Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Taívenskt bíó, forboðin ást og frelsi

Það er ým­is­legt á döf­inni í menn­ing­ar­líf­inu næstu daga.

Taívenskt bíó, forboðin ást og frelsi

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Taívanskir kvikmyndadagar

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 8.–24. mars
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Áhersla þessara kvikmyndadaga er á langa og stormasama sögu Taívan og þá fjölbreyttu menningararfleifð landsins sem óháð taívanskt kvikmyndagerðarfólk hefur beint sjónum sínum og óritskoðuðum linsum að. Sjö mjög ólíkar kvikmyndir verða sýndar, en þær eiga það sameiginlegt að fjalla um mál sem annaðhvort eru sérstaklega í deiglunni í Taívan eða hafa alþjóðlegri skírskotun.

La Traviata

Hvar? Harpa
Hvenær? 16., 23., 30. mars og 6. apríl
Aðgangseyrir: Frá 4.990 kr.

Lífsgleðin. Forboðin ást. Frelsi. Íslenska óperan flytur óperuna La Traviata, eða Föllnu konuna, eftir Giuseppe Verdi sem var frumflutt í Feneyjum árið 1853 og er löngu orðin klassík. Sagan er í sjálfu sér einföld en tilfinningarnar sem hún tjáir djúpstæðar; hlutverk Violettu, hinnar föllnu konu, er ein af flóknustu og ástsælustu persónum Verdis.

Non plus ultra

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 14. mars til 28. apríl
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Steinunn Önnudóttir hefur verið einn af burðarbitum listasenunnar; hún stofnaði meðal annars sýningarrýmið Harbinger árið 2014, sem hún rekur enn. Hún er 36. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Í verkum sínum fæst Steinunn við málverkið í víðum skilningi, rannsakar efniseiginleika þess og birtingarmyndir í sögu og samtíma.

Súper – þar sem kjöt snýst um fólk

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 16. mars til 12. apríl
Aðgangseyrir: Frá 6.200 kr.

Súper er nýtt leikrit eftir Jón Gnarr og leikstýrt af Benedikt Erlingssyni, en það er sýnt í Kassanum. Átta persónur hittast í stórmarkaði og eiga það sem virðist við fyrstu sýn vera einlægar samræður en eru í raun sjálfhverfar, og finna vörur í búðinni sem gera þau heilsteyptari. Boðið verður upp á sérstakar umræður á eftir sýninguna 28. mars.

Matthildur

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 16. mars til 9. maí
Aðgangseyrir: Frá 7.900 kr.

Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á hinni rómuðu skáldsögu Roalds Dahl. Litla stúlkan Matthildur er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og bókelsk og líklega þess vegna með sérlega ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru þó af öðru sauðahúsi, fáfróð og óhefluð, og skólastjórinn Karítas Mínherfa er hreinasta martröð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár