Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill liðka fyrir endursendingum flóttafólks til Ungverjalands og Grikklands

Kær­u­nefnd stöðv­aði brott­vís­un hæl­is­leit­enda til Ung­verja­lands í fyrra vegna kyn­þáttam­is­mun­un­ar og bágr­ar stöðu flótta­fólks þar í landi. Laga­frum­varp Sig­ríð­ar And­er­sen myndi girða fyr­ir að um­sókn­ir fólks sem feng­ið hef­ur hæli í lönd­um á borð við Ung­verja­land, Búlgaríu og Grikk­land séu tekn­ar til efn­is­með­ferð­ar á Ís­landi.

Vill liðka fyrir endursendingum flóttafólks til Ungverjalands og Grikklands
Herðir útlendingalöggjöfina Sigríður Andersen dómsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem þrengja mjög að réttindum hælisleitenda. Mynd: Pressphotos.biz

Kærunefnd útlendingamála felldi úr gildi þrjár ákvarðanir Útlendingastofnunar síðasta haust í málum þar sem hælisleitendum hafði verið neitað um efnislega meðferð á Íslandi í ljósi þess að Ungverjaland hafði þegar veitt þeim vernd.

Kærunefndin taldi fyrirliggjandi gögn benda til þess að fólkið myndi eiga erfitt uppdráttar í Ungverjalandi, meðal annars vegna kynþáttamismununar og bágrar stöðu flóttafólks sem þar býr. Því bæri íslenskum stjórnvöldum skylda til að meta umsóknir fólksins efnislega. Um svipað leyti ógilti kærunefndin einnig ákvörðun um að barnafjölskylda í viðkvæmri stöðu skyldi send til Grikklands án efnismeðferðar þar sem hún hefði þegar fengið hæli. 

Harka í garð flóttafólksRíkisstjórn Viktors Orbán í Ungverjalandi hefur ítrekað ratað í heimsfréttirnar undanfarin ár vegna harkalegrar meðferðar á flóttamönnum og sætt gagnrýni alþjóðastofnana fyrir að brjóta gegn mannréttindum þeirra, mismuna fólki eftir uppruna og ýta undir fordóma og hatur, meðal annars með því að refsivæða alla aðstoð lögmanna, sjálfboðaliða og annarra við hælisleitendur.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur nú kynnt drög að lagafrumvarpi sem er ætlað að koma í veg fyrir að mál eins og þessi fái efnislega meðferð á Íslandi í framtíðinni. Verður þannig réttarstaða þeirra hælisleitenda sem þegar hafa fengið stöðu sína sem flóttamenn viðurkennda í löndum á borð við Ungverjaland og Grikkland skert verulega og girt fyrir að kærunefndin geti komið í veg fyrir brottflutning þeirra. 

Vill hætta að fresta réttaráhrifum

Í fyrrnefndum úrskurðum kærunefndar var lagt fyrir Útlendingastofnun að taka hælisumsóknir fólksins til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. málsl. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga þar sem fjallað er um „sérstakar ástæður“. Fyrirhugaðar lagabreytingar fela í sér að sá málsliður mun ekki eiga við um einstaklinga sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki. Þá verður hópurinn sviptur möguleikanum á að fá réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar frestað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár