Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Björn Zoëga, nýr for­stjóri Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð og fyrr­ver­andi for­stjóri Land­spít­al­ans, svar­ar spurn­ing­um um að­komu sína að um­deildu sænsku heil­brigð­is­fyr­ir­tæki. Fyr­ir­tæk­ið býð­ur upp á heil­brigð­is­þjón­ustu í Sam­ein­uðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um þar sem ólétt­ar kon­ur geta ver­ið fang­els­að­ar ef þær eru ógift­ar.

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Björn Zoëga, læknir og nýráðinn forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, er látinn svara fyrir stjórnarsetu sína í umdeildu sænsku heilbrigðisfyrirtæki sem selur heilbrigðisþjónustu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Björn sat þar til nýlega, þann 5. mars síðastliðinn, í stjórn dótturfyrirtækis sænska einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Global Health Partner sem rekur öll sjúkrahús í ríkiseigu í furstadæminu Ajman.

Fjallað er um málið í sænska blaðinu Dagens Nyheter í dag en umfjöllunin byggir á innslagi úr útvarpsþættinum Kaliber. Björn er menntaður í Svíþjóð og hefur um árabil unnið þar í landi og fékk starfið meðal annars vegna þeirrar vinnu sinnar. 

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er kynlíf utan hjónabands ólöglegt og getur leitt til fangelsisvistar. Á sjúkrahúsum í furstadæmunum, meðal annars þeim Global Health Partner rekur, er hjúskaparstaða óléttra kvenna því könnuð þegar þær koma á sjúkrahúsin til að fæða börn sín. Í gegnum tíðina hafa þær konur sem reynst hafa verið ógiftar verið handjárnaðar ef komið hefur í ljós að þær eru ógiftar og látnar fæða börn sín þannig. 

Mikið gert úr málinuMikið er gert úr málinu í Dagens Nyheter í dag og er umfjöllunin um sænska heilbrigðisfyrirtækið á forsíðu Stokkhólms-blaðs dagsins í dag.

 „ Á engan hátt samræmanlegt við mína siðferðisvitund eða mín gildi.“

Konur látnar fæða í handjárnum

Gagnrýni sænskra fjölmiðla á störf Global Health Partner er að fyrirtækið taki þátt í starfsemi og rekstri í ríkjum þar sem slíkt ofbeldi gegn konum viðgengst og að fyrirtækið taki beinan þátt í kúgun og ofbeldi gegn konum á viðkomandi sjúkrahúsum.

Í viðtali við Dagens Nyheter segir Björn Zoëga að hann hafi ekki vitað að starfsemi dótturfélags Global Health Partner hafi falið í sér óbeina þátttöku í slíkri meðferð á konum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. „Í tíð minni í stjórn fyrirtækisins vissi ég ekki um það sem Kaliber er búið að greina frá því. Ég hætti í stjórninni í febrúar 2019 og fékk upplýsingar um þetta fyrir 3 eða 4 vikum síðan,“ er haft eftir Birni í blaðinu. 

Björn er einnig spurður að því hvernig „siðferðilegur áttaviti“ hans sé þar sem hann sé að fara að taka við forstjórastarfi Karolinska-sjúkrahússins. „Hér í Svíþjóð þurfum við ekki að taka tillit til lagasetningar sem er okkur algjörlega framandi og sem gengur þvert gegn siðferðisgildum okkar. Það sem Kaliber hefur greint frá er á engan hátt samræmanlegt við mína siðferðisvitund eða mín gildi.“

Í greininni kemur jafnframt fram að hætt sé að handjárna ógiftar, óléttar konur á sjúkrahúsunum þar sem Global Health Partner hafi komið því í kring. 

Geta ekki stýrt stofnunum samfélagsins

Forstjóri Global Health Partner, Daniel Öhman, segir að fyrirtækið geti ekki stýrt því hvernig stofnanir og lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hegðar sér. „Við getum ekki breytt lögunum eða hvernig þær ákveða að vega og meta skilríki fólks þegar það kemur á sjúkrahúsið. En þeir Svíar sem vinna þarna vorkenna konunum og að okkar mati er þar af leiðandi sérstaklega mikilvægt að geta boðið þeim upp á góða heilbrigðisþjónustu. [...] Auðvitað höfum við ekkert um það að segja hvernig lögreglan vinnur og hvað gerist fyrir utan sjúkrahúsið. Við vinnum bara með heilbrigðisþjónustuna á sjúkrahúsinu. [...] Lögreglan getur verið á staðnum og fylgst með og við getum ekkert að því gert,“ segir Öhman. 

Stjórnarformaður Karolinska-sjúkrahússins ver Björn Zoëga í grein Dagens Nyheter og segir að hann hafi einungis setið í stjórn fyrirtækisins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í skamman tíma. „Hann er bara búinn að sitja í stjórn þessa fyrirtækisins um skamma hríð [...] Það eru störf Björns Zoëgas hér í Svíþjóð og á Íslandi sem eru forsendurnar fyrir því að við réðum hann.“

Mikil hagnaður af fyrirtækinu

Eitt af því sem bent er á í grein Dagens Nyheter er að mikill hagnaður sé á starfsemi fyrirtækisins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Tekjur fyrirtækisins námu 40 milljónum sænskra króna árið 2017 og hagnaðist það um 12 milljónir sænskra króna það ár. Haft er eftir forstjóranum að þetta séu sannarlega „góð viðskipti“. 

Sænska fyrirtækið hefur stundað þessi viðskipti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá árinu 2013. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár