Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Tórtólafélag samkvæmt ráðgjöf Landsbankans Miðað við orð Skúla sjálfs var það ríkisbankinn Landsbanki Íslands sem ráðlagði honum að stofna félag í skattastkjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín. Umsókn Tortólafélagsins um íslenska kennitölu sést hér.

Skúli Mogensen, fjárfestir sem rær nú að því öllum árum að reisa flugfélagið WOW-air aftur við í kjölfar gjaldþrot þess, notaði eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtækinu OZ og fleiri tæknifyrirtækjum á árunum í kringum síðustu aldamót. Félagið hét Pallium International Limited og yfirtók Landsbanki Íslands félagið vegna skulda þess við bankann árið 2002. Skúli skuldaði Landsbankanum um 1200 milljónir króna á þessum tíma. 

Fjallað er um Tortólufélagið í grein í Stundinni um viðskiptasögu Skúla Mogensen. 

Viðskiptasaga Skúla í Landsbanka Íslands og notkun hans á umræddu Tortólafélagi er hluti af stærri sögu um hvernig Skúli náði að efnast vel eftir að fyrirtækið sem hann stýrði, OZ, hafði verið yfirtekið af Landsbanka Íslands árið 2002. Skúli fékk svo að kaupa eignir OZ aftur af Landsbanka Íslands eftir að bankinn hafði verið einkavæddur og seldur til nýrra eigenda, feðganna Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar. Landsbankinn hafði þá sett þessar eignir inn í kanadadískt dótturfélag sem Skúli stýrði en svo eignaðist hann félagið, ásamt samstarfsmönnum sínum hjá OZ, og stýrði félaginu til ársins 2008 þegar það var selt fyrir ótilgreint verð - fleiri milljarða króna - til finnska farsímarisans Nokia sem á þeim tíma var eitt stærsta farsímafyrirtæki í heimi. 

  „Mig minnir en vil ekki fullyrða það að það hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma að setja eignirnar í eignarhaldsfélag“

Landsbankinn og Mossack Fonseca

Notkun Skúla á umræddu Tortólafélagi hefur aldrei komið fram áður opinberlega og hún vekur nokkra athygli. Landsbanki Íslands átti síðar eftir að verða stór viðskiptavinur panömsku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca, eins og varð opinbert þegar Panamaskjölin rötuðu í fjölmiðla, og ráðlagði bankinn viðskiptavinum sínum að stofna eignarhaldsfélög í skattaskjólum til að halda utan um fjárfestingar sínar. 

Ríkisbankinn Landsbanki Íslands hafði hins vegar byrjað að veita slíka þjónustu fyrir einkavæðingu bankans, líkt og félag Skúla og fleiri sambærileg dæmi sýna fram á,  og beindi viðskiptavinum sínum í þá átt að stofna félög í skattaskjólum. 

Um stofnun félagsins segir Skúli: „Varðandi OZ þá er það rétt að Landsbankinn tók það yfir 2002. Á þeim tíma hafði ég fjárfest töluvert í öðrum hátæknifyrirtækjum bæði á Íslandi svo og erlendis.  Ég var sjálfur á þessum árum á stöðugu flakki og bjó um tíma í Bandaríkjunum, Íslandi, Svíþjóð og Kanada. Mig minnir en vil ekki fullyrða það að það hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma að setja eignirnar í eignarhaldsfélag [Pallium International Limited] með þessum hætti og tóku þeir veð í því. Þess má líka geta að það tókst sem betur fer að endurreisa OZ aftur með glæsibrag og þar með að gera upp við Landsbankann samkvæmt uppgjöri okkar við þá á þeim tíma.“

Aflsáttur út á afskriftirBjörgólfsfeðgar fengu 400 milljóna króna afslátt af Landsbanka Íslands út af afskriftum til Skúla Mogensen.

Útlánin til Skúla voru ekki færð niður

Nafn umrædds Tortólufélags kemur fram í minnisblaði frá endurskoðendaskrifstofunni PWC þarf sem fjallað er um afskriftarþörf út af lánveitingum til Skúla en DV greindi frá umræddu minnisblaði árið 2013. 

Í minnisblaði PWC sagði að færa þyrfti útlán til Skúla meira niður: „Útlán til Skúla nema 666 m.kr. og bókfært verð yfirtekins eignasafns 517 eða 1183 m.kr. samtals. Framlag í afskriftarsjóð er 100 m.kr. Til tryggingar yfirdráttarskuldar og erlends láns, samtals að fjárhæð 666 m.kr. er talið safn hlutabréfa í OZ og öðrum hátæknifyrirtækjum að matsverði 520 milljónir. Óvissa um veðtöku er til staðar […] Eignasafnið er metið á ætluðu markaðsvirði en raunveruleg viðskipti með þessi bréf eru nánast engin.“

Landsbankinn hafði sem sagt ekki fært niður útlánin töpuðu til Skúla Mogensen en slíkt hefði rýrt eignir bankans. Þetta er gagnrýnt í minnisblaði endurskoðendanna. „Hér virðist í fljótu bragði vera um að ræða tryggingarvöntun og ofmat eigna að fjárhæð 400 m.kr. (146+254) en aðeins 100 m.kr. lagðar til afskriftarsjóðs útlánsins. Þá er aðfinnsluverður losarabragur á frágangi mála og afhendingu veðsettra bréfa og keyptra sem eykur enn á óvissu og áhættu tengdum þessum málum. Þess má geta að í vinnuskjali útlánaeftirlits dags 27. nóv. 2001 er tryggingarvöntun talin 401 m.kr. og gert ráð fyrir að framlag í afskriftasjóð þyrfti að vera 400 m.kr. Að auki er gerð sú athugasemd að mikil óvissa ríki um seljanleika væntanlegra veða.“

Afsláttur veittur út á afskriftir Skúla

Eins og kemur fram í grein Stundarinnar um viðskiptasögu Skúla þá kom það í ljós eftir að Björgólfsfeðgar tóku við bankanum að eignasafn bankans, meðal annars veð á bak við lánveitingar til Skúla Mogensen, var ofmetið. Fyrir vikið fengu Björgólfsfeðgar 700 milljóna króna afslátt á Landsbanka Íslands og voru 400 milljónir króna af afslættinum út af ofmetnum lánum til Skúla Mogensen og áðurnefnds eignarhaldsfélags Pallium International.

Um þetta sagði Valgerður Sverrisdóttir í svari á Alþingi í nóvember árið 2003:  „Já, það hefur verið gengið endanlega frá söluverði bankanna. Söluverð Landsbankans vegna sölu til Samsonar, sem var 45,8% hlutur, var 139 millj. dollara, þ.e. um 12,3 milljarðar kr. miðað við gengi dollarans þegar gengið var frá samkomulaginu um kaupin. Síðan hefur krónan styrkst gagnvart dollar. Það kemur hins vegar ekki að sök því að fjárhæðin er að fullu nýtt til að greiða niður erlend lán. Í samræmi við kaupsamninginn hafa sérstakir trúnaðarendurskoðendur farið yfir ólíkt mat samningsaðila á afskrifta­þörf Landsbankans. Niðurstaðan af því mati er að lækka skuli kaupverð bankans um 700 millj. kr. í samræmi við kaupsamninginn.“

Á endanum greiddi eignarhaldsfélag þeirra Björgólfsfeðga, Samson, því 11,6 milljarða króna fyrir bankann í stað 12,3 milljarða króna og varð íslenska ríkið því af 700 milljónum af kaupverðinu, sem jafngildir 1,4 milljörðum króna að núvirði. Meira en helmingur af þessu var vegna þess að ríkisbankinn Landsbanki Íslands hafði tekið mikla áhættu þegar bankinn lánaði Skúla Mogensen og eignarhaldsfélagi hans meira en milljarð króna, meðal annars til að kaupa áhættusöm hlutabréf í tækni-og sprotafyrirtækjum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár