Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gylfi um forsenduákvæðið: „Þetta er ekki í lagi“

Nefnd­ar­mað­ur í pen­inga­stefnu­nefnd og formað­ur banka­ráðs segja for­sendu­ákvæði um vaxta­lækk­un í kjara­samn­ing­um „skrít­ið“ og „brjál­æð­is­lega hug­mynd“.

Gylfi um forsenduákvæðið: „Þetta er ekki í lagi“

„Þetta er ekki í lagi,“ segir Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, um að aðilar vinnumarkaðarins hafi sett sérstakt forsenduákvæði inn í kjarasamning um að honum megi segja upp ef vaxtalækkanir verða ekki að veruleika. „Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun,“ segir Gylfi og lýsir nálgun samningsaðila sem „brjálæðislegri hugmynd“. Þetta er haft eftir hagfræðingnum á Bloomberg-fréttaveitunni.

Stundin greindi frá því, fyrst fjölmiðla í gærmorgun, að stóru verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins hefðu ákveðið að semja um að vaxtalækkanir væru forsenda þess að samningar héldu.

Þetta var svo staðfest opinberlega í fréttatilkynningu frá Eflingu þar sem fram kom að ein af forsendum kjarasamningsins væri að Seðlabanki Íslands myndi lækka stýrivexti. „Samningsaðilar eru sammála um að samningurinn skapi aðstæður til þess. Lækkun vaxta mun hafa mikil áhrif á útgjöld skuldsettra heimila og einnig stuðla að lækkun leiguverðs. Í samningnum verða forsenduákvæði um uppsögn hans verði vaxtalækkanir ekki að raunveruleika,“ segir í tilkynningunni.

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, tjáir sig um málið við Bloomberg eins og nafni hans. Hann er á sama máli og segir forsenduákvæðið „skrítið“. Þá hefur Már Guðmundsson gagnrýnt ákvæðið í viðtali á RÚV en bent á að með því bindi aðilar vinnumarkaðarins ekki hendur Seðlabankans eða peningastefnunefndar með neinum hætti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir hins vegar að honum finnist málflutningurinn óboðlegur.

Lykilmenn í Seðlabankanum hafa varað eindregið við miklum launahækkunum undanfarna mánuði. „Þá er í raun og veru bara eitt eft­ir og það er að búa til nógu mik­inn slaka í þjóðarbú­inu til þess að laun og verðlag byrji að lækka,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, á fundi hjá Félagi atvinnurekenda þann 11. september síðastliðinn. „Það er eina tækið sem við höf­um að koma vöxt­un­um nógu mikið upp þannig að hér verði sam­drátt­ur.“ 

Þann 6. febrúar síðastliðinn birti Seðlabankinn myndband samhliða tilkynningu um vaxtaákvörðun þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti stutt ávarp og varaði við verkföllum og óhóflegum launahækkunum. „Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur fram undan nema að við verðum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því,“ sagði hann.

Þannig hefur Seðlabankinn, sem hefur það lögbundna hlutverk að stuðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika, ítrekað sent aðilum vinnumarkaðarins skilaboð um hvaða afleiðingar tilteknar ákvarðanir og aðgerðir þeirra kunni að hafa. Þetta hefur lagst illa í verkalýðsforystuna og nú má segja að dæmið hafi að vissu leyti snúist við. Aðilar vinnumarkaðarins senda Seðlabankanum þau skilaboð að ef vextir lækki ekki verði friðurinn á vinnumarkaði úti. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu