Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

Rík­is­stjórn­in sagði að þings­álykt­un­ar­til­lag­an um inn­leið­ingu þriðja orkupakk­ans „inni­héldi fyr­ir­vara“ er lúta að grunn­virkj­um yf­ir landa­mæri. Sam­kvæmt svör­um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins verð­ur fyr­ir­var­inn sett­ur í reglu­gerð­ina en ekki bund­inn í sett lög eða álykt­un­ar­orð frá Al­þingi. Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hef­ur hæðst að fyr­ir­var­an­um og tal­að um hann sem „lofs­verða blekk­ingu“ til að friða þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Lagalegi fyrirvarinn við orkupakkann verður aðeins settur í reglugerðina

Lagalegi fyrirvarinn sem fylgir þriðja orkupakkanum – um að enginn sæstrengur verði lagður nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðar nr. 713/2009 – verður ekki bundinn í ályktunarorð þingsályktunar né í sett lög frá Alþingi heldur einungis látinn fylgja reglugerðinni sjálfri þegar hún verður innleidd í íslenskan rétt með stjórnvaldsfyrirmælum ráðherra. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Ríkisstjórn Íslands sendi út fréttatilkynningu þann 22. mars um að ákveðið hefði verið að leggja fyrir Alþingi þingsályktun um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Tillagan inniheldur fyrirvara um að áður en grunnvirki verði reist sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar Evrópusambandsins verði lagagrundvöllur gerðanna endurskoðaður og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni,“ segir í tilkynningunni.

Þennan fyrirvara er hvergi að finna í ályktunarorðum tillögunnar heldur er einvörðungu vikið að honum í greinargerð. Ekki hefur komið fram hvernig fyrirvarinn verður nákvæmlega orðaður.

Spyr hvers vegna fyrirvarinn er ekki í ályktunarorðum Alþingis

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir þetta harðlega í nefndaráliti sínu um málið. „Í tillögunni sjálfri er ekki minnst einu orði á þennan fyrirvara heldur snýr hún einungis að því að Alþingi heimili ríkisstjórninni að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og fella inn í samninginn gerðir þriðja orkupakkans,“ segir hann. „Ísland er jafn bundið og áður til þess að innleiða ákvæði þriðja orkupakkans. Því er ekki úr vegi að spyrja af hverju lagalegi fyrirvarinn var ekki hafður í tillögunni sjálfri. Hvorki er að finna þennan lagalega fyrirvara í þeim innleiðingarfrumvörpum né í þingsályktunartillögu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram í tengslum við þriðja orkupakkann.“ Þá segir hann allsendis óljóst hvernig fyrirvarinn verði orðaður. „Ótækt er að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna án þess að þessi lagalegi fyrirvari liggi fyrir,“ segir Sigmundur.

Töluðu um orkupakkann hver við annanMiðflokksmenn töluðu um þriðja orkupakkann langt fram á nótt.

Í þingsályktunartillögunni um þriðja orkupakkann er lagt til að Alþingi heimili ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 frá 5. maí 2017 um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilteknar gerðir (þ.e. reglugerðir, tilskipanir og ákvarðanir).

Að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, eru ályktunarorðin hefðbundin, í takt við það sem gengur og gerist þegar Alþingi ályktar um heimild ríkisstjórnar til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og taka gerðir upp í EES-samninginn. 

„Verði þessi þingsályktunartillaga samþykkt verður reglugerð (EB) nr. 713/2009 innleidd í íslenskan rétt með hefðbundnum hætti í samræmi við 7. gr. EES-samningsins og þar mun umræddur lagalegi fyrirvari koma fram. Með öðrum orðum þá felur ályktunin í sér heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, og við það er hægt að aflétta stjórnskipulega fyrirvaranum,“ segir hann. 

„Reglugerðin sem kæmi þá venju samkvæmt í framhaldinu innihéldi lagalega fyrirvarann“

„Reglugerðin sem kæmi þá venju samkvæmt í framhaldinu innihéldi lagalega fyrirvarann um að grunnvirki sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar ESB verði ekki reist eða áætluð nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðarinnar. Samhliða eru lögð fram þingmál frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þ.e. frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktun um breytingu á þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem kveðið er á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis.“

„Enginn lögfræðilegur vafi“ 

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hæðst að fyrirvaranum og talað um hann sem „lofsverða blekkingu“, kanínu upp úr hatti sem þjóni einungis þeim tilgangi að tryggja stuðning þingmanna Sjálfstæðisflokksins við innleiðingu þriðja orkupakkans.

Vikið er að fyrirvaranum í áliti meirihluta utanríkismálanefndar: „Til þess að taka af allan vafa er í þingsályktunartillögunni vísað til þess að reglugerð (EB) nr. 713/2009, sem kemur á fót ACER, verði innleidd með lagalegum fyrirvara. Fyrirvarinn er unninn að fyrirmynd þeirrar lausnar sem Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögðu til í álitsgerð sinni og snýr að því að grunnvirki sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar Evrópusambandsins verði ekki reist eða áætluð nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðarinnar og ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni.“

„Þá teljum við mjög ósennilegt að ESA
muni gera athugasemdir við þessa leið“

Lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst hafa lýst því yfir í bréfi til utanríkisráðherra að enginn lögfræðilegur vafi sé á því að sú leið sem lögð er til grundvallar í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra sé í samræmi við stjórnarskrá. „Þeir ágallar sem við teljum vera á þessari leið lúta eingöngu að því hvort upptaka og innleiðing gerðarinnar með þessum hætti verði tilefni til athugunar af hálfu ESA, þ.e. hvort innleiðing gerðarinnar standist þjóðréttarlegar skuldbindingar samkvæmt EES samningnum,“ sem telja þó „mjög ósennilegt að ESA muni gera athugasemdir við þessa leið“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár