Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stúdentaráð í Eistlandi vissi ekki af hneykslismáli Jóns Baldvins

Stúd­enta­ráð og skóla­yf­ir­völd Tartúhá­skóla voru ekki upp­lýst um fjöl­miðlaum­fjöll­un og rann­sókn á meintri kyn­ferð­is­legri áreitni Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar þeg­ar hann kenndi við skól­ann 2014.

Stúdentaráð í Eistlandi vissi ekki af hneykslismáli Jóns Baldvins
Jón Baldvin og forseti Eistlands Árið 2001 fundaði Jón Baldvin með Lennart Meri, þá forseta Eistlands. Mynd: Af vef forsetaembættisins í Lettlandi / Kristjan Lepp

Stúdentaráð Tartúháskóla var ekki upplýst um ásakanir á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi sendiherra, þegar hann var gestafyrirlesari við skólann árið 2014.

Allan Aksiim, formaður stúdentaráðs háskólans, segir háskólayfirvöld ekkert hafa vitað um málið og að skólinn kanni venjulega ekki bakgrunn fólks með þessum hætti. Háskólinn hafi staðfest að enginn nemandi hefði lagt fram kvörtun vegna Jóns Baldvins. 

„Við leituðum í skjalasafni okkar og spurðum þau sem unnu fyrir stúdentaráðið á þessu tímabili,“ segir Allan. „Engar upplýsingar um hann og hans gjörðir höfðu borist okkur. Háskólinn sjálfur hefur einnig sagst ekki hafa vitað neitt um bakgrunn hans.“

Mál Jóns Baldvins hefur fréttagildi í Eistlandi í ljósi þeirrar virðingar sem hann nýtur þar, enda var það í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins sem Ísland, fyrst ríkja, viðurkenndi Eistland sem sjálfstætt ríki. Í bréfum Jóns Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, sem birtust í Nýju lífi árið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár