Jón Gunnarsson og Sigríður Andersen, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, studdu tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um að atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof yrði frestað.
Fullyrti Jón að frumvarpið hefði ekki fengið málefnalega umfjöllun í velferðarnefnd. Sigríður sagðist vona að hægt væri að skapa breiðari sátt um þann vikufjölda sem heimild til þungunarrofs mun miða við.
Alþingi felldi tillögu Sigmundar um frestun málsins með 44 atkvæðum gegn 16. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið sjálft stendur nú yfir á Alþingi og bendir flest til þess að málið verði samþykkt með afgerandi meirihluta.
Athugasemdir