Þegar þú lest þetta verður Bretland annaðhvort gengið úr Evrópusambandinu með samning eða samningslaust, búið að fá frest eða hætt við eða haldið kosningar eða þá aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Eða jafnvel eitthvað allt annað. Eftir næstum þrjú ár er enginn neinu nær. En eftir að hafa búið hér heilan vetur og skyggnst aðeins undir yfirborðið er ef til vill hægt að verða nokkurs vísari um þessa stórmerkilegu tilraun Stóra-Bretlands til efnahagslegs sjálfsmorðs.
University of East Anglia er líklega virtast háskóli í heimi á sviði ritlistar, hér hafa margar stórstjörnur bókmenntanna lært, svo sem Ian McEwan, Tracy Chevalier og sitjandi Nóbelsverðlaunahafi, Kazio Ishiguro. Skólinn er staðsettur í útjaðri bæjarins Norwich, en hann var fyrsti bær landsins til að verða útnefndur bókmenntaborg UNESCO. Háskólinn telur um 20.000 stúdenta en í bænum sjálfum búa um 100.000 manns, eins og Reykjavík og Akureyri hlið við hlið með öfugum formerkjum. Skólinn er þannig sitt eigið vistkerfi …
Athugasemdir