Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leynilegur hópur elur á ótta við múslima á Íslandi

Ný­stofn­uð sam­tök, Vak­ur, hafa boð­að fyr­ir­les­ar­ann Robert Spencer til lands­ins, sem er þekkt­ur fyr­ir að dreifa hat­ursáróðri og fals­frétt­um um múslima. Einn með­lima hóps­ins, Valdi­mar H. Jó­hann­es­son, gaf út­skrift­ar­nem­um bók­ina Þjóðarplág­an íslam.

Leynilegur hópur elur á ótta við múslima á Íslandi
Valdimar H. Jóhannesson Blaðamaðurinn fyrrverandi.

Leynilegur hópur hefur stofnað samtök til að berjast fyrir evrópskri menningu á Íslandi með því að ala á ótta við múslima. 

Meðlimir hópsins eru ekki gefnir upp, en þegar kannað er hver stendur að baki vefsíðu hópsins sést að Þröstur Jónsson er rétthafi lénsins. Hann er rafmagnsverkfræðingur á Egilsstöðum. Þegar haft er samband við hann þverneitar hann fyrir nokkurs konar fordóma. „Við höfum ekkert á móti múslimum, síður en svo. Við vorkennum múslimum og höfum miklar áhyggjur af þeim,“ segir hann.

Með frekari svör bendir Þröstur á fyrrverandi blaðamanninn Valdimar H. Jóhannesson, sem gaf út bókina Þjóðarplágan íslam í fyrra undir nafni útgáfufélagsins Tjáningarfrelsisins og sendi útskriftarnemum úr háskólum landsins bókina sem gjöf. 

Í samtali við Stundina fullyrðir Valdimar að hann sé ekki mótfallinn fólki frá löndum þar sem íslam er ríkjandi trúarbrögð, heldur sé hann á móti hugmyndafræði fólksins. 

Flytja andstæðing íslam til Íslands

Samtök hópsins, Vakur, hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár