Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína eftir að últrahægri hryðjuverkamaður myrti 50 manns í borginni Christchurch. Hún hefur brugðist við af miklum virðuleik, ábyrgð og samlíðan með þeim ótalmörgu sem eiga um sárt að binda.
Mikla athygli vakti í gær þegar Ardern lýsti því yfir að hún myndi ekki og aldrei taka sér nafn morðingjans í munn.
„Hann sóttist eftir mörgu með hryðjuverki sínu, en eitt af því var illur orðstír. Þess vegna munuð þið aldrei heyra mig nefna nafn hans,“ sagði hún í ávarpi á nýsjálenska þinginu. Og hún bætti við:
„Ég heiti á ykkur, nefnið nöfn þeirra sem týndu lífinu fremur en nafn þess sem tók þau. Hann er hryðjuverkamaður. Hann er glæpamaður. Hann er öfgamaður. En hann skal verða, þegar ég tala, nafnlaus.“
Blómleg byggð
Með þessu sver Ardern sig í ætt við yfirvöldin í Efesus í Grikklandi árið 356 fyrir Krist. …
Athugasemdir