Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið

Trún­að­ar­á­kvæði í samn­ing­um Langa­nes­byggð­ar og Vopna­fjarð­ar­hrepps vegna um­skip­un­ar­hafn­ar í Finna­firði hindr­ar að þeir verði gerð­ir op­in­ber­ir. Sveit­ar­fé­lög­in eru minni­hluta­eig­end­ur að þró­un­ar­fé­lagi og banda­rísk­ur fjár­fest­ir með sér­þekk­ingu á Norð­ur­slóð­um kem­ur lík­lega inn í næsta skrefi. Norsk­ir að­il­ar í lax­eldi horfa til svæð­is­ins.

Ræða við bandarískan fjárfestingasjóð um Finnafjarðarverkefnið
Undirritun samningsins Stór bandarískur fjárfestingasjóður er líklegur til að koma inn í verkefnið, að mati aðstandenda.

Bandarískur fjárfestingasjóður með sérþekkingu á Norðurslóðum er líklegur til að koma inn í þróunarfélag um stórskipahöfn í Finnafirði. Trúnaðarákvæði í samningum sveitarfélaganna á Norðausturlandi og framkvæmdaaðila hindrar að þeir verði gerðir opinberir, að sögn sveitarstjóra.

Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarbyggð undirrituðu samninga við þýska fyrirtækið Bremenports og verkfræðistofuna Eflu á dögunum um stofnun þróunarfélags. Sveitarfélögin eiga saman 8 prósenta hlut í félaginu á móti 66 prósenta hlut Bremenports og 26 prósenta hlut Eflu. Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segir Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðar, að það sé trúnaðarákvæði í samningunum og því ekki hægt að gera þá opinbera.

Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar hjá Eflu, segir stóran bandarískan fjárfestingasjóð með sérþekkingu á málefnum Norðurslóða, hafa áhuga á að fjárfesta í félaginu. „Reyndar eru það fleiri sjóðir sem hafa sýnt þessu áhuga en við höfum ekki viljað taka það samtal fyrr en við værum búin að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár