Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrrverandi borgarfulltrúi: „Vigdís Hauksdóttir er sirkússtjórinn“

Magnús Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að borg­ar­full­trú­arn­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir, Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, Ey­þór Arn­alds og Marta Guð­jóns­dótt­ir lami borg­ar­kerf­ið með fram­göngu sinni gagn­vart starfs­mönn­um ráð­húss­ins.

Fyrrverandi borgarfulltrúi: „Vigdís Hauksdóttir er sirkússtjórinn“
Borgarfulltrúar úr minnihluta Fyrrverandi borgarfulltrúi segir Vigdísi Hauksdóttur ganga harðast fram.

Magnús Már Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og nú framkvæmdastjóri BSRB, segir að fjórir borgarfulltrúar minnihlutans lami borgarkerfið með árásum á starfsmenn ráðhússins.

Í Morgunútvarpi Rásar 2 í dag lýsti Magnús Már vondri framkomu borgarfulltrúanna gagnvart starfsfólki. Þeir hækki róminn og hrópi, berji í borð, hlæji jafnvel að þeim og taki myndir. Ástandið sé þannig að starfsfólk ráðhússins geti ekki unnið vinnuna sína.

Tveir hafa hrakist frá störfum síðan kosningar fóru fram síðasta vor og kvartanir um 70 starfsmanna borist. „Fólk er að hætta, fólk er að sækja um önnur störf, fólk er bara mjög aumt,“ sagði Magnús Már. „Ef það er þannig að það er eitthvað í svörunum sem pólitíkusunum er illa við þá á starfsmaðurinn á hættu að vera dreginn á torg og nafngreindur. Þetta lamar borgarkerfið hægt og rólega og mögulega er það tilgangurinn með þessu.“

„Þetta lamar borgarkerfið hægt og rólega og mögulega er það tilgangurinn með þessu.“

Magnús Már sagði sökudólgana vera Vigdísi Hauksdóttur úr Miðflokki, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Sjálfstæðismennina Eyþór Arnalds og Mörtu Guðjónsdóttur.

Magnús Már Guðmundsson

„Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið klofinn varðandi marga hluti, meðal annars þetta,“ sagði hann. „Nýtt fólk sem kom að borðinu, það eru átta borgarfulltrúar sem sitja þarna, sem tekur ekki þátt í þessu, sem ég þykist vita að sé ekki sátt við þetta vinnulag og þessa framkomu. Og svo held ég að það sé ágætt að taka það fram að borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins er ekki í þessum hópi.“

Aðspurður sagði Magnús Már að vissulega gengi oft mikið á í pólitík, en þarna beindust spjótin að starfsfólki, en ekki kjörnum fulltrúum. Nefndi hann sem dæmi að mikið hafi gengið á árin 2010 og 2011 þegar tíð meirihlutaskipti hafi verið í borgarstjórn, en þá hafi starfsfólk aldrei lent á milli í deilunum.

„Ég held að það sé hægt að tala um Vigdísi Hauksdóttur, að hún sé sirkússtjórinn og taki það býsna alvarlega,“ sagði Magnús Már. „Vigdís velur sér þennan stíl, sem við sjáum að hefur gengið ágætlega fyrir ýmsa stjórnmálamenn í Evrópu og Bandaríkjunum og það er slóðin eftir hana úr fyrri pólitískum störfum á þingi þar sem hún er í átökum við starfsmenn og embættismenn, starfsmenn Alþingis sýni henni ekki nógu mikla virðingu, hún er í orðaskaki við Ríkisendurskoðun, hún er að saka starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals og lögbrot og að sérstakur saksóknari eigi að skoða málið. Hún sagði að stjórnendur stofnana væru falir fyrir glópagulli Evrópusambandsins í svokölluðum IPA-styrkjum sem voru til umræðu fyrir nokkrum árum. Svo slóðin er býsna afgerandi.“

Magnús Már sagði samskipti sín við Vigdísi hafa verið góð á meðan hann var borgarfulltrúi. Oft sé tekist á í pólitískri baráttu. „Ég kveinka mér ekki undan því og ég held að fólkið í pólitíkinni sé raunverulega ekki að kveinka sér undan því. En þarna er reiðinni beint gagnvart vönduðum embættismönnum, Þetta hefur áhrif inni í ráðhúsi - og það er erfitt að tala um þetta því þetta er svo persónulegt - og með henni eru Kolbrún Baldursdóttir, sem gengur hart fram líka. Í skjóli þeirra starfa Eyþór og Marta, sem kinka kolli, samþykkja þetta og blanda sér stundum inn í þetta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár