Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aukið frelsi til þungunarrofs geti skapað „enn meiri og alvarlegri geðrænan vanda“

Björk Vil­helms­dótt­ir, fé­lags­ráð­gjafi og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi, tel­ur alltof langt geng­ið að heim­ila þung­un­ar­rof fram að 22. viku með­göngu.

Aukið frelsi til þungunarrofs geti skapað „enn meiri og alvarlegri geðrænan vanda“

Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi, segir dæmi um að konur fari í þungunarrof vegna geðrænna erfiðleika óttast að verið sé að „búa til enn meiri og alvarlegri geðrænan vanda við slíkar aðstæður“ með því að heimila þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu.

Í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof er lagt til, í samræmi við tillögur ljósmæðra og fæðingarlækna, að konum verði tryggt sjálfsforræði og fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu óháð því hvað liggur að baki ákvörðuninni. Eftir tímamarkið verður heimilt að framkvæma þungunarrof ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu við áframhaldandi þungun eða ef fóstur telst ekki lífvænlegt til frambúðar.

Björk Vilhelmsdóttir tjáir sig um málið á Facebook í dag en hún telur alltof gengið „að bjóða upp á þungunarrof þar til fóstur er orðið lífvænlegt utan móðurkviðar“.

Spyr hvort veittur verði fæðingarstyrkur vegna áfalls við þungunarrof

„Ég var félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans í 5 ár og veit að að þegar konur missa fóstur langt gengar með, þ.e. meira en 18 vikur, þá hafa þær þurft að fæða fóstrin. Það hefur reynst mörgum konum gríðarlegt áfall að ganga í gegnum slíka fæðingu. Mér sýnist ekkert hafa verið fjallað um þessi áföll sem geta leitt af síðbúnu þungunarrofi og finnst það mjög miður. Vegna þessara áfalla hefur verið veittur réttur til fæðingarstyrks í 2 mánuði ef kona missir fóstur eftir 18 vikna meðgöngu. Rétturinn er enn meiri eða 3 mánuðir fyrir hvort foreldri eftir andvana fæðingu eftir 22. vikna meðgöngu. Hvernig eigum við að fara með mál kvenna sem óska eftir þungunarrofi eftir 18 vikna meðgöngu. Verður þá til réttur til fæðingarstyrks, svo heilbrigðiskerfið geti aðstoðað konuna eftir áfallið sem varð við þungunarrofið?“

Þá víkur hún að geðrænum erfiðleikum og þungunarrofi: „Einnig vil ég minna á að stundum fara konur í þungunarrof vegna geðrænna erfiðleika svo sem þunglyndis. Þunglyndi er þess eðlis að þegar það er hvað erfiðast er ómögulegt fyrir hinn þunglynda að sjá að lífið geti orðið betra og að bata sé möguleiki. Við þær aðstæður er nærtækt að fara í þungunarrof. En ekki myndi ég vilja meðhöndla konu sem hefur farið í síðbúið þungunarrof og fætt fóstur, þegar hún hefur náð bata af þunglyndinu. Ég held að við værum að búa til enn meiri og alvarlegri geðrænan vanda við slíkar aðstæður ef leyfa á þungunarrof til loka 22. viku.“

Hún fullyrðir að núverandi tímamörk hafi „nánast aldrei verið til vandræða“ og segir „fráleitt sé að bjóða upp á almenn réttindi til þungunarrofs þar til barn getur lifað utan móðurkviðar.“

Fagfólk gagnrýndi 18 vikna markið

Í upphaflegum frumvarpsdrögum Svandísar Svavarsdóttur var miðað við 18 vikna tímamark. Þetta var gagnrýnt harðlega af fagfólki, t.d. af Félagi íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna sem benti á að með því væri í raun „lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs vegna mjög alvarlegra fósturvandamála þar sem fóstur væri lífvænlegt væri takmarkaður miðað við núgildandi lög“.

Landspítalinn tók í sama streng og benti á að með 18 vikna markinu væri lokað fyrir þann möguleika að konur geti valið að enda meðgöngu t.d. vegna klofins hryggjar, vatnshöfuðs, litningafrávika, hjartagalla og margra fleiri vandamála sem leiddu til fæðingar barna sem lifðu með fötlun, líkamlega eða andlega. Ekki væri hægt að greina mörg þessara frávika fyrr en eftir 18 vikur  og að undanfarinn áratug hefðu á milli 7 og 10 konur á ári rofið þungun vegna galla sem greindust við 20 vikna fósturgreiningu, stundum þrátt fyrir góðar lífslíkur fóstursins eða jafnvel miklar líkur á lífi með margháttuðum aðgerðum og mikilli aðstoð og skertum lífsgæðum fyrir barnið. Taldi spítalinn hag þessa hóps kvenna og foreldra ekki tryggðan ef miðað yrði við 18 vikur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár