefur stofnað samtök til að berjast fyrir evrópskri menningu á Íslandi með því að ala á ótta við múslima.
Meðlimir hópsins eru ekki gefnir upp, en þegar kannað er hver stendur að baki vefsíðu hópsins sést að Þröstur Jónsson er rétthafi lénsins. Hann er rafmagnsverkfræðingur á Egilsstöðum. Þegar haft er samband við hann þverneitar hann fyrir nokkurs konar fordóma. „Við höfum ekkert á móti múslimum, síður en svo. Við vorkennum múslimum og höfum miklar áhyggjur af þeim,“ segir hann.
Með frekari svör bendir Þröstur á fyrrverandi blaðamanninn Valdimar H. Jóhannesson, sem gaf út bókina Þjóðarplágan íslam í fyrra undir nafni útgáfufélagsins Tjáningarfrelsisins og sendi útskriftarnemum úr háskólum landsins bókina sem gjöf.
Í samtali við Stundina fullyrðir Valdimar að hann sé ekki mótfallinn fólki frá löndum þar sem íslam er ríkjandi trúarbrögð, heldur sé hann á móti hugmyndafræði fólksins.
Flytja andstæðing íslam til Íslands
Samtök hópsins, Vakur, hafa …
Athugasemdir