Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Taívenskt bíó, forboðin ást og frelsi

Það er ým­is­legt á döf­inni í menn­ing­ar­líf­inu næstu daga.

Taívenskt bíó, forboðin ást og frelsi

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Taívanskir kvikmyndadagar

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 8.–24. mars
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Áhersla þessara kvikmyndadaga er á langa og stormasama sögu Taívan og þá fjölbreyttu menningararfleifð landsins sem óháð taívanskt kvikmyndagerðarfólk hefur beint sjónum sínum og óritskoðuðum linsum að. Sjö mjög ólíkar kvikmyndir verða sýndar, en þær eiga það sameiginlegt að fjalla um mál sem annaðhvort eru sérstaklega í deiglunni í Taívan eða hafa alþjóðlegri skírskotun.

La Traviata

Hvar? Harpa
Hvenær? 16., 23., 30. mars og 6. apríl
Aðgangseyrir: Frá 4.990 kr.

Lífsgleðin. Forboðin ást. Frelsi. Íslenska óperan flytur óperuna La Traviata, eða Föllnu konuna, eftir Giuseppe Verdi sem var frumflutt í Feneyjum árið 1853 og er löngu orðin klassík. Sagan er í sjálfu sér einföld en tilfinningarnar sem hún tjáir djúpstæðar; hlutverk Violettu, hinnar föllnu konu, er ein af flóknustu og ástsælustu persónum Verdis.

Non plus ultra

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 14. mars til 28. apríl
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Steinunn Önnudóttir hefur verið einn af burðarbitum listasenunnar; hún stofnaði meðal annars sýningarrýmið Harbinger árið 2014, sem hún rekur enn. Hún er 36. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Í verkum sínum fæst Steinunn við málverkið í víðum skilningi, rannsakar efniseiginleika þess og birtingarmyndir í sögu og samtíma.

Súper – þar sem kjöt snýst um fólk

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 16. mars til 12. apríl
Aðgangseyrir: Frá 6.200 kr.

Súper er nýtt leikrit eftir Jón Gnarr og leikstýrt af Benedikt Erlingssyni, en það er sýnt í Kassanum. Átta persónur hittast í stórmarkaði og eiga það sem virðist við fyrstu sýn vera einlægar samræður en eru í raun sjálfhverfar, og finna vörur í búðinni sem gera þau heilsteyptari. Boðið verður upp á sérstakar umræður á eftir sýninguna 28. mars.

Matthildur

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 16. mars til 9. maí
Aðgangseyrir: Frá 7.900 kr.

Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru þó af öðru sauðahúsi, fáfróð og óhefluð, og skólastjórinn Karítas Mínherfa er hreinasta martröð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu