Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill liðka fyrir endursendingum flóttafólks til Ungverjalands og Grikklands

Kær­u­nefnd stöðv­aði brott­vís­un hæl­is­leit­enda til Ung­verja­lands í fyrra vegna kyn­þáttam­is­mun­un­ar og bágr­ar stöðu flótta­fólks þar í landi. Laga­frum­varp Sig­ríð­ar And­er­sen myndi girða fyr­ir að um­sókn­ir fólks sem feng­ið hef­ur hæli í lönd­um á borð við Ung­verja­land, Búlgaríu og Grikk­land séu tekn­ar til efn­is­með­ferð­ar á Ís­landi.

Vill liðka fyrir endursendingum flóttafólks til Ungverjalands og Grikklands
Herðir útlendingalöggjöfina Sigríður Andersen dómsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem þrengja mjög að réttindum hælisleitenda. Mynd: Pressphotos.biz

Kærunefnd útlendingamála felldi úr gildi þrjár ákvarðanir Útlendingastofnunar síðasta haust í málum þar sem hælisleitendum hafði verið neitað um efnislega meðferð á Íslandi í ljósi þess að Ungverjaland hafði þegar veitt þeim vernd.

Kærunefndin taldi fyrirliggjandi gögn benda til þess að fólkið myndi eiga erfitt uppdráttar í Ungverjalandi, meðal annars vegna kynþáttamismununar og bágrar stöðu flóttafólks sem þar býr. Því bæri íslenskum stjórnvöldum skylda til að meta umsóknir fólksins efnislega. Um svipað leyti ógilti kærunefndin einnig ákvörðun um að barnafjölskylda í viðkvæmri stöðu skyldi send til Grikklands án efnismeðferðar þar sem hún hefði þegar fengið hæli. 

Harka í garð flóttafólksRíkisstjórn Viktors Orbán í Ungverjalandi hefur ítrekað ratað í heimsfréttirnar undanfarin ár vegna harkalegrar meðferðar á flóttamönnum og sætt gagnrýni alþjóðastofnana fyrir að brjóta gegn mannréttindum þeirra, mismuna fólki eftir uppruna og ýta undir fordóma og hatur, meðal annars með því að refsivæða alla aðstoð lögmanna, sjálfboðaliða og annarra við hælisleitendur.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur nú kynnt drög að lagafrumvarpi sem er ætlað að koma í veg fyrir að mál eins og þessi fái efnislega meðferð á Íslandi í framtíðinni. Verður þannig réttarstaða þeirra hælisleitenda sem þegar hafa fengið stöðu sína sem flóttamenn viðurkennda í löndum á borð við Ungverjaland og Grikkland skert verulega og girt fyrir að kærunefndin geti komið í veg fyrir brottflutning þeirra. 

Vill hætta að fresta réttaráhrifum

Í fyrrnefndum úrskurðum kærunefndar var lagt fyrir Útlendingastofnun að taka hælisumsóknir fólksins til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. málsl. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga þar sem fjallað er um „sérstakar ástæður“. Fyrirhugaðar lagabreytingar fela í sér að sá málsliður mun ekki eiga við um einstaklinga sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki. Þá verður hópurinn sviptur möguleikanum á að fá réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar frestað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár