Bandarískur fjárfestingasjóður með sérþekkingu á Norðurslóðum er líklegur til að koma inn í þróunarfélag um stórskipahöfn í Finnafirði. Trúnaðarákvæði í samningum sveitarfélaganna á Norðausturlandi og framkvæmdaaðila hindrar að þeir verði gerðir opinberir, að sögn sveitarstjóra.
Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarbyggð undirrituðu samninga við þýska fyrirtækið Bremenports og verkfræðistofuna Eflu á dögunum um stofnun þróunarfélags. Sveitarfélögin eiga saman 8 prósenta hlut í félaginu á móti 66 prósenta hlut Bremenports og 26 prósenta hlut Eflu. Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segir Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðar, að það sé trúnaðarákvæði í samningunum og því ekki hægt að gera þá opinbera.
Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar hjá Eflu, segir stóran bandarískan fjárfestingasjóð með sérþekkingu á málefnum Norðurslóða, hafa áhuga á að fjárfesta í félaginu. „Reyndar eru það fleiri sjóðir sem hafa sýnt þessu áhuga en við höfum ekki viljað taka það samtal fyrr en við værum búin að …
Athugasemdir