Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Eitt stærsta kvenfrelsismálið sem komið hefur fyrir Alþingi á þessari öld“

„Raun­veru­leg af­staða þeirra til kven­frels­is birt­ist þeg­ar greidd eru at­kvæði um traust til sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt­ar kvenna yf­ir eig­in lík­ama,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata í um­ræð­um um þung­un­ar­rofs­frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra í dag.

„Eitt stærsta kvenfrelsismálið sem komið hefur fyrir Alþingi á þessari öld“

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof er eitt stærsta kvenfrelsismál sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á þessari öld. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, þegar greidd voru atkvæði um málið eftir aðra umræðu á Alþingi í dag.  

Athygli vakti að þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um grundvallarákvæði frumvarpsins, 4. gr. sem felur í sér skilyrðislausan rétt kvenna til þungunarrofs fram til loka 22. viku meðgöngu.

„Það er gríðarlegt fagnaðarefni að þetta mál sé komið á þennan stað hér á þessu þingi. Til hamingju konur,“ sagði Þórhildur og bætti því við að málið væri afhjúpandi fyrir þá þingmenn sem legðust gegn því eða styddu það ekki. „Raunveruleg afstaða þeirra til kvenfrelsis birtist þegar greidd eru atkvæði um traust til sjálfsákvörðunarréttar kvenna yfir eigin líkama.“

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins auk eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því að konur fengju rýmri rétt til þungunarrofs.

„Enginn skyldi gera lítið úr því að þurfa að taka slíka ákvörðun eða efast um réttinn til þess. Frumvarp um óheftar fóstureyðingar á 6. mánuði gengur hins vegar svo langt að ég trúi því ekki að óreyndu að þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks muni styðja það,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook í gær. Hann og samherjar hans gagnrýndu stjórnarliða harðlega í umræðu um málið í dag.

Jón Steindór Valdimarssonþingmaður Viðreisnar

„Málið snýst í kjarnann um yfirráðarétt og sjálfsákvörðunarrétt kvenna um eigin líkama,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í atkvæðaskýringu sinni. Málið snýst ekki um vikutalningu, sagði hann, heldur það að konur ráði sér sjálfar, hver á eigin forsendum án þess að þeim sé sagt fyrir verkum. 

„Það á vissulega að veita konum ráðgjöf og upplýsingar ef eftir því er leitað en ákvörðunin sjálf er konunnar. Staðreyndin er sú að þar sem frjálsræði er mest í þeim efnum hefur það ekki leitt til þess að þungunarrofum hafi fjölgað. Þvert á móti bendir margt til þess að þungunarrofum fækki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
4
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár