Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gylfi um forsenduákvæðið: „Þetta er ekki í lagi“

Nefnd­ar­mað­ur í pen­inga­stefnu­nefnd og formað­ur banka­ráðs segja for­sendu­ákvæði um vaxta­lækk­un í kjara­samn­ing­um „skrít­ið“ og „brjál­æð­is­lega hug­mynd“.

Gylfi um forsenduákvæðið: „Þetta er ekki í lagi“

„Þetta er ekki í lagi,“ segir Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, um að aðilar vinnumarkaðarins hafi sett sérstakt forsenduákvæði inn í kjarasamning um að honum megi segja upp ef vaxtalækkanir verða ekki að veruleika. „Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun,“ segir Gylfi og lýsir nálgun samningsaðila sem „brjálæðislegri hugmynd“. Þetta er haft eftir hagfræðingnum á Bloomberg-fréttaveitunni.

Stundin greindi frá því, fyrst fjölmiðla í gærmorgun, að stóru verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins hefðu ákveðið að semja um að vaxtalækkanir væru forsenda þess að samningar héldu.

Þetta var svo staðfest opinberlega í fréttatilkynningu frá Eflingu þar sem fram kom að ein af forsendum kjarasamningsins væri að Seðlabanki Íslands myndi lækka stýrivexti. „Samningsaðilar eru sammála um að samningurinn skapi aðstæður til þess. Lækkun vaxta mun hafa mikil áhrif á útgjöld skuldsettra heimila og einnig stuðla að lækkun leiguverðs. Í samningnum verða forsenduákvæði um uppsögn hans verði vaxtalækkanir ekki að raunveruleika,“ segir í tilkynningunni.

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, tjáir sig um málið við Bloomberg eins og nafni hans. Hann er á sama máli og segir forsenduákvæðið „skrítið“. Þá hefur Már Guðmundsson gagnrýnt ákvæðið í viðtali á RÚV en bent á að með því bindi aðilar vinnumarkaðarins ekki hendur Seðlabankans eða peningastefnunefndar með neinum hætti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir hins vegar að honum finnist málflutningurinn óboðlegur.

Lykilmenn í Seðlabankanum hafa varað eindregið við miklum launahækkunum undanfarna mánuði. „Þá er í raun og veru bara eitt eft­ir og það er að búa til nógu mik­inn slaka í þjóðarbú­inu til þess að laun og verðlag byrji að lækka,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, á fundi hjá Félagi atvinnurekenda þann 11. september síðastliðinn. „Það er eina tækið sem við höf­um að koma vöxt­un­um nógu mikið upp þannig að hér verði sam­drátt­ur.“ 

Þann 6. febrúar síðastliðinn birti Seðlabankinn myndband samhliða tilkynningu um vaxtaákvörðun þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti stutt ávarp og varaði við verkföllum og óhóflegum launahækkunum. „Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur fram undan nema að við verðum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því,“ sagði hann.

Þannig hefur Seðlabankinn, sem hefur það lögbundna hlutverk að stuðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika, ítrekað sent aðilum vinnumarkaðarins skilaboð um hvaða afleiðingar tilteknar ákvarðanir og aðgerðir þeirra kunni að hafa. Þetta hefur lagst illa í verkalýðsforystuna og nú má segja að dæmið hafi að vissu leyti snúist við. Aðilar vinnumarkaðarins senda Seðlabankanum þau skilaboð að ef vextir lækki ekki verði friðurinn á vinnumarkaði úti. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár