Stúdentaráð Tartúháskóla var ekki upplýst um ásakanir á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi sendiherra, þegar hann var gestafyrirlesari við skólann árið 2014.
Allan Aksiim, formaður stúdentaráðs háskólans, segir háskólayfirvöld ekkert hafa vitað um málið og að skólinn kanni venjulega ekki bakgrunn fólks með þessum hætti. Háskólinn hafi staðfest að enginn nemandi hefði lagt fram kvörtun vegna Jóns Baldvins.
„Við leituðum í skjalasafni okkar og spurðum þau sem unnu fyrir stúdentaráðið á þessu tímabili,“ segir Allan. „Engar upplýsingar um hann og hans gjörðir höfðu borist okkur. Háskólinn sjálfur hefur einnig sagst ekki hafa vitað neitt um bakgrunn hans.“
Mál Jóns Baldvins hefur fréttagildi í Eistlandi í ljósi þeirrar virðingar sem hann nýtur þar, enda var það í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins sem Ísland, fyrst ríkja, viðurkenndi Eistland sem sjálfstætt ríki. Í bréfum Jóns Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, sem birtust í Nýju lífi árið …
Athugasemdir