Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Píratar krefjast afsagnar Sigríðar Andersen

Þing­flokk­ur Pírata seg­ir Lands­rétt­ar­mál­ið skýrt dæmi um póli­tíska spill­ingu.

Píratar krefjast afsagnar Sigríðar Andersen

Þingflokkur Pírata gerir kröfu um tafarlausa afsögn Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Í dómi sem kveðinn var upp í morgun var íslenska ríkið dæmt brotlegt vegna vinnubragða dómsmálaráðherra þegar hún skipaði fjóra dómara við Landsrétt í trássi við mat hæfnisnefndar sumarið 2017.

Þá krefst þingflokkur Pírata þess að Sigríður komi á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna dómsins og að það fari fram sérstakar umræður við forsætisráðherra á Alþingi um áhrif dómsins á réttarríkið á Íslandi.

„Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu um málsmeðferð dómsmálaráðherra við skipan dómara í Landsrétt er áfellisdómur yfir athöfnum ráðherrans,“ segir í yfirlýsingu þingflokksins. „Með þessu eru staðfestar ítrekaðar viðvaranir þingflokks Pírata, fyrst við skipan dómara í Landsrétt árið 2017 og svo í umræðu um vantrauststillögu á dómsmálaráðherra ári síðar.“

Þá segir að Landsréttarmálið sé skýrt dæmi um pólitíska spillingu. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar muni koma til með að skera úr um traust almennings til Alþingis, dómstóla og framkvæmdavaldsins til framtíðar.

Yfirlýsingin í heild sinni

Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu um málsmeðferð dómsmálaráðherra við skipan dómara í Landsrétt er áfellisdómur yfir athöfnum ráðherrans. Með þessu eru staðfestar ítrekaðar viðvaranir þingflokks Pírata, fyrst við skipan dómara í Landsrétt árið 2017 og svo í umræðu um vantrauststillögu á dómsmálaráðherra ári síðar.

Dómurinn sýnir svo ekki verður um villst að með ólögmætri skipan sinni hafi dómsmálaráðherra stuðlað að mannréttindabrotum í garð allra þeirra sem hafa þurft að sæta málsmeðferð af hálfu ólöglega og pólitískt skipaðra dómara. Píratar hafa ítrekað bent á að skipanin væri ólögmæt og athafnir Sigríðar Á. Andersen óforsvaranlegar og brot á 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Það hefur nú verið staðfest bæði af Hæstarétti og af Mannréttindadómstól Evrópu.

Landsréttarmálið er skýrt dæmi um óeðlileg afskipti framkvæmdavaldsins af dómsvaldinu og pólitíska spillingu. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar í dag munu koma til með að skera úr um traust almennings til Alþingis, dómstóla og framkvæmdavaldsins til framtíðar.

Þingflokkur Pírata gerir kröfu um tafarlausa afsögn dómsmálaráðherra. Þá hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallað eftir því að dómsmálaráðherra komi á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd vegna dómsins og að fram fari sérstakar umræður við forsætisráðherra á Alþingi um áhrif dómsins á réttarríkið á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár