Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynilegur hópur elur á ótta við múslima á Íslandi

Ný­stofn­uð sam­tök, Vak­ur, hafa boð­að fyr­ir­les­ar­ann Robert Spencer til lands­ins, sem er þekkt­ur fyr­ir að dreifa hat­ursáróðri og fals­frétt­um um múslima. Einn með­lima hóps­ins, Valdi­mar H. Jó­hann­es­son, gaf út­skrift­ar­nem­um bók­ina Þjóðarplág­an íslam.

Leynilegur hópur elur á ótta við múslima á Íslandi
Valdimar H. Jóhannesson Blaðamaðurinn fyrrverandi.

Leynilegur hópur hefur stofnað samtök til að berjast fyrir evrópskri menningu á Íslandi með því að ala á ótta við múslima. 

Meðlimir hópsins eru ekki gefnir upp, en þegar kannað er hver stendur að baki vefsíðu hópsins sést að Þröstur Jónsson er rétthafi lénsins. Hann er rafmagnsverkfræðingur á Egilsstöðum. Þegar haft er samband við hann þverneitar hann fyrir nokkurs konar fordóma. „Við höfum ekkert á móti múslimum, síður en svo. Við vorkennum múslimum og höfum miklar áhyggjur af þeim,“ segir hann.

Með frekari svör bendir Þröstur á fyrrverandi blaðamanninn Valdimar H. Jóhannesson, sem gaf út bókina Þjóðarplágan íslam í fyrra undir nafni útgáfufélagsins Tjáningarfrelsisins og sendi útskriftarnemum úr háskólum landsins bókina sem gjöf. 

Í samtali við Stundina fullyrðir Valdimar að hann sé ekki mótfallinn fólki frá löndum þar sem íslam er ríkjandi trúarbrögð, heldur sé hann á móti hugmyndafræði fólksins. 

Flytja andstæðing íslam til Íslands

Samtök hópsins, Vakur, hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár