Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill liðka fyrir endursendingum flóttafólks til Ungverjalands og Grikklands

Kær­u­nefnd stöðv­aði brott­vís­un hæl­is­leit­enda til Ung­verja­lands í fyrra vegna kyn­þáttam­is­mun­un­ar og bágr­ar stöðu flótta­fólks þar í landi. Laga­frum­varp Sig­ríð­ar And­er­sen myndi girða fyr­ir að um­sókn­ir fólks sem feng­ið hef­ur hæli í lönd­um á borð við Ung­verja­land, Búlgaríu og Grikk­land séu tekn­ar til efn­is­með­ferð­ar á Ís­landi.

Vill liðka fyrir endursendingum flóttafólks til Ungverjalands og Grikklands
Herðir útlendingalöggjöfina Sigríður Andersen dómsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem þrengja mjög að réttindum hælisleitenda. Mynd: Pressphotos.biz

Kærunefnd útlendingamála felldi úr gildi þrjár ákvarðanir Útlendingastofnunar síðasta haust í málum þar sem hælisleitendum hafði verið neitað um efnislega meðferð á Íslandi í ljósi þess að Ungverjaland hafði þegar veitt þeim vernd.

Kærunefndin taldi fyrirliggjandi gögn benda til þess að fólkið myndi eiga erfitt uppdráttar í Ungverjalandi, meðal annars vegna kynþáttamismununar og bágrar stöðu flóttafólks sem þar býr. Því bæri íslenskum stjórnvöldum skylda til að meta umsóknir fólksins efnislega. Um svipað leyti ógilti kærunefndin einnig ákvörðun um að barnafjölskylda í viðkvæmri stöðu skyldi send til Grikklands án efnismeðferðar þar sem hún hefði þegar fengið hæli. 

Harka í garð flóttafólksRíkisstjórn Viktors Orbán í Ungverjalandi hefur ítrekað ratað í heimsfréttirnar undanfarin ár vegna harkalegrar meðferðar á flóttamönnum og sætt gagnrýni alþjóðastofnana fyrir að brjóta gegn mannréttindum þeirra, mismuna fólki eftir uppruna og ýta undir fordóma og hatur, meðal annars með því að refsivæða alla aðstoð lögmanna, sjálfboðaliða og annarra við hælisleitendur.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur nú kynnt drög að lagafrumvarpi sem er ætlað að koma í veg fyrir að mál eins og þessi fái efnislega meðferð á Íslandi í framtíðinni. Verður þannig réttarstaða þeirra hælisleitenda sem þegar hafa fengið stöðu sína sem flóttamenn viðurkennda í löndum á borð við Ungverjaland og Grikkland skert verulega og girt fyrir að kærunefndin geti komið í veg fyrir brottflutning þeirra. 

Vill hætta að fresta réttaráhrifum

Í fyrrnefndum úrskurðum kærunefndar var lagt fyrir Útlendingastofnun að taka hælisumsóknir fólksins til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. málsl. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga þar sem fjallað er um „sérstakar ástæður“. Fyrirhugaðar lagabreytingar fela í sér að sá málsliður mun ekki eiga við um einstaklinga sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki. Þá verður hópurinn sviptur möguleikanum á að fá réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar frestað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár